Stefnt að því að niðurgreiðsla innanlandsflugs hefjist í haust Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2020 10:00 Frá Akureyrarflugvelli. Farþegar ganga frá borði úr vél Air Iceland Connect. Stöð 2/Skjáskot. Samgönguráðherra segir stefnt að því að niðurgreiðslur innanlandsflugs til íbúa landsbyggðarinnar, samkvæmt skosku leiðinni svokölluðu, hefjist í haustbyrjun. Miðað verður við að hver íbúi fái fjörutíu prósenta styrk fyrir allt að tveimur ferðum fram til áramóta. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Farþegarnir kvarta undan háum fargjöldum og ráðamenn flugfélaganna undan taprekstri. Niðurstaða stjórnvalda er að fara skosku leiðina. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Við myndum byrja vonandi í haust. Það er enn unnið samkvæmt því að annaðhvort 1. september eða 1. október þá hefjist þetta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Niðurgreiðslurnar munu ná til þeirra sem búa í minnst 270 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík og í eyjum án vegasambands og er miðað allt að fjörutíu prósenta styrk fyrir ákveðnum fjölda ferða á ári. „Með stuðningi við tvo leggi á þessu ári og síðan þá meira á næsta ári þar sem þá væri heilt ár undir. Og síðan eftir atvikum, hvernig þetta gengur, þá sjáum við fyrir okkur, alveg eins og fyrirmyndin skoska, í Skotlandi, að geta þá jafnvel eflt þetta enn frekar ef að eftirspurn verður,“ segir ráðherrann. Frá Hornafjarðarflugvelli. Farþegar ganga um borð í vél Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Niðurgreiðslurnar þykja sanngirnismál þar sem innanlandsflugið hefur lengi þurft að keppa við niðurgreiddar ferjusiglingar og niðurgreiddar strætóferðir. Þá er margvísleg þjónusta ríkisins eingöngu í boði á höfuðborgarsvæðinu. „Og auðvitað að ýta undir meira jafnræði fyrir íbúana, sem þurfa oft að sækja þjónustu hingað. En einnig eru við auðvitað að horfa á vonandi í vaxandi mæli á störf án staðsetningar og meira á ferðalög fólk. Og þá er mjög gott að efla innanlandsflugið því það er mjög umhverfisvænn samgöngumáti,“ segir Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Samgöngur Byggðamál Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02 Byggt við flugstöðina á Akureyri og flughlað stækkað Aðgerðahópur samgönguráðherra telur nauðsynlegt að byggja við flugstöðina á Akureyrarflugvelli til að geta veitt viðunandi þjónustu samtímis fyrir millilanda- og innanlandsflug. 31. mars 2020 08:06 Farþegar um innanlandsflugvelli ekki verið færri í minnst átta ár Síðasta áratug hefur farþegum í innanlandsflugi fækkað um fimmtung og hafa stjórnvöld boðað aðgerðaráætlun sem er ætlað að styrkja grundvöll þess. 26. janúar 2020 12:15 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Samgönguráðherra segir stefnt að því að niðurgreiðslur innanlandsflugs til íbúa landsbyggðarinnar, samkvæmt skosku leiðinni svokölluðu, hefjist í haustbyrjun. Miðað verður við að hver íbúi fái fjörutíu prósenta styrk fyrir allt að tveimur ferðum fram til áramóta. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Farþegarnir kvarta undan háum fargjöldum og ráðamenn flugfélaganna undan taprekstri. Niðurstaða stjórnvalda er að fara skosku leiðina. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Við myndum byrja vonandi í haust. Það er enn unnið samkvæmt því að annaðhvort 1. september eða 1. október þá hefjist þetta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Niðurgreiðslurnar munu ná til þeirra sem búa í minnst 270 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík og í eyjum án vegasambands og er miðað allt að fjörutíu prósenta styrk fyrir ákveðnum fjölda ferða á ári. „Með stuðningi við tvo leggi á þessu ári og síðan þá meira á næsta ári þar sem þá væri heilt ár undir. Og síðan eftir atvikum, hvernig þetta gengur, þá sjáum við fyrir okkur, alveg eins og fyrirmyndin skoska, í Skotlandi, að geta þá jafnvel eflt þetta enn frekar ef að eftirspurn verður,“ segir ráðherrann. Frá Hornafjarðarflugvelli. Farþegar ganga um borð í vél Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Niðurgreiðslurnar þykja sanngirnismál þar sem innanlandsflugið hefur lengi þurft að keppa við niðurgreiddar ferjusiglingar og niðurgreiddar strætóferðir. Þá er margvísleg þjónusta ríkisins eingöngu í boði á höfuðborgarsvæðinu. „Og auðvitað að ýta undir meira jafnræði fyrir íbúana, sem þurfa oft að sækja þjónustu hingað. En einnig eru við auðvitað að horfa á vonandi í vaxandi mæli á störf án staðsetningar og meira á ferðalög fólk. Og þá er mjög gott að efla innanlandsflugið því það er mjög umhverfisvænn samgöngumáti,“ segir Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Samgöngur Byggðamál Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02 Byggt við flugstöðina á Akureyri og flughlað stækkað Aðgerðahópur samgönguráðherra telur nauðsynlegt að byggja við flugstöðina á Akureyrarflugvelli til að geta veitt viðunandi þjónustu samtímis fyrir millilanda- og innanlandsflug. 31. mars 2020 08:06 Farþegar um innanlandsflugvelli ekki verið færri í minnst átta ár Síðasta áratug hefur farþegum í innanlandsflugi fækkað um fimmtung og hafa stjórnvöld boðað aðgerðaráætlun sem er ætlað að styrkja grundvöll þess. 26. janúar 2020 12:15 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02
Byggt við flugstöðina á Akureyri og flughlað stækkað Aðgerðahópur samgönguráðherra telur nauðsynlegt að byggja við flugstöðina á Akureyrarflugvelli til að geta veitt viðunandi þjónustu samtímis fyrir millilanda- og innanlandsflug. 31. mars 2020 08:06
Farþegar um innanlandsflugvelli ekki verið færri í minnst átta ár Síðasta áratug hefur farþegum í innanlandsflugi fækkað um fimmtung og hafa stjórnvöld boðað aðgerðaráætlun sem er ætlað að styrkja grundvöll þess. 26. janúar 2020 12:15