Eitt tap í viðbót og draumar um Íslandsmeistaratitil eru úr sögunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2020 12:00 Hvorki Hólmfríður Magnúsdóttir né Dagný Brynjarsdóttir hafa komið knettinum í netið það sem af er Íslandsmóti. Vísir/Haraldur Guðjónsson Breiðablik heimsótti Selfoss í Pepsi deild kvenna í fótbolta í gærkvöld. Selfoss eru ríkjandi bikarmeistarar ásamt því að hafa unnið Meistarakeppni KSÍ á dögunum og stefna á Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Sjá einnig: „Ég veit að við verðum í toppbaráttunni“ Breiðablik – sem hefur verið í efstu tveimur sætum deildarinnar frá 2014 – stefnir einnig á þann stóra og því var ljóst að það var mikið undir strax í stórleik 2. umferðar Pepsi Max deildarinnar. Selfoss tapaði 0-1 fyrir Fylki í Árbænum í 1. umferð á meðan Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á FH á Kópavogsvelli og því máttu heimastúlkur ekki misstíga sig í leiknum í gær. Það tók gestina úr Kópavogi aðeins þrjár mínútur að koma boltanum í netið en það gerði Agla María Albertsdóttir eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur. Eftir það var leikurinn í járnum eða allt þangað til Blikar fengu aftur innkast ofarlega á vellinum þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. Aftur grýtti Sveindís Jane boltanum inn á teig og að þessu sinni var það Alexandra Jóhannsdóttir sem kom honum yfir línuna. Lokatölur 2-0 og vonir Selfyssinga á því að verða Íslandsmeistarar hafa dvínað töluvert. Klippa: Selfoss 0-2 Breiðablik „Mér fannst við lélegar fyrstu þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik, lendum 1-0 undir, en stjórnum svo fyrri hálfleiknum og nánast öllum leiknum, en við töpuðum,“ sagði Alfreð Elías eftir leik í gær. „Við verðum bara að skapa meira fyrir framan markið, það vantaði svolítið upp á það hjá okkur. Ég get ekkert sett út á vinnuframlag leikmanna, þær lögðu sig allar 100% fram en núll stig,“ bætti Alfreð við. Eftir að hafa skorað tvívegis gegn Val í Meistarakeppni KSÍ þá hefur liðið nú leikið 180 mínútur án þess að skora. Ekkert lið tapað þremur leikjum og unnið Íslandsmeistaratitilinn Á þessari öld hefur ekkert lið orðið Íslandsmeistari eftir að hafa tapað meira en tveimur leikjum. Þá tapaði Breiðablik aðeins einum leik sumarið 2016 en lenti samt í öðru sæti deildarinnar. Aðeins fimm sinnum á síðustu tuttugu árum hefur lið orðið Íslandsmeistari eftir að hafa tapað tveimur leikjum en aldrei eftir að hafa tapað þremur. Það er því ljóst að ef Selfyssingar ætla að standa við stóru orðin má liðið ekki tapa öðrum leik það sem eftir lifir sumars. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Alfreð: Við þurfum bara að vera aðeins graðari „Mér fannst við lélegar fyrstu þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik, lendum 1-0 undir, en stjórnum svo fyrri hálfleiknum og nánast öllum leiknum, en við töpuðum,“ sagði Alfreð Elías, þjálfari Selfoss eftir tapið í kvöld. 18. júní 2020 22:45 Sjáðu mörkin úr leik Selfoss og Breiðabliks Mörk úr leik Selfoss og Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna. 18. júní 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikasigur í kaflaskiptum leik Breiðablik sigraði Selfoss með tveimur mörkum gegn engu í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 18. júní 2020 22:10 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Breiðablik heimsótti Selfoss í Pepsi deild kvenna í fótbolta í gærkvöld. Selfoss eru ríkjandi bikarmeistarar ásamt því að hafa unnið Meistarakeppni KSÍ á dögunum og stefna á Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Sjá einnig: „Ég veit að við verðum í toppbaráttunni“ Breiðablik – sem hefur verið í efstu tveimur sætum deildarinnar frá 2014 – stefnir einnig á þann stóra og því var ljóst að það var mikið undir strax í stórleik 2. umferðar Pepsi Max deildarinnar. Selfoss tapaði 0-1 fyrir Fylki í Árbænum í 1. umferð á meðan Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á FH á Kópavogsvelli og því máttu heimastúlkur ekki misstíga sig í leiknum í gær. Það tók gestina úr Kópavogi aðeins þrjár mínútur að koma boltanum í netið en það gerði Agla María Albertsdóttir eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur. Eftir það var leikurinn í járnum eða allt þangað til Blikar fengu aftur innkast ofarlega á vellinum þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. Aftur grýtti Sveindís Jane boltanum inn á teig og að þessu sinni var það Alexandra Jóhannsdóttir sem kom honum yfir línuna. Lokatölur 2-0 og vonir Selfyssinga á því að verða Íslandsmeistarar hafa dvínað töluvert. Klippa: Selfoss 0-2 Breiðablik „Mér fannst við lélegar fyrstu þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik, lendum 1-0 undir, en stjórnum svo fyrri hálfleiknum og nánast öllum leiknum, en við töpuðum,“ sagði Alfreð Elías eftir leik í gær. „Við verðum bara að skapa meira fyrir framan markið, það vantaði svolítið upp á það hjá okkur. Ég get ekkert sett út á vinnuframlag leikmanna, þær lögðu sig allar 100% fram en núll stig,“ bætti Alfreð við. Eftir að hafa skorað tvívegis gegn Val í Meistarakeppni KSÍ þá hefur liðið nú leikið 180 mínútur án þess að skora. Ekkert lið tapað þremur leikjum og unnið Íslandsmeistaratitilinn Á þessari öld hefur ekkert lið orðið Íslandsmeistari eftir að hafa tapað meira en tveimur leikjum. Þá tapaði Breiðablik aðeins einum leik sumarið 2016 en lenti samt í öðru sæti deildarinnar. Aðeins fimm sinnum á síðustu tuttugu árum hefur lið orðið Íslandsmeistari eftir að hafa tapað tveimur leikjum en aldrei eftir að hafa tapað þremur. Það er því ljóst að ef Selfyssingar ætla að standa við stóru orðin má liðið ekki tapa öðrum leik það sem eftir lifir sumars.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Alfreð: Við þurfum bara að vera aðeins graðari „Mér fannst við lélegar fyrstu þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik, lendum 1-0 undir, en stjórnum svo fyrri hálfleiknum og nánast öllum leiknum, en við töpuðum,“ sagði Alfreð Elías, þjálfari Selfoss eftir tapið í kvöld. 18. júní 2020 22:45 Sjáðu mörkin úr leik Selfoss og Breiðabliks Mörk úr leik Selfoss og Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna. 18. júní 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikasigur í kaflaskiptum leik Breiðablik sigraði Selfoss með tveimur mörkum gegn engu í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 18. júní 2020 22:10 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Alfreð: Við þurfum bara að vera aðeins graðari „Mér fannst við lélegar fyrstu þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik, lendum 1-0 undir, en stjórnum svo fyrri hálfleiknum og nánast öllum leiknum, en við töpuðum,“ sagði Alfreð Elías, þjálfari Selfoss eftir tapið í kvöld. 18. júní 2020 22:45
Sjáðu mörkin úr leik Selfoss og Breiðabliks Mörk úr leik Selfoss og Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna. 18. júní 2020 21:56
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikasigur í kaflaskiptum leik Breiðablik sigraði Selfoss með tveimur mörkum gegn engu í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 18. júní 2020 22:10
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn