Ekkert saknæmt við andlát Steve Bing Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2020 10:44 Steve Bing árið 2006. Getty Dánardómstjóri í Los Angeles hefur staðfest að kvikmyndaframleiðandinn Steve Bing hafi svipt sig lífi. Hinn 55 ára Bing, sem einnig var þekktur fyrir að hafa verið fyrrverandi kærasti og barnsfaðir leikkonunnar og fyrirsætunnar Elizabeth Hurley, fannst látinn fyrir framan háhýsi í Los Angeles á mánudaginn. Bing var einnig handritshöfundur og þekktur fyrir aðkomu sína að myndunum Get Carter, Kangaroo Jack, Hotel Noir, Rules Don‘t Apply og Every Breath. Þá fjármagnaði hann gerð mynda á borð við Polar Express og Rolling Stones tónleikamyndina Shine a Light. Hurley hefur minnst Bing á samfélagsmiðlum þar sem hún segir tíma þeirra saman hafa verið góðan og að hann hafi verið „yndislegur og góður maður“. Þau hafi á síðasta ári orðið náin á ný og að þau hafi síðast rætt saman á átján ára afmælisdegi sonar þeirra. I m saddened beyond belief that Steve is no longer with us. Our time together was very happy & although there were some tough times, the memories of a sweet, kind man are what matter. We became close again in the last year & last spoke on our son s 18th. This is devastating news. pic.twitter.com/aivYc5lL3x— Elizabeth Hurley (@ElizabethHurley) June 23, 2020 Bing auðgaðist mikið þegar hann var átján ára gamall og fékk 600 milljónir dala í arf frá afa sínum, fasteignamógúlnum Leo Bing. Steve Bing mar mikill stuðningsmaður og vinur Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og gaf á sínum tíma um 10 milljónir dala í kosningasjóði hans. Þá fjármagnaði hann ferð Clinton til Norður-Kóreu árið 2009 þar sem forsetinn fyrrverandi samdi um lausn tveggja bandarískra fréttamanna úr haldi norður-kóreskra yfirvalda. Bing lætur eftir sig tvö börn, átján ára son sem hann átti með Liz Hurley og tvítuga dóttur sem hann eignaðist með tennisspilaranum Lisa Bonder. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bandaríkin Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Dánardómstjóri í Los Angeles hefur staðfest að kvikmyndaframleiðandinn Steve Bing hafi svipt sig lífi. Hinn 55 ára Bing, sem einnig var þekktur fyrir að hafa verið fyrrverandi kærasti og barnsfaðir leikkonunnar og fyrirsætunnar Elizabeth Hurley, fannst látinn fyrir framan háhýsi í Los Angeles á mánudaginn. Bing var einnig handritshöfundur og þekktur fyrir aðkomu sína að myndunum Get Carter, Kangaroo Jack, Hotel Noir, Rules Don‘t Apply og Every Breath. Þá fjármagnaði hann gerð mynda á borð við Polar Express og Rolling Stones tónleikamyndina Shine a Light. Hurley hefur minnst Bing á samfélagsmiðlum þar sem hún segir tíma þeirra saman hafa verið góðan og að hann hafi verið „yndislegur og góður maður“. Þau hafi á síðasta ári orðið náin á ný og að þau hafi síðast rætt saman á átján ára afmælisdegi sonar þeirra. I m saddened beyond belief that Steve is no longer with us. Our time together was very happy & although there were some tough times, the memories of a sweet, kind man are what matter. We became close again in the last year & last spoke on our son s 18th. This is devastating news. pic.twitter.com/aivYc5lL3x— Elizabeth Hurley (@ElizabethHurley) June 23, 2020 Bing auðgaðist mikið þegar hann var átján ára gamall og fékk 600 milljónir dala í arf frá afa sínum, fasteignamógúlnum Leo Bing. Steve Bing mar mikill stuðningsmaður og vinur Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og gaf á sínum tíma um 10 milljónir dala í kosningasjóði hans. Þá fjármagnaði hann ferð Clinton til Norður-Kóreu árið 2009 þar sem forsetinn fyrrverandi samdi um lausn tveggja bandarískra fréttamanna úr haldi norður-kóreskra yfirvalda. Bing lætur eftir sig tvö börn, átján ára son sem hann átti með Liz Hurley og tvítuga dóttur sem hann eignaðist með tennisspilaranum Lisa Bonder. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bandaríkin Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira