Jarðskjálftinn sem reið yfir norðurland klukkan 18:20 var ekki lengi stærsti skjálfti dagsins því jarðskjálfti af stærðinni 5,7 skók jörð skömmu eftir klukkan 19 í kvöld.
Samkvæmt vef Veðurstofunnar fannst jörð skjálfa klukkan 19:07 en upptök skjálftans voru 33,8km NNA af Siglufirði á 5,8 kílómetra dýpi.
Um er að ræða stærsta skjálftann í skjálftahrinunni sem hófst fyrir tveimur sólarhringum síðan. Áður hafa skjálftar af stærðunum 5,2 og 5,6 mælst á svæðinu.
Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirknina í samtali við Vísi í gærkvöldi.
„Þetta er kviðukennt, einmitt þegar maður heldur að þetta sé að verða búið, þá gerist eitthvað meira.“
https://www.visir.is/g/20201983018d/skjalftahrinan-gaeti-stadid-yfir-i-nokkra-daga
Náðir þú skjálftanum á myndband? Fréttastofa óskar eftir myndum eða myndböndum frá norðurlandi. Hægt er að senda myndbönd á netfangið ritstjorn@visir.is