Norður-Kórea hættir við hernaðaraðgerðir gegn Suður-Kóreu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2020 23:06 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu (t.v.) og eiginkona hans Ri Sol Ju (2. t.h.) ásamt Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu (2. t.v.) og eiginkonu hans Kim Jung-sook (t.h). Getty/Pyeongyang Press Corps Norður-Kórea hefur ákveðið að hætta við það að beita Suður-Kóreu hernaðaraðgerðum samkvæmt fréttum ríkisútvarps landsins. Spenna milli ríkjanna tveggja hefur aukist gríðarlega síðustu vikur og hefur það verið rakið til þess að hópar frá suðrinu hafa skipulega sent bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin. Norðrið hefur ítrekað hótað því undanfarið að senda hersveitir inn á hlutlaust svæði sem aðskilur ríkin tvö. Á fundi Miðlægrar hermálanefndar Norður-Kóreu sem stjórnað var af Kim Jong-un, einræðisherra landsins, var ákvörðun tekin um að hætta við hernaðaraðgerðir. Kim Yo-jong, systir einræðisherrans, gaf hernum tilskipun fyrir rúmri viku sem hljóðaði svo að næstu tilskipun ættu þeir að fylgja eftir án tafar. Tilskipun hennar var gefin út vegna þess að yfirvöldum í Suður-Kóreu hafði mistekist að koma í veg fyrir áróðurssendingar aðgerðasinna frá suðrinu. Síðan árið 2018 hafa ríkin tvö reynt að halda uppi samtali og samvinnu en samskiptum þeirra hrakaði gríðarlega í síðustu viku. Á föstudag sprengdi Norður-Kórea upp samvinnustofnun ríkjanna á landamærunum, sem opnuð var fyrir tveimur árum síðan til að tryggja samtal og samvinnu ríkjanna tveggja. Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. 23. júní 2020 19:00 Sendu bæklingablöðrur til Norður-Kóreu í nótt Hópur fólks sem flúið hefur frá Norður-Kóreu sendi í nótt blöðrur hlaðnar áróðursbæklingum gegn einræðisstjórn Kim Jong Un yfir landamæri Norður og Suður-Kóreu, þvert á vilja yfirvalda beggja ríkja. 23. júní 2020 07:39 Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Norður-Kórea hefur ákveðið að hætta við það að beita Suður-Kóreu hernaðaraðgerðum samkvæmt fréttum ríkisútvarps landsins. Spenna milli ríkjanna tveggja hefur aukist gríðarlega síðustu vikur og hefur það verið rakið til þess að hópar frá suðrinu hafa skipulega sent bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin. Norðrið hefur ítrekað hótað því undanfarið að senda hersveitir inn á hlutlaust svæði sem aðskilur ríkin tvö. Á fundi Miðlægrar hermálanefndar Norður-Kóreu sem stjórnað var af Kim Jong-un, einræðisherra landsins, var ákvörðun tekin um að hætta við hernaðaraðgerðir. Kim Yo-jong, systir einræðisherrans, gaf hernum tilskipun fyrir rúmri viku sem hljóðaði svo að næstu tilskipun ættu þeir að fylgja eftir án tafar. Tilskipun hennar var gefin út vegna þess að yfirvöldum í Suður-Kóreu hafði mistekist að koma í veg fyrir áróðurssendingar aðgerðasinna frá suðrinu. Síðan árið 2018 hafa ríkin tvö reynt að halda uppi samtali og samvinnu en samskiptum þeirra hrakaði gríðarlega í síðustu viku. Á föstudag sprengdi Norður-Kórea upp samvinnustofnun ríkjanna á landamærunum, sem opnuð var fyrir tveimur árum síðan til að tryggja samtal og samvinnu ríkjanna tveggja.
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. 23. júní 2020 19:00 Sendu bæklingablöðrur til Norður-Kóreu í nótt Hópur fólks sem flúið hefur frá Norður-Kóreu sendi í nótt blöðrur hlaðnar áróðursbæklingum gegn einræðisstjórn Kim Jong Un yfir landamæri Norður og Suður-Kóreu, þvert á vilja yfirvalda beggja ríkja. 23. júní 2020 07:39 Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. 23. júní 2020 19:00
Sendu bæklingablöðrur til Norður-Kóreu í nótt Hópur fólks sem flúið hefur frá Norður-Kóreu sendi í nótt blöðrur hlaðnar áróðursbæklingum gegn einræðisstjórn Kim Jong Un yfir landamæri Norður og Suður-Kóreu, þvert á vilja yfirvalda beggja ríkja. 23. júní 2020 07:39
Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00