Dillon Hoogewerf er ekki þekktasta nafnið í boltanum og er líklega ekki vinsælasti maðurinn á Old Trafford en þessi sautján ára leikmaður unglingaliðs félagsins gerði ekki gott mót um helgina.
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, leit ekki vel út í fyrsta leik United eftir kórónuveiruna en hann virkaði þungur er Steven Berwijn kom Tottenham í 1-0 í leik liðanna á föstudaginn. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.
This is what Dillon Hoogewerf reshared onto his Instagram page.
— JoshGI (@JoshGI97) June 21, 2020
Stupid behaviour. #mufc pic.twitter.com/fYuGkwvxbU
Svokallað „meme“, örmyndband, var í dreifingu um helgina þar sem gert var grín að því hversu hægur Maguire hafi verið á þessu augnabliki og Dillon ákvað að setja það í „Instagram-story“ hjá sér við litla hrifningu forráðamenn og stuðningsmanna Man. United.
Félagið hefur ekki gefið neitt út varðandi málið og því er óvíst hvort að þetta muni hafa einhver áhrif á Dillon innan félagsins. Hann hefur verið í akademíunni og hefur enn ekki æft með Maguire og félögum í aðalliðinu.
United mætir næst Sheffield United á miðvikudagskvöldið.