Knattspyrnan á sviðið á sportrásum Stöðvar 2 í dag þar sem ítalski boltinn verður í fyrirrúmi auk þess sem Guðmundur Benediktsson og félagar gera upp 2.umferð Pepsi Max deildar karla.
Á Stöð 2 Sport 2 verður ítalskur tvíhöfði sem hefst á leik Lecce og AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni en strax í kjölfarið verður bein útsending frá leik Bologna og Juventus.
Pepsi Max stúkan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 21:15 þar sem Gummi Ben gerir upp viðburðaríka 2.umferð Pepsi Max deildarinnar.