Stærsta handboltalið Póllands, Kielce, er í miklum fjárhagsvandræðum eftir að stærsti styrktaraðili liðsins, VIVE, dró sig út úr félaginu frá og með 1. júlí næstkomandi.
Þetta var tilkynnt í gær en tveir íslenskir landsliðsmenn sömdu við liðið fyrr á þessu á og gengu í raðir liðsins nú í sumar. Það eru þeir Sigvaldi Guðjónsson og Haukur Þrastarson.
Félagið berst nú í bökkum að reyna ná í þá peninga sem til þarf að halda leikmönnum liðsins en VIVE segir að þeir gætu komið inn í framtíðinni og hjálpað félaginu á nýjan leik en þetta sé búið að sinni.
Big blow for @kielcehandball. The main sponsor of the club, VIVE, withdraws its sponsorship from July 1!#handball https://t.co/R9ZEAWt8sU
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 17, 2020
Pólska liðið hefur brugðið á það ráð að stofna söfnun á netinu en félagið ætlar þar að reyna safna 560 þúsund evrum eða 2,5 milljónum zloty. Það er sá peningur sem þeir þurfa til þess að halda leikmönnunum fyrir næstu leiktíð.
Kielce er komið í Final Four helgi Meistaradeildarinnar sem fer fram í desember en Talant Dujshebaev, þjálfari liðsins, sagði í viðtali að sumir leikmenn liðsins hefðu tekið á sig launalækkun á meðan aðrir munu væntanlega yfirgefa félagið.
Kielce has created a fundraiser (link). The goal is to collect 2.500.000 zloty.#handball https://t.co/1pvQY6GL65
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 17, 2020