Fótbolti

Birkir spilaði í tæpan klukkutíma og AC Milan í stuði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir Bjarnason í leik kvöldsins.
Birkir Bjarnason í leik kvöldsins. vísir/getty

Birkir Bjarnason spilaði í 55 mínútur er Brescia gerði 1-1 jafntefli við Fiorentina á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Alfredo Donnarumma kom Brescia yfir á 17. mínútu úr vítaspyrnu en German Pezzella jafnaði metin tólf mínútum síðar.

Brescia er í 20. sætinu með 17 stig en þeir eru átta stigum frá öruggu sæti er ellefu umferðir eru eftir.

AC Milan skellti Lecce 4-1. Samuel Castillejo kom Milan yfir en Marco Mancosu jafnaði í upphafi síðari hálfleiks. Giacomo Bonaventura, Ante Rebic og Rafael Leao skoruðu sitt hvort markið í síðari hálfleik og lokatölur 4-1.

AC Milan er í 7. sæti deildarinnar með 39 stig en Lecce er í 18. sætinu með 25 stig.

Villareal og Sevilla gerðu 2-2 jafntefli á Spáni. Tvívegis komust Villareal yfir með mörkum Paco Alcacer og Pau Torres en Sergio Escudero og Munir El Haddadi jöfnuðu í tvígang fyrir Sevilla.

Villareal er í 6. sætinu með 48 stig en Sevilla er í 3. sætinu með 53 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×