Ron­aldo á skotskónum er Juventus jók for­ystuna á toppnum

Sindri Sverrisson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu í kvöld.
Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty

Juventus náði að koma sér lengra frá Lazio í ítölsku toppbaráttunni en meistararnir unnu 2-0 sigur á Bologna í kvöld.

Eftir hornspyrnu fengu gestirnir vítaspyrnu á 22. mínútu. Dómarinn skoðaði það í VARsjánni og mat það þannig að Matthijs de Ligt var dæmdur brotlegur. Cristiano Ronaldo steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Fyrsta mark Ronaldo eftir kórónuveiruhléið.

Tæpum stundarfjórðungi síðar tvöfaldaði Paulo Dybala forystuna. Frábær hælsending frá Federico Bernardeschi splundraði vörn Bologna og Argentínumaðurinn skoraði með góðu skoti.

Juventus er fjórum stigum á undan Lazio sem á þó leik til góða. Þeir spila við Atalanta á fimmtudagskvöldið en Bologna er í 10. sætinu. Andri Fannar Baldursson var ónotaður varamaður hjá Bologna.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira