Heimsþekktir hönnuðir á verðlaunasýningu á HönnunarMars Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. júní 2020 16:30 Tolerance Project listamannsins Mirko Ilic verður sýnt á HönnunarMars í ár. Aðsend mynd Félag íslenskra teiknara verður með tvær alþjóðlegar verðlaunasýningar á Hafnartorgi í tilefni af HönnunarMars 2020, sem fer fram dagana 24. til 28. júní. Um er að ræða farandsýningu Art Directors Club of Europe þar sem verðlaunuð verk víðsvegar að úr Evrópu verða til sýnis og Tolerance Project listamannsins Mirko Ilic. Listrænn stjórnandi sýninganna er Becky Forsythe. Tolerance sýningin fagnar og heiðrar upphafið að allri merkri orðræðu: umburðarlyndi en Mirko Ilić hefur fengið yfir 140 hönnuði til að túlka viðfangsefnið, hver á sinn hátt og fer verkefnið sífellt stækkandi. Meðal hönnuða sem taka þátt eru Milton Glaser, KarlssonWilker, Ed Fella, Jessica Hische, Max Kisman og Sigurður Oddsson. Sýningin hefur verið sett upp í yfir 67 skipti í 27 löndum. Ferðasýning Art Directors Club of Europe (ADC*E) sýnir verðlaunuð verk úr Evrópukeppni hönnuða en þátttökurétt í keppninni öðlast öll verðlaunuð verk frá hverju landi fyrir sig en Félag íslenskra teiknara (FÍT) er aðili að ADC*E og heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni. Ferðasýning Art Directors Club of EuropeAð 32 verkefni verða til sýnis en eitt af verðlaunuðum verkum er verkefnið Útmeða eftir Viktor Weisshappel sem var unnið með Tjarnargötunni fyrir Rauða kross Íslands og Geðhjálp. Útmeða - Rauði krossinnAðsend mynd Viktor var valinn bjartasta von Evrópu (e. Young Creative European of the year) en markmiðið verkefnisins var að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Kristín Eva Ólafsdóttir formaður FÍT og Viktor Weisshappel.Aðsend mynd Opnunarhófið fer fram miðvikudaginn 24. júní frá 17 til 19 og verða sýningarnar opnar frá 11-19 til og með 28. júní. Nánari upplýsingar má finna á viðburðinum á Facebook. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars. Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Íslenska ullin og hennar einstaka áferð með mikilvægt hlutverk í línu innblásinni af lóninu Bergþóra Guðnadóttir, hönnuður og eigandi Farmers Market, hannaði sérstaka línu í samstarfi við Bláa lónið sem kynnt verður á HönnunarMars. 22. júní 2020 14:00 Fann upp plöntur sem þarf ekki að vökva Listamaðurinn Halldór Eldjárn kynnir verk sín á HönnunarMars í næstu viku. Hann segir mikilvægt að halda líka utan um listamenn sem kjósa að fara ekki í hefðbundið listnám. 21. júní 2020 07:00 Tvíræður texti og grafísk tilvísun í hálendi Íslands 66°Norður sýnir á HönnunarMars í ár sérstaka húfu sem hönnuð var af Rögnu Ragnarsdóttur. Húfan nefnist einfaldlega Ragna rok. 20. júní 2020 07:00 „Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet“ Næsta stopp er gagnvirk sýning þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna eru gerð skil á áhugaverðan hátt. Sýningin er hluti af HönnunarMars hátíðinni í ár og stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 24.júní. 19. júní 2020 07:00 Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Félag íslenskra teiknara verður með tvær alþjóðlegar verðlaunasýningar á Hafnartorgi í tilefni af HönnunarMars 2020, sem fer fram dagana 24. til 28. júní. Um er að ræða farandsýningu Art Directors Club of Europe þar sem verðlaunuð verk víðsvegar að úr Evrópu verða til sýnis og Tolerance Project listamannsins Mirko Ilic. Listrænn stjórnandi sýninganna er Becky Forsythe. Tolerance sýningin fagnar og heiðrar upphafið að allri merkri orðræðu: umburðarlyndi en Mirko Ilić hefur fengið yfir 140 hönnuði til að túlka viðfangsefnið, hver á sinn hátt og fer verkefnið sífellt stækkandi. Meðal hönnuða sem taka þátt eru Milton Glaser, KarlssonWilker, Ed Fella, Jessica Hische, Max Kisman og Sigurður Oddsson. Sýningin hefur verið sett upp í yfir 67 skipti í 27 löndum. Ferðasýning Art Directors Club of Europe (ADC*E) sýnir verðlaunuð verk úr Evrópukeppni hönnuða en þátttökurétt í keppninni öðlast öll verðlaunuð verk frá hverju landi fyrir sig en Félag íslenskra teiknara (FÍT) er aðili að ADC*E og heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni. Ferðasýning Art Directors Club of EuropeAð 32 verkefni verða til sýnis en eitt af verðlaunuðum verkum er verkefnið Útmeða eftir Viktor Weisshappel sem var unnið með Tjarnargötunni fyrir Rauða kross Íslands og Geðhjálp. Útmeða - Rauði krossinnAðsend mynd Viktor var valinn bjartasta von Evrópu (e. Young Creative European of the year) en markmiðið verkefnisins var að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Kristín Eva Ólafsdóttir formaður FÍT og Viktor Weisshappel.Aðsend mynd Opnunarhófið fer fram miðvikudaginn 24. júní frá 17 til 19 og verða sýningarnar opnar frá 11-19 til og með 28. júní. Nánari upplýsingar má finna á viðburðinum á Facebook. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Íslenska ullin og hennar einstaka áferð með mikilvægt hlutverk í línu innblásinni af lóninu Bergþóra Guðnadóttir, hönnuður og eigandi Farmers Market, hannaði sérstaka línu í samstarfi við Bláa lónið sem kynnt verður á HönnunarMars. 22. júní 2020 14:00 Fann upp plöntur sem þarf ekki að vökva Listamaðurinn Halldór Eldjárn kynnir verk sín á HönnunarMars í næstu viku. Hann segir mikilvægt að halda líka utan um listamenn sem kjósa að fara ekki í hefðbundið listnám. 21. júní 2020 07:00 Tvíræður texti og grafísk tilvísun í hálendi Íslands 66°Norður sýnir á HönnunarMars í ár sérstaka húfu sem hönnuð var af Rögnu Ragnarsdóttur. Húfan nefnist einfaldlega Ragna rok. 20. júní 2020 07:00 „Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet“ Næsta stopp er gagnvirk sýning þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna eru gerð skil á áhugaverðan hátt. Sýningin er hluti af HönnunarMars hátíðinni í ár og stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 24.júní. 19. júní 2020 07:00 Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Íslenska ullin og hennar einstaka áferð með mikilvægt hlutverk í línu innblásinni af lóninu Bergþóra Guðnadóttir, hönnuður og eigandi Farmers Market, hannaði sérstaka línu í samstarfi við Bláa lónið sem kynnt verður á HönnunarMars. 22. júní 2020 14:00
Fann upp plöntur sem þarf ekki að vökva Listamaðurinn Halldór Eldjárn kynnir verk sín á HönnunarMars í næstu viku. Hann segir mikilvægt að halda líka utan um listamenn sem kjósa að fara ekki í hefðbundið listnám. 21. júní 2020 07:00
Tvíræður texti og grafísk tilvísun í hálendi Íslands 66°Norður sýnir á HönnunarMars í ár sérstaka húfu sem hönnuð var af Rögnu Ragnarsdóttur. Húfan nefnist einfaldlega Ragna rok. 20. júní 2020 07:00
„Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet“ Næsta stopp er gagnvirk sýning þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna eru gerð skil á áhugaverðan hátt. Sýningin er hluti af HönnunarMars hátíðinni í ár og stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 24.júní. 19. júní 2020 07:00