Gleðilega hátíð! Sóley Tómasdóttir skrifar 19. júní 2020 11:00 Á Íslandi er því fagnað í dag að 105 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Í Bandaríkjunum er dagurinn táknrænn fyrir afnám þrælahalds fyrir 155 árum. 19. júní er kvenréttindadagurinn á Íslandi og Juneteenth í Bandaríkjunum. Það er hrein tilviljun að þessi dagur marki þessi tvenn tímamót en umhugsunarvert engu að síður. Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að sem hvít kona mun ég aldrei skilja veruleika svarts fólks til fullnustu. Ég geri mér grein fyrir að það er ekki hægt að leggja þrælahald og kosningarétt að jöfnu og það er ekki markmiðið með þessum pistli, heldur hitt, að beina athyglinni að lagskiptu valdakerfi heimsins þar sem forréttindahópar skilgreina og skammta frelsi og réttindi. Þrælahaldið var ekki afnumið á einum degi og þessi eini dagur var ekki endapunktur baráttunnar. Svart fólk hefur háð blóðuga baráttu þar sem fjöldi fólks hefur fórnað lífi sínu fyrir málstaðinn í árhundruð og enn er langt í land að það geti notið sjálfsagðs öryggis, réttinda og tækifæra í heiminum. Kosningarétturinn kom ekki heldur á einum degi. Konur öðluðust hann í skrefum eftir áralanga baráttu og kvenfrelsisbaráttan var engan veginn í höfn að honum loknum. Enn er langt í land að konur geti notið sjálfsagðs öryggis, réttinda og tækifæra í heiminium. Þessi dagur á þó fyrst og fremst eitt sameiginlegt í löndunum tveimur. Hann er sögulegur fyrir þær sakir að hvítir karlar afsöluðu sér broti af forréttindum sínum í þessum tveimur löndum. Hvítir karlar sem sátu aleinir og óskoraðir á valdastólum. Arfleifð hvítra karla er arfleifð kúgunar þó sögubækur geri henni ekkert sérstaklega góð skil. Hvítir karlar voru herrar og eigendur annars fólks og enn eimir eftir af þeirri arfleifð um heim allan. Black lives matter hreyfingin stendur nú fyrir löngu tímabærri vitundarvakningu um aldagamalt valdakerfi sem hyglir hvítu fólki á kostnað svarts fólks með beinni og óbeinni mismunun af völdum innbyggðra fordóma og stofnanabundins rasisma. Femínistahreyfingin hefur sömuleiðis staðið fyrir mikilvægri vitundarvakningu um aldagamalt valdakerfi sem hyglir hvítum körlum á kostnað kvenna og fólks sem er jaðarsett af öðrum ástæðum með beinni og óbeinni mismunun af völdum fordóma og stofnanabundinnar karlrembu. Ég vil því enda þennan pistil á að hvetja okkur öll, þó sér í lagi hvíta karla, til að horfa innávið og tileinka sér kröfur Black lives matter hreyfingarinnar. Hlustum, lærum og reynum að skilja hvernig við getum nýtt forréttindi okkar og samfélagslega stöðu til að stuðla að sanngjarnara samfélagi þar sem við getum öll verið óhult, þar sem við njótum öll sjálfsagðra réttinda og þar sem við höfum öll tækifæri til þátttöku og framlags á eigin forsendum. Þannig heiðrum við framlag formæðra okkar og -feðra sem vörðuðu veginn að þeim mannréttindum sem við fögnum í dag. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er því fagnað í dag að 105 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Í Bandaríkjunum er dagurinn táknrænn fyrir afnám þrælahalds fyrir 155 árum. 19. júní er kvenréttindadagurinn á Íslandi og Juneteenth í Bandaríkjunum. Það er hrein tilviljun að þessi dagur marki þessi tvenn tímamót en umhugsunarvert engu að síður. Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að sem hvít kona mun ég aldrei skilja veruleika svarts fólks til fullnustu. Ég geri mér grein fyrir að það er ekki hægt að leggja þrælahald og kosningarétt að jöfnu og það er ekki markmiðið með þessum pistli, heldur hitt, að beina athyglinni að lagskiptu valdakerfi heimsins þar sem forréttindahópar skilgreina og skammta frelsi og réttindi. Þrælahaldið var ekki afnumið á einum degi og þessi eini dagur var ekki endapunktur baráttunnar. Svart fólk hefur háð blóðuga baráttu þar sem fjöldi fólks hefur fórnað lífi sínu fyrir málstaðinn í árhundruð og enn er langt í land að það geti notið sjálfsagðs öryggis, réttinda og tækifæra í heiminum. Kosningarétturinn kom ekki heldur á einum degi. Konur öðluðust hann í skrefum eftir áralanga baráttu og kvenfrelsisbaráttan var engan veginn í höfn að honum loknum. Enn er langt í land að konur geti notið sjálfsagðs öryggis, réttinda og tækifæra í heiminium. Þessi dagur á þó fyrst og fremst eitt sameiginlegt í löndunum tveimur. Hann er sögulegur fyrir þær sakir að hvítir karlar afsöluðu sér broti af forréttindum sínum í þessum tveimur löndum. Hvítir karlar sem sátu aleinir og óskoraðir á valdastólum. Arfleifð hvítra karla er arfleifð kúgunar þó sögubækur geri henni ekkert sérstaklega góð skil. Hvítir karlar voru herrar og eigendur annars fólks og enn eimir eftir af þeirri arfleifð um heim allan. Black lives matter hreyfingin stendur nú fyrir löngu tímabærri vitundarvakningu um aldagamalt valdakerfi sem hyglir hvítu fólki á kostnað svarts fólks með beinni og óbeinni mismunun af völdum innbyggðra fordóma og stofnanabundins rasisma. Femínistahreyfingin hefur sömuleiðis staðið fyrir mikilvægri vitundarvakningu um aldagamalt valdakerfi sem hyglir hvítum körlum á kostnað kvenna og fólks sem er jaðarsett af öðrum ástæðum með beinni og óbeinni mismunun af völdum fordóma og stofnanabundinnar karlrembu. Ég vil því enda þennan pistil á að hvetja okkur öll, þó sér í lagi hvíta karla, til að horfa innávið og tileinka sér kröfur Black lives matter hreyfingarinnar. Hlustum, lærum og reynum að skilja hvernig við getum nýtt forréttindi okkar og samfélagslega stöðu til að stuðla að sanngjarnara samfélagi þar sem við getum öll verið óhult, þar sem við njótum öll sjálfsagðra réttinda og þar sem við höfum öll tækifæri til þátttöku og framlags á eigin forsendum. Þannig heiðrum við framlag formæðra okkar og -feðra sem vörðuðu veginn að þeim mannréttindum sem við fögnum í dag. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun