Þú getur leyft þér það Rannveig Borg skrifar 21. júní 2020 15:00 Sagði ein vinkona mín við mig um daginn. Umræðan er tabú en þú ert í þeirri stöðu að geta leyft þér að skrifa um þetta málefni. Þess vegna skrifa ég þessa grein. Í dag getum við tekist á málefnalega um flest mál. Viðhorf okkar og opinber umræða geta þó breyst á skömmum tíma. Stundum hreinlega yfir nóttu. Metoo# byltingin er gott dæmi, hrottaleg aftaka George Floyd annað þá átti Gréta Thunberg stóran þátt í að koma hnattrænni hlýnun og grænmetisfæði á kortið. Þetta allt má ræða. Þá að bleika fílnum. Af hverju má ekki ræða bleika fílinn eða skaðsemi hans? Fólk gæti haldið að þú ættir við vandamál að stríða, værir í leynifélaginu, eða hreinlega orðin leiðinleg. Fólk sem drekkur ekki er boring manstu hvernig var talað um stúkufólkið eða bindindismenn? Best að mæta í boð en fara vel með að þú drekkir ekki. Þykjast drekka og vera eins og aðrir vera eins og hinir. Koma fyrst, fara síðast og dansa mest. Ein ástæðan er væntanlega sú að hann hefur verið hluti af menningu okkar í hundruði ára. Vegna þess finnst okkur hann jafn sjálfsagður ef ekki sjálfsagðari en einkabíllinn. - Jón er ekki byrjaður að keyra. Jón er ekki byrjaður að drekka. Jón er ekki orðinn fullorðinn. - Vissulega finnst okkur að okkur vegið þegar notkun einkabílsins er gagnrýnd. Við gætum ekki hugsað okkur lífið án hans. Ekki frekar en bleika fílsins. Og alls ekki bleika fílsins. Mig langar að sjá viðhorfsbreytingu. Við verðum meðvituð um að hann er það ávanabindandi að allir geta orðið háðir honum. Ekki einungis þeir sem eru í leynifélaginu. Við erum öll í sama bátnum. Að við gerum okkur grein fyrir að hann er krabbameinsvaldandi – já líka í hófi. Árið 2016 létust um 400 000 einstaklingar úr krabbameini af hans völdum. Krabbameinsáhættan eykst í hlutfalli við neyslu – til dæmis sýna rannsóknir að líkurnar á brjóstakrabbameini hjá konum aukast um ca 10% með hverjum 10 gr - eða einum drykk - á dag. Hann er ennfremur þunglyndisvaldandi (e. Depressant) og kvíðavekjandi. Hann er ekkert betri en önnur eiturlyf þó löglegur sé. Þvert á móti, rannsóknir sýna að þegar neikvæð áhrif á aðra auk beinna áhrifa á einstaklinginn eru mæld þá er hann jafnvel hættulegasta eiturlyfið vegna þess hversu almenn neysla hans er. Við þurfum að hætta að hlífa honum við gagnrýnni umræðu. Hann á ekkert inni hjá okkur. WHO talar um skaðlega notkun hans sem eitt helsta heilsufarsvandamálið í heiminum. Öll þekkjum við dæmi um vini og vandamenn sem hafa háð mjög erfiða báráttu sem fyrir hluta notenda endar illa. Í dag bíða mörg hundruð manns eftir plássi á Vogi. Og það eru einungis þeir sem eru tilbúnir að takast á við vandann. Sennilegt er að það sé einungis toppurinn á ísjakanum. Miklu máli skiptir að vera meðvituð um áhætturnar af hans völdum fyrir okkur sjálf og börnin okkar. Flest viljum við jú vera fyrirmynd komandi kynslóða. Ljóst er að almenningur er ekki að fara að hætta að neyta vímugjafa. Það væri hin fullkomna útopía að halda öðru fram. Aftur á móti finnst mér óviðeigandi að við upphefjum, banaliserum og forðumst gagnrýna umræðu um einn þeirra. Þann eina sem við þurfum að afsaka af hverju við notum ekki. Bleika fílinn. Heilaga gleðidrykkinn. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, áhugamanneskja um heilbrigt líferni og hefur tekið kúrsa í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College London. Heimildir 1. https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/312318/WHO-MSD-MSB-18.2-eng.pdf?sequence=1&isAllowed=y 2. https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(10)61462-6/fulltext 3. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4299758/ 4. https://www.cancer-environnement.fr/262-Volume-100E--Tabac,-noix-darec,-alcool,-fumee-de-charbon-et-poisson-sale.ce.aspx?fbclid=IwAR006NHykLKeKoBY2t9yuQ-Jf0yoD9-j_yTxJ6edHfTMXxjJvs5eCYu4WFw 5. https://www.visir.is/g/20201978079d?fbclid=IwAR0V-f3S8bFXIzFVaQG1tj86bWwjlbSgdmTt17qK7H3lJkQ-LoUTwnFxFjE Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Fíkn Rannveig Borg Sigurðardóttir Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sagði ein vinkona mín við mig um daginn. Umræðan er tabú en þú ert í þeirri stöðu að geta leyft þér að skrifa um þetta málefni. Þess vegna skrifa ég þessa grein. Í dag getum við tekist á málefnalega um flest mál. Viðhorf okkar og opinber umræða geta þó breyst á skömmum tíma. Stundum hreinlega yfir nóttu. Metoo# byltingin er gott dæmi, hrottaleg aftaka George Floyd annað þá átti Gréta Thunberg stóran þátt í að koma hnattrænni hlýnun og grænmetisfæði á kortið. Þetta allt má ræða. Þá að bleika fílnum. Af hverju má ekki ræða bleika fílinn eða skaðsemi hans? Fólk gæti haldið að þú ættir við vandamál að stríða, værir í leynifélaginu, eða hreinlega orðin leiðinleg. Fólk sem drekkur ekki er boring manstu hvernig var talað um stúkufólkið eða bindindismenn? Best að mæta í boð en fara vel með að þú drekkir ekki. Þykjast drekka og vera eins og aðrir vera eins og hinir. Koma fyrst, fara síðast og dansa mest. Ein ástæðan er væntanlega sú að hann hefur verið hluti af menningu okkar í hundruði ára. Vegna þess finnst okkur hann jafn sjálfsagður ef ekki sjálfsagðari en einkabíllinn. - Jón er ekki byrjaður að keyra. Jón er ekki byrjaður að drekka. Jón er ekki orðinn fullorðinn. - Vissulega finnst okkur að okkur vegið þegar notkun einkabílsins er gagnrýnd. Við gætum ekki hugsað okkur lífið án hans. Ekki frekar en bleika fílsins. Og alls ekki bleika fílsins. Mig langar að sjá viðhorfsbreytingu. Við verðum meðvituð um að hann er það ávanabindandi að allir geta orðið háðir honum. Ekki einungis þeir sem eru í leynifélaginu. Við erum öll í sama bátnum. Að við gerum okkur grein fyrir að hann er krabbameinsvaldandi – já líka í hófi. Árið 2016 létust um 400 000 einstaklingar úr krabbameini af hans völdum. Krabbameinsáhættan eykst í hlutfalli við neyslu – til dæmis sýna rannsóknir að líkurnar á brjóstakrabbameini hjá konum aukast um ca 10% með hverjum 10 gr - eða einum drykk - á dag. Hann er ennfremur þunglyndisvaldandi (e. Depressant) og kvíðavekjandi. Hann er ekkert betri en önnur eiturlyf þó löglegur sé. Þvert á móti, rannsóknir sýna að þegar neikvæð áhrif á aðra auk beinna áhrifa á einstaklinginn eru mæld þá er hann jafnvel hættulegasta eiturlyfið vegna þess hversu almenn neysla hans er. Við þurfum að hætta að hlífa honum við gagnrýnni umræðu. Hann á ekkert inni hjá okkur. WHO talar um skaðlega notkun hans sem eitt helsta heilsufarsvandamálið í heiminum. Öll þekkjum við dæmi um vini og vandamenn sem hafa háð mjög erfiða báráttu sem fyrir hluta notenda endar illa. Í dag bíða mörg hundruð manns eftir plássi á Vogi. Og það eru einungis þeir sem eru tilbúnir að takast á við vandann. Sennilegt er að það sé einungis toppurinn á ísjakanum. Miklu máli skiptir að vera meðvituð um áhætturnar af hans völdum fyrir okkur sjálf og börnin okkar. Flest viljum við jú vera fyrirmynd komandi kynslóða. Ljóst er að almenningur er ekki að fara að hætta að neyta vímugjafa. Það væri hin fullkomna útopía að halda öðru fram. Aftur á móti finnst mér óviðeigandi að við upphefjum, banaliserum og forðumst gagnrýna umræðu um einn þeirra. Þann eina sem við þurfum að afsaka af hverju við notum ekki. Bleika fílinn. Heilaga gleðidrykkinn. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, áhugamanneskja um heilbrigt líferni og hefur tekið kúrsa í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College London. Heimildir 1. https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/312318/WHO-MSD-MSB-18.2-eng.pdf?sequence=1&isAllowed=y 2. https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(10)61462-6/fulltext 3. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4299758/ 4. https://www.cancer-environnement.fr/262-Volume-100E--Tabac,-noix-darec,-alcool,-fumee-de-charbon-et-poisson-sale.ce.aspx?fbclid=IwAR006NHykLKeKoBY2t9yuQ-Jf0yoD9-j_yTxJ6edHfTMXxjJvs5eCYu4WFw 5. https://www.visir.is/g/20201978079d?fbclid=IwAR0V-f3S8bFXIzFVaQG1tj86bWwjlbSgdmTt17qK7H3lJkQ-LoUTwnFxFjE
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun