Krabbamein móður einnar þeirrar bestu í heimi réði því hvar hún spilar í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2020 10:30 Nora Mörk í leik með norska landsliðinu í handbolta en liðið hans Þóris Hergeirssonar hefur saknað hennar mikið í meiðslunum. Getty/Lukasz Laskowski/ Nora Mörk, ein allra besta hægri skyttan í handbolta kvenna undanfarin ár, hefur tekið ákvörðun um að spila með norska liðinu Vipers frá Kristiansand á komandi tímabili. Nora tilkynnti það fyrir fjórum dögum að hún væri hætt hjá rúmenska félaginu CSM frá Búkarest og í gær varð það síðan ljóst hvar hún ætlar að vera í betur. Nora Mörk er 29 ára gömul og ætlaði sér að spila lengur erlendis. Hún hafði verið í Ungverjalandi og Rúmeníu frá árinu 2016 en hafði jafnframt verið mjög óheppin með meiðsli síðustu ár. „Það var ekki planið að koma heim núna en fyrir þremur vikum þá greindist móðir mín með brjóstakrabbamein. Þá breyttist allt,“ sagði Nora Mörk við Nettavisen. Nora Mørk klar for Vipers: https://t.co/8NsTayCvD9— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) June 22, 2020 „Þeir sem þekkja mig vita að fjölskyldan mín skiptir mig öllu. Móðir mín er mér svo kær. Það tók mig því ekki langan tíma að ákveða það að ég vildi komast heim og þá ekki síst fyrir mig sjálfa,“ sagði Nora Mörk „Til að geta haldið áfram að spila íþróttina mína þá verð ég að vera í kringum leikmenn, þjálfara og félag sem er með sama metnað og ég. Vipers hefur allt slíkt og því var þetta auðveld ákvörðun fyrir mig,“ sagði Nora Mörk. Nora Mörk missti af öllu fyrsta tímabili sínu með CSM Búkarest vegna hnémeiðsla en átti eitt ár eftir af samningi sínum. Hún hafði áður unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum með ungverska liðinu Györ. Það hjálpaði örugglega ákvörðun hennar að hún hitti fyrir sinn gamla þjálfara Ole Gustav Gjekstad hjá Vipers. Hún spilaði í sjö ár undir hans stjórn hjá Larvik. Nora Mörk hefur skorað 566 mörk í 117 landsleikjum fyrir Noreg. Hún hefur unnið fjögur gull á stórmótum með liðinu og hefur fjórum sinnum verið kosin í lið mótsins. Þá var hún valin í úrvalslið Meistaradeildarinnar þrjú ár í röð frá 2015 til 2017. Nora hefur líka náð því að vera markahæst á HM (2017), á EM (2016) og á Ólympíuleikum (2016). Nora Mörk styrkir því Kristiansand liðið mjög mikið og Vipers er því til alls líklegt á komandi tímabili. Húm sjálf ætlar sér líka að komast í toppform fyrir Evrópumótið í desember en það fer einmitt fram í Noregi að þessu sinni. Handbolti Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Nora Mörk, ein allra besta hægri skyttan í handbolta kvenna undanfarin ár, hefur tekið ákvörðun um að spila með norska liðinu Vipers frá Kristiansand á komandi tímabili. Nora tilkynnti það fyrir fjórum dögum að hún væri hætt hjá rúmenska félaginu CSM frá Búkarest og í gær varð það síðan ljóst hvar hún ætlar að vera í betur. Nora Mörk er 29 ára gömul og ætlaði sér að spila lengur erlendis. Hún hafði verið í Ungverjalandi og Rúmeníu frá árinu 2016 en hafði jafnframt verið mjög óheppin með meiðsli síðustu ár. „Það var ekki planið að koma heim núna en fyrir þremur vikum þá greindist móðir mín með brjóstakrabbamein. Þá breyttist allt,“ sagði Nora Mörk við Nettavisen. Nora Mørk klar for Vipers: https://t.co/8NsTayCvD9— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) June 22, 2020 „Þeir sem þekkja mig vita að fjölskyldan mín skiptir mig öllu. Móðir mín er mér svo kær. Það tók mig því ekki langan tíma að ákveða það að ég vildi komast heim og þá ekki síst fyrir mig sjálfa,“ sagði Nora Mörk „Til að geta haldið áfram að spila íþróttina mína þá verð ég að vera í kringum leikmenn, þjálfara og félag sem er með sama metnað og ég. Vipers hefur allt slíkt og því var þetta auðveld ákvörðun fyrir mig,“ sagði Nora Mörk. Nora Mörk missti af öllu fyrsta tímabili sínu með CSM Búkarest vegna hnémeiðsla en átti eitt ár eftir af samningi sínum. Hún hafði áður unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum með ungverska liðinu Györ. Það hjálpaði örugglega ákvörðun hennar að hún hitti fyrir sinn gamla þjálfara Ole Gustav Gjekstad hjá Vipers. Hún spilaði í sjö ár undir hans stjórn hjá Larvik. Nora Mörk hefur skorað 566 mörk í 117 landsleikjum fyrir Noreg. Hún hefur unnið fjögur gull á stórmótum með liðinu og hefur fjórum sinnum verið kosin í lið mótsins. Þá var hún valin í úrvalslið Meistaradeildarinnar þrjú ár í röð frá 2015 til 2017. Nora hefur líka náð því að vera markahæst á HM (2017), á EM (2016) og á Ólympíuleikum (2016). Nora Mörk styrkir því Kristiansand liðið mjög mikið og Vipers er því til alls líklegt á komandi tímabili. Húm sjálf ætlar sér líka að komast í toppform fyrir Evrópumótið í desember en það fer einmitt fram í Noregi að þessu sinni.
Handbolti Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira