Ingibjörg nýr formaður Félags eldri borgara Andri Eysteinsson skrifar 16. júní 2020 20:59 Aðalfundurinn var haldinn í Súlnasal Hótels Sögu. Samsett/Vilhelm Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni var Ingibjörg Sverrisdóttir kjörin nýr formaður FEB en framboð Ingibjargar hlaut 62% greiddra atkvæða í formannskjöri. Aðalfundur FEB var haldinn í dag í Súlnasal Hótels Sögu en fráfarandi formaður FEB, Ellert B. Schram gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þrjú voru í framboði til formanns en auk Ingibjargar voru þeir Haukur Arnþórsson og Borgþór Kjærnested í framboði. Alls greiddu 423 fundargestir atkvæði og skiptust þau svo að Ingibjörg hlaut 262 atkvæði eða 62%, Haukur Arnþórsson hlaut 30% atkvæða eða 131 en Borgþór Kjærnested rak lestina með 29 atkvæði sem jafngildir 6,8% kosningu. „Hópur eldri borgara býr svo sannarlega ekki við góð kjör. Kjaramál og skerðingar taka mikið rými í umræðunni og sérlega þessa dagana vegna uppgjörs frá Tryggingastofnun ríkisins sem barst um sl. mánaðamót. Þetta þekkið þið flest, sem eruð hér inni. Mín áherslumál snúa að skerðingum og kjaramálum, húsnæðismálum, hjúkrunarheimilum og heimilisaðstoð,“ sagði Ingibjörg í framboðsræðu sinni. Ingibjörg er Reykvíkingur sem ólst að hluta til upp í Vestmannaeyjum, hún hefur stundað tungumálanám erlendis auk náms í ferðamálafræðum við Háskóla Íslands. Áður en hún fór á eftirlaun starfaði Ingibjörg hjá Air Atlanta. Í aðalstjórn voru kjörnir: Ingibjörg Óskarsdóttir Kári Jónasson Viðar Eggertsson Sigurbjörg Gísladóttir Í varastjórn voru kjörnir: Finnur Birgisson Sverrir Örn Kaaber Haukur Arnþórsson Eldri borgarar Vistaskipti Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira
Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni var Ingibjörg Sverrisdóttir kjörin nýr formaður FEB en framboð Ingibjargar hlaut 62% greiddra atkvæða í formannskjöri. Aðalfundur FEB var haldinn í dag í Súlnasal Hótels Sögu en fráfarandi formaður FEB, Ellert B. Schram gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þrjú voru í framboði til formanns en auk Ingibjargar voru þeir Haukur Arnþórsson og Borgþór Kjærnested í framboði. Alls greiddu 423 fundargestir atkvæði og skiptust þau svo að Ingibjörg hlaut 262 atkvæði eða 62%, Haukur Arnþórsson hlaut 30% atkvæða eða 131 en Borgþór Kjærnested rak lestina með 29 atkvæði sem jafngildir 6,8% kosningu. „Hópur eldri borgara býr svo sannarlega ekki við góð kjör. Kjaramál og skerðingar taka mikið rými í umræðunni og sérlega þessa dagana vegna uppgjörs frá Tryggingastofnun ríkisins sem barst um sl. mánaðamót. Þetta þekkið þið flest, sem eruð hér inni. Mín áherslumál snúa að skerðingum og kjaramálum, húsnæðismálum, hjúkrunarheimilum og heimilisaðstoð,“ sagði Ingibjörg í framboðsræðu sinni. Ingibjörg er Reykvíkingur sem ólst að hluta til upp í Vestmannaeyjum, hún hefur stundað tungumálanám erlendis auk náms í ferðamálafræðum við Háskóla Íslands. Áður en hún fór á eftirlaun starfaði Ingibjörg hjá Air Atlanta. Í aðalstjórn voru kjörnir: Ingibjörg Óskarsdóttir Kári Jónasson Viðar Eggertsson Sigurbjörg Gísladóttir Í varastjórn voru kjörnir: Finnur Birgisson Sverrir Örn Kaaber Haukur Arnþórsson
Eldri borgarar Vistaskipti Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira