Sara og Björgvin Karl kepptu á heimavelli en þeirra fólk mátti samt ekki hvetja þau áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 16. júní 2020 19:00 Björgvin Karl og Sara Sigmundsdóttir halda áfram að gera það gott í CrossFit. vísir/vilhelm Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir náðu frábærum árangri á sterku alþjóðlegu móti um helgina en þrátt fyrir að þau kepptu í sínum eigin æfingasal á Íslandi þá mátti enginn hvetja þau áfram. Ísland átti tvo á verðlaunapalli á mjög sterku CrossFit móti um helgina þegar Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir tryggði sér bæði annað sætið á Rogue boðsmótinu en þau unnu sér inn yfir fimm milljónir hvor í verðlaunafé. Á mótið var boðið öflugasta CrossFit fólki heimsins og voru flest með. Rogue mótið var netmót að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldsins og hver og einn keppandi gerði allar æfingarnar heiman frá sér en var um leið í beinni útsendingu í gegnum netið. Sara keppti því í Simmagym í Keflavík en Björgvin Karl hjá Crossfit Hengill í Hveragerði. Stjórnendur og áhorfendur sáu því keppendur gera sínar æfingar en keppendurnir sjálfir vissu ekki hvernig gekk hjá hinum. „Ég ætlaði að fá góðan hóp til þess að koma og styðja og var tilbúin í gott pepp en svo mátti enginn tala eða vera tónlist eða neitt. Maður var bara einn með önduninni sinni. Þetta var krefjandi,“ sagði Sara og Björgvin Karl tók í sama streng. „Það var slatti af liði hjá mér. Æfingin byrjað og enginn mátti segja neitt og heldur ekki þegar æfingin var búin, það þurfti að bíða í einhverjar þrjár eða fimm mínútur. Allt í einu sagði dómarinn að það megi og þá klappa allir. Þetta var pínu skrýtin stemning.“ Sara segir að það hafi verið erfitt að gíra sig upp í tómarúminu. „Yfirleitt er tónlist með og þegar þú ert að keppa þá ertu að sjá alla og þú dettur í þinn gír. Þú ert kallaður fram tuttugu mínútum áður en þú byrjar og það er ákveðin rútína. Núna er þetta bara þú í þínu „gymmi“ og þetta er eins og æfing undir mikilli pressu. Svo er alveg hljótt og tíu sekúndur í þetta. Þá bara: Já, ég er að keppa gegn tuttugu bestu í heiminum eftir tíu sekúndur. Þetta er skrýtið,“ sagði Sara. Klippa: Sportpakkinn: CrossFit CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir náðu frábærum árangri á sterku alþjóðlegu móti um helgina en þrátt fyrir að þau kepptu í sínum eigin æfingasal á Íslandi þá mátti enginn hvetja þau áfram. Ísland átti tvo á verðlaunapalli á mjög sterku CrossFit móti um helgina þegar Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir tryggði sér bæði annað sætið á Rogue boðsmótinu en þau unnu sér inn yfir fimm milljónir hvor í verðlaunafé. Á mótið var boðið öflugasta CrossFit fólki heimsins og voru flest með. Rogue mótið var netmót að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldsins og hver og einn keppandi gerði allar æfingarnar heiman frá sér en var um leið í beinni útsendingu í gegnum netið. Sara keppti því í Simmagym í Keflavík en Björgvin Karl hjá Crossfit Hengill í Hveragerði. Stjórnendur og áhorfendur sáu því keppendur gera sínar æfingar en keppendurnir sjálfir vissu ekki hvernig gekk hjá hinum. „Ég ætlaði að fá góðan hóp til þess að koma og styðja og var tilbúin í gott pepp en svo mátti enginn tala eða vera tónlist eða neitt. Maður var bara einn með önduninni sinni. Þetta var krefjandi,“ sagði Sara og Björgvin Karl tók í sama streng. „Það var slatti af liði hjá mér. Æfingin byrjað og enginn mátti segja neitt og heldur ekki þegar æfingin var búin, það þurfti að bíða í einhverjar þrjár eða fimm mínútur. Allt í einu sagði dómarinn að það megi og þá klappa allir. Þetta var pínu skrýtin stemning.“ Sara segir að það hafi verið erfitt að gíra sig upp í tómarúminu. „Yfirleitt er tónlist með og þegar þú ert að keppa þá ertu að sjá alla og þú dettur í þinn gír. Þú ert kallaður fram tuttugu mínútum áður en þú byrjar og það er ákveðin rútína. Núna er þetta bara þú í þínu „gymmi“ og þetta er eins og æfing undir mikilli pressu. Svo er alveg hljótt og tíu sekúndur í þetta. Þá bara: Já, ég er að keppa gegn tuttugu bestu í heiminum eftir tíu sekúndur. Þetta er skrýtið,“ sagði Sara. Klippa: Sportpakkinn: CrossFit
CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira