Vilja láta endurskoða starfsleyfi Creditinfo Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júní 2020 13:21 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. vísir/vilhelm Neytendasamtökin og Alþýðusambands Íslands gera alvarlegar athugasemdir í umsögn sinni til persónuverndar um starfsleyfi Creditinfo. Samtökin telja öfuga sönnunarbyrði ekki samræmast gildum réttarríkis og vilja láta endurskoða starfsleyfi fyrirtækisins. Creditinfo heldur úti einu eiginlegu vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi en flestallar innlendar lánastofnanir nýta sér skrána við afgreiðslu erinda. Starfsleyfið var gefið út 1. janúar 2018 og gilti þá til 31. desember sama ár, en gildistíminn hefur jafnan verið framlengdur, nú síðast til 1. júlí 2020. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. „Meðal annars byggir starfsleyfið á lögum sem ekki eru í gildi, það er að segja hafa verið felld niður. Þá hefur Creditinfo haft hag af því að brotið sé á starfsleyfinu. Síðan þarf meintur skuldari að færa sönnur á skuldleysi sitt sem felur í sér öfugri sönnunarbyrði sem ekki samræmist meginstefnu neytendalaga.“ Málafjöldi Persónuverndar hljóti að vekja upp spurningar Neytendasamtökin telja mun eðlilegra að vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga og skrá yfir þær væri á höndum hins opinbera. „En ef við ætlum að fela þessa vinnslu einkafyrirtæki þá verður að gera mjög ríkar kröfur til þess og slíkt fyrirtæki þarf að sýna mikla ábyrgð í sinni starfsemi og því miður, ef við lítum á málafjölda hjá Persónuvernd varðandi Creditinfo - sem er í rauninni eina fyrirtækið sem stundar þessa starfsemi hér á landi - ef við horfum á málafjöldann þá er hann slíkur að það hlýtur að vekja upp spurningar um hvort fyrirtækinu sé hreint og beint treystandi til að stunda þessa starfsemi.“ Hefur fólk leitað mikið til ykkar hjá Neytendasamtökunum sem telja á sér brotið vegna Creditinfo? „Já, í tengslum við smálánamálin sem hafa mikið komið inn á borð til okkar. Það hefur komið upp mikill fjöldi mála, mýmörg mál, sem varða brot Creditinfo á starfsleyfi sínu. Við höfum bæði kvartað til Persónuverndar varðandi þau og núna í kjölfarið sendum við umsögn um starfsleyfið í heild sinni til Persónuverndar og vonum að það komi nú til alvarlegrar skoðunar.“ Breki segir ábyrgð Persónuverndar í málinu vera mikla. Hún eigi að sjá til þess að staðið sé vörð um mjög viðkvæmar persónuupplýsingar borgaranna. „Samkvæmt persónuverndarlögum þá er vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga óheimil nema með starfsleyfi sem Persónuvernd gefur út og það er þá náttúrulega á herðum Persónuverndar að sjá til þess að starfsleyfið sé þannig úr garði gert að neytendur séu varðir og að fyrirtækið fari þá eftir þeim kröfum sem til þess er gert.“ Breki vill að lokum vekja fólk til umhugsunar. „Við viljum að fólk velti því fyrir sér að í hvert skipti sem það tekur lán eða sækir um fyrirgreiðslu hjá lánastofnunum, bönkum, lífeyrissjóðum og tryggingum jafnvel, þá er þeim flett upp hjá einkafyrirtæki. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því.“ Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Neytendasamtökin og Alþýðusambands Íslands gera alvarlegar athugasemdir í umsögn sinni til persónuverndar um starfsleyfi Creditinfo. Samtökin telja öfuga sönnunarbyrði ekki samræmast gildum réttarríkis og vilja láta endurskoða starfsleyfi fyrirtækisins. Creditinfo heldur úti einu eiginlegu vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi en flestallar innlendar lánastofnanir nýta sér skrána við afgreiðslu erinda. Starfsleyfið var gefið út 1. janúar 2018 og gilti þá til 31. desember sama ár, en gildistíminn hefur jafnan verið framlengdur, nú síðast til 1. júlí 2020. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. „Meðal annars byggir starfsleyfið á lögum sem ekki eru í gildi, það er að segja hafa verið felld niður. Þá hefur Creditinfo haft hag af því að brotið sé á starfsleyfinu. Síðan þarf meintur skuldari að færa sönnur á skuldleysi sitt sem felur í sér öfugri sönnunarbyrði sem ekki samræmist meginstefnu neytendalaga.“ Málafjöldi Persónuverndar hljóti að vekja upp spurningar Neytendasamtökin telja mun eðlilegra að vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga og skrá yfir þær væri á höndum hins opinbera. „En ef við ætlum að fela þessa vinnslu einkafyrirtæki þá verður að gera mjög ríkar kröfur til þess og slíkt fyrirtæki þarf að sýna mikla ábyrgð í sinni starfsemi og því miður, ef við lítum á málafjölda hjá Persónuvernd varðandi Creditinfo - sem er í rauninni eina fyrirtækið sem stundar þessa starfsemi hér á landi - ef við horfum á málafjöldann þá er hann slíkur að það hlýtur að vekja upp spurningar um hvort fyrirtækinu sé hreint og beint treystandi til að stunda þessa starfsemi.“ Hefur fólk leitað mikið til ykkar hjá Neytendasamtökunum sem telja á sér brotið vegna Creditinfo? „Já, í tengslum við smálánamálin sem hafa mikið komið inn á borð til okkar. Það hefur komið upp mikill fjöldi mála, mýmörg mál, sem varða brot Creditinfo á starfsleyfi sínu. Við höfum bæði kvartað til Persónuverndar varðandi þau og núna í kjölfarið sendum við umsögn um starfsleyfið í heild sinni til Persónuverndar og vonum að það komi nú til alvarlegrar skoðunar.“ Breki segir ábyrgð Persónuverndar í málinu vera mikla. Hún eigi að sjá til þess að staðið sé vörð um mjög viðkvæmar persónuupplýsingar borgaranna. „Samkvæmt persónuverndarlögum þá er vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga óheimil nema með starfsleyfi sem Persónuvernd gefur út og það er þá náttúrulega á herðum Persónuverndar að sjá til þess að starfsleyfið sé þannig úr garði gert að neytendur séu varðir og að fyrirtækið fari þá eftir þeim kröfum sem til þess er gert.“ Breki vill að lokum vekja fólk til umhugsunar. „Við viljum að fólk velti því fyrir sér að í hvert skipti sem það tekur lán eða sækir um fyrirgreiðslu hjá lánastofnunum, bönkum, lífeyrissjóðum og tryggingum jafnvel, þá er þeim flett upp hjá einkafyrirtæki. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því.“
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira