Napoli er ítalskur bikarmeistari eftir sigur á Juventus í vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma. Farið var beint í vítaspyrnukeppni en í henni voru Napoli-menn sterkari.
Leikurinn var afar jafn í venjulegum leiktíma. Liðin voru jafn mikið með boltann, fengu jafn margar hornspyrnur en Napoli átti ellefu skot að marki Juventus á meðan ítölsku meistararnir áttu bara átta skot.
Vítaspyrnukeppnin byrjaði ekki vel fyrir Juventus því Paulo Dybala lét verja frá sér fyrstu spyrnuna. Ekki skánaði það í 2. umferðinni er Danilo skaut boltanum yfir markið en Napoli skoraði úr öllum spyrnum sínum og hafði að lokum betur, 4-2.
Gennaro Gattuso vann því sinn fyrsta bikar með Napoli en Napoli varð síðast bikarmeistari á Ítalíu tímabilið 2013/2014. Ófarir Maurizio Sarri, stjóra Juventus, á Ítalíu halda áfram en hann hefur ekki unnið bikar þar í landi þrátt fyrir mörg ár sem stjóri. Hann vinnur þó væntanlega ítölsku úrvalsdeildina í vor.
Maurizio Sarri did not win a trophy in his 147 games in charge of Napoli.
— Squawka Football (@Squawka) June 17, 2020
Gennaro Gattuso has won the Coppa Italia after 17 games in charge of Napoli.
And he beat Maurizio Sarri to do it. pic.twitter.com/OzxjpldBRw