Fjögur ár síðan að Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á EM og Gummi Ben missti sig algjörlega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2020 11:00 Arnór Ingvi Traustason skorar sigurmarkið og fagnar svo með Birki Bjarnasyni. Getty/Shaun Botterill 22. júní er stór dagur í knattspyrnusögu Íslendinga því þar var á þessum degi fyrir fjórum árum sem íslenska landsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum á EM. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sló í gegn á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 sem var jafnframt fyrsta stórmót karlaliðsins frá upphafi. Íslenska liðið komst upp úr riðlinum og sló síðan Englendinga út úr sextán liða úrslitunum með eftirminnilegum hætti. Til þess að komast upp úr riðlinum þá þurftu íslensku strákarnir að ná hagstæðum úrslitum út úr lokaleik riðilsins sem var á móti Austurríki. Jafntefli hefði dugað íslenska liðinu til að komast áfram en liðið hefði þá mætt Króatíu í sextán liða úrslitunum. Íslensku strákarnir voru á öðru máli og lokin á leiknum voru afar eftirminnileg. UEFA rifjaði upp sigurmarkið í leiknum sem Arnór Ingvi Traustason skoraði í uppbótatíma eins og sjá má hér fyrir neðan. Arnor Ingvi Traustason's 94th-minute goal in Iceland's 2-1 win over Austria set up a meeting with England in the last 16 at EURO 2016!#OTD @footballiceland pic.twitter.com/JkiC98yzoB— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 22, 2020 Austurríkismenn voru þarna í stórsókn því ekkert nema sigur dugði þeim til að komast upp úr riðlinum. Íslensku strákarnir náðu hins vegar frábærri skyndisókn þar sem Theódór Elmar Bjarnason komst upp allan völlinn og gaf hann fyrir á Arnór Ingva sem tryggði Íslandi 2-1 sigur. Þetta sigurmark þýddi að íslenska liðið endaði í öðru sæti í riðlinum og fékk leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Íslenska þjóðin fagnaði því ekki aðeins sigrinum í leikslok heldur einnig því að fá að mæta Englendingum í fyrsta sinn í keppnisleik. watch on YouTube Guðmundur Benediktsson lýsti leiknum heim til Íslands og lýsing hans vakti heimsathygli. Gummi Ben missti sig algjörlega þegar Arnór Ingvi skoraði og lýsing hans fór mjög víða. Þar á meðal í bandaríska skemmtiþætti eins og hjá Stephen Colbert eins og sjá má hér fyrir ofan. Farið var vel yfir leikinn í Sportpakkanum á Stöð 2 að kvöldi leikdags. Hægt er að horfa á það í spilaranum hér fyrir neðan. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
22. júní er stór dagur í knattspyrnusögu Íslendinga því þar var á þessum degi fyrir fjórum árum sem íslenska landsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum á EM. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sló í gegn á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 sem var jafnframt fyrsta stórmót karlaliðsins frá upphafi. Íslenska liðið komst upp úr riðlinum og sló síðan Englendinga út úr sextán liða úrslitunum með eftirminnilegum hætti. Til þess að komast upp úr riðlinum þá þurftu íslensku strákarnir að ná hagstæðum úrslitum út úr lokaleik riðilsins sem var á móti Austurríki. Jafntefli hefði dugað íslenska liðinu til að komast áfram en liðið hefði þá mætt Króatíu í sextán liða úrslitunum. Íslensku strákarnir voru á öðru máli og lokin á leiknum voru afar eftirminnileg. UEFA rifjaði upp sigurmarkið í leiknum sem Arnór Ingvi Traustason skoraði í uppbótatíma eins og sjá má hér fyrir neðan. Arnor Ingvi Traustason's 94th-minute goal in Iceland's 2-1 win over Austria set up a meeting with England in the last 16 at EURO 2016!#OTD @footballiceland pic.twitter.com/JkiC98yzoB— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 22, 2020 Austurríkismenn voru þarna í stórsókn því ekkert nema sigur dugði þeim til að komast upp úr riðlinum. Íslensku strákarnir náðu hins vegar frábærri skyndisókn þar sem Theódór Elmar Bjarnason komst upp allan völlinn og gaf hann fyrir á Arnór Ingva sem tryggði Íslandi 2-1 sigur. Þetta sigurmark þýddi að íslenska liðið endaði í öðru sæti í riðlinum og fékk leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Íslenska þjóðin fagnaði því ekki aðeins sigrinum í leikslok heldur einnig því að fá að mæta Englendingum í fyrsta sinn í keppnisleik. watch on YouTube Guðmundur Benediktsson lýsti leiknum heim til Íslands og lýsing hans vakti heimsathygli. Gummi Ben missti sig algjörlega þegar Arnór Ingvi skoraði og lýsing hans fór mjög víða. Þar á meðal í bandaríska skemmtiþætti eins og hjá Stephen Colbert eins og sjá má hér fyrir ofan. Farið var vel yfir leikinn í Sportpakkanum á Stöð 2 að kvöldi leikdags. Hægt er að horfa á það í spilaranum hér fyrir neðan.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn