Segir alvarlegt að kjaradeila hjúkrunarfræðinga fari í gerðardóm Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2020 21:31 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Sigurjón Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist vilja að félagsmenn hennar kynni sér vel samning félagsins við ríkið og að þeir myndi sér skoðanir á honum áður en atkvæði verða greidd um hann. Hún segir alvarlegt að hluta kjaradeilunnar hafi verið vísað til gerðardóms. Samningurinn var kynntur fyrir félagsmönnum FÍH á fundi í dag. „Okkur náttúrulega finnst það bara grafalvarlegt mál. Að við skulum vera stödd þar, árið 2020, að launaliður svona stórrar kvennastéttar, skuli fara tvisvar sinnum í röð í gerðardóm. Þetta er náttúrulega bara rannsóknarefni og hér þarf að taka upp þessi mál og skoða þau af mikilli alvöru,“ segir Guðbjörg. Verkfalli hjúkrunarfræðinga, sem átti að hefjast í dag, var afstýrt seint í gærkvöldi með samkomulagi um breytt vinnufyrirkomulag og styttingu vinnuvikunnar. Þó náðist ekki samstaða um launaliðinn, en Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sagði í kjölfar fundar aðila að hann verði sendur til gerðardóms, sem hann kemur til með að skipa. Guðbjörg segir FÍH líta það alvarlegum augum. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.Vísir/Vilhelm Vill ekki spá í spilin Aðspurð segist Guðbjörg ekki vilja spá fyrir um hvort félagsmenn FÍH samþykki þann samning sem nú liggur fyrir, og var kynntur í dag. „Eftir 15 mánaða setu í samninganefndinni með einn samning felldan þá spái ég ekki, og hef reyndar ekki gert. Ég vil bara 100% þátttöku af hálfu hjúkrunarfræðinga og að fólk myndi sér skoðanir.“ Hún segir að í samkomulaginu felist stytting vinnuvikunnar, sambærileg þeirri sem aðrar stéttir sem átt hafa í kjaraviðræðum við ríkið hafa fengið. Breytingar er lúta að styttri vinnuviku og bættu starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga taki gildi á næsta ári. Guðbjörg segir þann hluta samningsins veigamikinn þátt í öðrum samningum sem ríkið hefur gert undanfarið. Eins sé farið í þessum samningi. „Þetta er einn stærsti áhersluþátturinn af hálfu ríkisins og við fögnum því, því þetta var mjög stórt atriði í okkar kröfugerð, það er stytting vinnuvikunnar. Hún skiptir máli,“ segir Guðbjörg. Verkfall ef tillagan verður felld Guðbjörg segir að fari svo að tillagan sem nú verður borin undir félagsmenn FÍH verði felld, stefni allt í verkfall hjúkrunarfræðinga. „Ef tillagan er felld, þá stöndum við í nákvæmlega sömu sporum og við stóðum í gær. Þá bara förum við í verkfallsaðgerðir og höldum áfram baráttunni þar sem frá var horfið.“ Þá segir Guðbjörg að félagið verði að taka þeirri niðurstöðu sem gerðardómur kemst að. „Það er enginn að ákveða að ætla að biðja gerðardóm að ákveða launin sín. En við erum tilbúin að taka þeirri niðurstöðu, því það er það djúpstæð gjá á milli okkar og ríkisins, að við munum aldrei ná saman.“ Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki verður af verkfalli hjúkrunarfræðinga Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt 21. júní 2020 23:26 Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. 22. júní 2020 00:39 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist vilja að félagsmenn hennar kynni sér vel samning félagsins við ríkið og að þeir myndi sér skoðanir á honum áður en atkvæði verða greidd um hann. Hún segir alvarlegt að hluta kjaradeilunnar hafi verið vísað til gerðardóms. Samningurinn var kynntur fyrir félagsmönnum FÍH á fundi í dag. „Okkur náttúrulega finnst það bara grafalvarlegt mál. Að við skulum vera stödd þar, árið 2020, að launaliður svona stórrar kvennastéttar, skuli fara tvisvar sinnum í röð í gerðardóm. Þetta er náttúrulega bara rannsóknarefni og hér þarf að taka upp þessi mál og skoða þau af mikilli alvöru,“ segir Guðbjörg. Verkfalli hjúkrunarfræðinga, sem átti að hefjast í dag, var afstýrt seint í gærkvöldi með samkomulagi um breytt vinnufyrirkomulag og styttingu vinnuvikunnar. Þó náðist ekki samstaða um launaliðinn, en Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sagði í kjölfar fundar aðila að hann verði sendur til gerðardóms, sem hann kemur til með að skipa. Guðbjörg segir FÍH líta það alvarlegum augum. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.Vísir/Vilhelm Vill ekki spá í spilin Aðspurð segist Guðbjörg ekki vilja spá fyrir um hvort félagsmenn FÍH samþykki þann samning sem nú liggur fyrir, og var kynntur í dag. „Eftir 15 mánaða setu í samninganefndinni með einn samning felldan þá spái ég ekki, og hef reyndar ekki gert. Ég vil bara 100% þátttöku af hálfu hjúkrunarfræðinga og að fólk myndi sér skoðanir.“ Hún segir að í samkomulaginu felist stytting vinnuvikunnar, sambærileg þeirri sem aðrar stéttir sem átt hafa í kjaraviðræðum við ríkið hafa fengið. Breytingar er lúta að styttri vinnuviku og bættu starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga taki gildi á næsta ári. Guðbjörg segir þann hluta samningsins veigamikinn þátt í öðrum samningum sem ríkið hefur gert undanfarið. Eins sé farið í þessum samningi. „Þetta er einn stærsti áhersluþátturinn af hálfu ríkisins og við fögnum því, því þetta var mjög stórt atriði í okkar kröfugerð, það er stytting vinnuvikunnar. Hún skiptir máli,“ segir Guðbjörg. Verkfall ef tillagan verður felld Guðbjörg segir að fari svo að tillagan sem nú verður borin undir félagsmenn FÍH verði felld, stefni allt í verkfall hjúkrunarfræðinga. „Ef tillagan er felld, þá stöndum við í nákvæmlega sömu sporum og við stóðum í gær. Þá bara förum við í verkfallsaðgerðir og höldum áfram baráttunni þar sem frá var horfið.“ Þá segir Guðbjörg að félagið verði að taka þeirri niðurstöðu sem gerðardómur kemst að. „Það er enginn að ákveða að ætla að biðja gerðardóm að ákveða launin sín. En við erum tilbúin að taka þeirri niðurstöðu, því það er það djúpstæð gjá á milli okkar og ríkisins, að við munum aldrei ná saman.“
Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki verður af verkfalli hjúkrunarfræðinga Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt 21. júní 2020 23:26 Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. 22. júní 2020 00:39 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Ekki verður af verkfalli hjúkrunarfræðinga Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt 21. júní 2020 23:26
Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. 22. júní 2020 00:39