Sara og Björgvin Karl kepptu á heimavelli en þeirra fólk mátti samt ekki hvetja þau áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 16. júní 2020 19:00 Björgvin Karl og Sara Sigmundsdóttir halda áfram að gera það gott í CrossFit. vísir/vilhelm Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir náðu frábærum árangri á sterku alþjóðlegu móti um helgina en þrátt fyrir að þau kepptu í sínum eigin æfingasal á Íslandi þá mátti enginn hvetja þau áfram. Ísland átti tvo á verðlaunapalli á mjög sterku CrossFit móti um helgina þegar Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir tryggði sér bæði annað sætið á Rogue boðsmótinu en þau unnu sér inn yfir fimm milljónir hvor í verðlaunafé. Á mótið var boðið öflugasta CrossFit fólki heimsins og voru flest með. Rogue mótið var netmót að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldsins og hver og einn keppandi gerði allar æfingarnar heiman frá sér en var um leið í beinni útsendingu í gegnum netið. Sara keppti því í Simmagym í Keflavík en Björgvin Karl hjá Crossfit Hengill í Hveragerði. Stjórnendur og áhorfendur sáu því keppendur gera sínar æfingar en keppendurnir sjálfir vissu ekki hvernig gekk hjá hinum. „Ég ætlaði að fá góðan hóp til þess að koma og styðja og var tilbúin í gott pepp en svo mátti enginn tala eða vera tónlist eða neitt. Maður var bara einn með önduninni sinni. Þetta var krefjandi,“ sagði Sara og Björgvin Karl tók í sama streng. „Það var slatti af liði hjá mér. Æfingin byrjað og enginn mátti segja neitt og heldur ekki þegar æfingin var búin, það þurfti að bíða í einhverjar þrjár eða fimm mínútur. Allt í einu sagði dómarinn að það megi og þá klappa allir. Þetta var pínu skrýtin stemning.“ Sara segir að það hafi verið erfitt að gíra sig upp í tómarúminu. „Yfirleitt er tónlist með og þegar þú ert að keppa þá ertu að sjá alla og þú dettur í þinn gír. Þú ert kallaður fram tuttugu mínútum áður en þú byrjar og það er ákveðin rútína. Núna er þetta bara þú í þínu „gymmi“ og þetta er eins og æfing undir mikilli pressu. Svo er alveg hljótt og tíu sekúndur í þetta. Þá bara: Já, ég er að keppa gegn tuttugu bestu í heiminum eftir tíu sekúndur. Þetta er skrýtið,“ sagði Sara. Klippa: Sportpakkinn: CrossFit CrossFit Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir náðu frábærum árangri á sterku alþjóðlegu móti um helgina en þrátt fyrir að þau kepptu í sínum eigin æfingasal á Íslandi þá mátti enginn hvetja þau áfram. Ísland átti tvo á verðlaunapalli á mjög sterku CrossFit móti um helgina þegar Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir tryggði sér bæði annað sætið á Rogue boðsmótinu en þau unnu sér inn yfir fimm milljónir hvor í verðlaunafé. Á mótið var boðið öflugasta CrossFit fólki heimsins og voru flest með. Rogue mótið var netmót að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldsins og hver og einn keppandi gerði allar æfingarnar heiman frá sér en var um leið í beinni útsendingu í gegnum netið. Sara keppti því í Simmagym í Keflavík en Björgvin Karl hjá Crossfit Hengill í Hveragerði. Stjórnendur og áhorfendur sáu því keppendur gera sínar æfingar en keppendurnir sjálfir vissu ekki hvernig gekk hjá hinum. „Ég ætlaði að fá góðan hóp til þess að koma og styðja og var tilbúin í gott pepp en svo mátti enginn tala eða vera tónlist eða neitt. Maður var bara einn með önduninni sinni. Þetta var krefjandi,“ sagði Sara og Björgvin Karl tók í sama streng. „Það var slatti af liði hjá mér. Æfingin byrjað og enginn mátti segja neitt og heldur ekki þegar æfingin var búin, það þurfti að bíða í einhverjar þrjár eða fimm mínútur. Allt í einu sagði dómarinn að það megi og þá klappa allir. Þetta var pínu skrýtin stemning.“ Sara segir að það hafi verið erfitt að gíra sig upp í tómarúminu. „Yfirleitt er tónlist með og þegar þú ert að keppa þá ertu að sjá alla og þú dettur í þinn gír. Þú ert kallaður fram tuttugu mínútum áður en þú byrjar og það er ákveðin rútína. Núna er þetta bara þú í þínu „gymmi“ og þetta er eins og æfing undir mikilli pressu. Svo er alveg hljótt og tíu sekúndur í þetta. Þá bara: Já, ég er að keppa gegn tuttugu bestu í heiminum eftir tíu sekúndur. Þetta er skrýtið,“ sagði Sara. Klippa: Sportpakkinn: CrossFit
CrossFit Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti