Ísland mun mæta Rúmeníu í umspilinu langþráða um sæti á Evrópumótinu, sem fer fram næsta sumar, í október en þetta var staðfest á fundi UEFA í dag.
Upphaflega átti leikurinn að fara fram í mars og mótið sjálft í sumar en báðu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Leikirnir voru fyrst fluttir frá mars, fram í júní en nú er staðfest að þeir verða spilaðir í október.
Leikirnir munu fara fram í landsliðsgluggunum frá 8. október til 12. nóvember en Ísland mætir Rúmeníu í undanúrslitunum um sæti á EM næsta sumar. Vinni liðið þann leik mæta þeir annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi í úrslitaleik um sæti á EM.
Áætlað er að leikurinn gegn Rúmeníu fari fram á Laugardalsvelli 8. október. Hafi liðið betur gegn Rúmenum fer úrslitaleikurinn fram erlendis, 12. nóvember.
Scotland, Northern Ireland and the Republic will play their Euro 2020 play-off semi-finals in October.
— BBC Sport (@BBCSport) June 17, 2020
https://t.co/ZHzdFSp2H4 pic.twitter.com/pCFlBFl6SY