Vilja láta endurskoða starfsleyfi Creditinfo Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júní 2020 13:21 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. vísir/vilhelm Neytendasamtökin og Alþýðusambands Íslands gera alvarlegar athugasemdir í umsögn sinni til persónuverndar um starfsleyfi Creditinfo. Samtökin telja öfuga sönnunarbyrði ekki samræmast gildum réttarríkis og vilja láta endurskoða starfsleyfi fyrirtækisins. Creditinfo heldur úti einu eiginlegu vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi en flestallar innlendar lánastofnanir nýta sér skrána við afgreiðslu erinda. Starfsleyfið var gefið út 1. janúar 2018 og gilti þá til 31. desember sama ár, en gildistíminn hefur jafnan verið framlengdur, nú síðast til 1. júlí 2020. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. „Meðal annars byggir starfsleyfið á lögum sem ekki eru í gildi, það er að segja hafa verið felld niður. Þá hefur Creditinfo haft hag af því að brotið sé á starfsleyfinu. Síðan þarf meintur skuldari að færa sönnur á skuldleysi sitt sem felur í sér öfugri sönnunarbyrði sem ekki samræmist meginstefnu neytendalaga.“ Málafjöldi Persónuverndar hljóti að vekja upp spurningar Neytendasamtökin telja mun eðlilegra að vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga og skrá yfir þær væri á höndum hins opinbera. „En ef við ætlum að fela þessa vinnslu einkafyrirtæki þá verður að gera mjög ríkar kröfur til þess og slíkt fyrirtæki þarf að sýna mikla ábyrgð í sinni starfsemi og því miður, ef við lítum á málafjölda hjá Persónuvernd varðandi Creditinfo - sem er í rauninni eina fyrirtækið sem stundar þessa starfsemi hér á landi - ef við horfum á málafjöldann þá er hann slíkur að það hlýtur að vekja upp spurningar um hvort fyrirtækinu sé hreint og beint treystandi til að stunda þessa starfsemi.“ Hefur fólk leitað mikið til ykkar hjá Neytendasamtökunum sem telja á sér brotið vegna Creditinfo? „Já, í tengslum við smálánamálin sem hafa mikið komið inn á borð til okkar. Það hefur komið upp mikill fjöldi mála, mýmörg mál, sem varða brot Creditinfo á starfsleyfi sínu. Við höfum bæði kvartað til Persónuverndar varðandi þau og núna í kjölfarið sendum við umsögn um starfsleyfið í heild sinni til Persónuverndar og vonum að það komi nú til alvarlegrar skoðunar.“ Breki segir ábyrgð Persónuverndar í málinu vera mikla. Hún eigi að sjá til þess að staðið sé vörð um mjög viðkvæmar persónuupplýsingar borgaranna. „Samkvæmt persónuverndarlögum þá er vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga óheimil nema með starfsleyfi sem Persónuvernd gefur út og það er þá náttúrulega á herðum Persónuverndar að sjá til þess að starfsleyfið sé þannig úr garði gert að neytendur séu varðir og að fyrirtækið fari þá eftir þeim kröfum sem til þess er gert.“ Breki vill að lokum vekja fólk til umhugsunar. „Við viljum að fólk velti því fyrir sér að í hvert skipti sem það tekur lán eða sækir um fyrirgreiðslu hjá lánastofnunum, bönkum, lífeyrissjóðum og tryggingum jafnvel, þá er þeim flett upp hjá einkafyrirtæki. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því.“ Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Sjá meira
Neytendasamtökin og Alþýðusambands Íslands gera alvarlegar athugasemdir í umsögn sinni til persónuverndar um starfsleyfi Creditinfo. Samtökin telja öfuga sönnunarbyrði ekki samræmast gildum réttarríkis og vilja láta endurskoða starfsleyfi fyrirtækisins. Creditinfo heldur úti einu eiginlegu vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi en flestallar innlendar lánastofnanir nýta sér skrána við afgreiðslu erinda. Starfsleyfið var gefið út 1. janúar 2018 og gilti þá til 31. desember sama ár, en gildistíminn hefur jafnan verið framlengdur, nú síðast til 1. júlí 2020. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. „Meðal annars byggir starfsleyfið á lögum sem ekki eru í gildi, það er að segja hafa verið felld niður. Þá hefur Creditinfo haft hag af því að brotið sé á starfsleyfinu. Síðan þarf meintur skuldari að færa sönnur á skuldleysi sitt sem felur í sér öfugri sönnunarbyrði sem ekki samræmist meginstefnu neytendalaga.“ Málafjöldi Persónuverndar hljóti að vekja upp spurningar Neytendasamtökin telja mun eðlilegra að vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga og skrá yfir þær væri á höndum hins opinbera. „En ef við ætlum að fela þessa vinnslu einkafyrirtæki þá verður að gera mjög ríkar kröfur til þess og slíkt fyrirtæki þarf að sýna mikla ábyrgð í sinni starfsemi og því miður, ef við lítum á málafjölda hjá Persónuvernd varðandi Creditinfo - sem er í rauninni eina fyrirtækið sem stundar þessa starfsemi hér á landi - ef við horfum á málafjöldann þá er hann slíkur að það hlýtur að vekja upp spurningar um hvort fyrirtækinu sé hreint og beint treystandi til að stunda þessa starfsemi.“ Hefur fólk leitað mikið til ykkar hjá Neytendasamtökunum sem telja á sér brotið vegna Creditinfo? „Já, í tengslum við smálánamálin sem hafa mikið komið inn á borð til okkar. Það hefur komið upp mikill fjöldi mála, mýmörg mál, sem varða brot Creditinfo á starfsleyfi sínu. Við höfum bæði kvartað til Persónuverndar varðandi þau og núna í kjölfarið sendum við umsögn um starfsleyfið í heild sinni til Persónuverndar og vonum að það komi nú til alvarlegrar skoðunar.“ Breki segir ábyrgð Persónuverndar í málinu vera mikla. Hún eigi að sjá til þess að staðið sé vörð um mjög viðkvæmar persónuupplýsingar borgaranna. „Samkvæmt persónuverndarlögum þá er vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga óheimil nema með starfsleyfi sem Persónuvernd gefur út og það er þá náttúrulega á herðum Persónuverndar að sjá til þess að starfsleyfið sé þannig úr garði gert að neytendur séu varðir og að fyrirtækið fari þá eftir þeim kröfum sem til þess er gert.“ Breki vill að lokum vekja fólk til umhugsunar. „Við viljum að fólk velti því fyrir sér að í hvert skipti sem það tekur lán eða sækir um fyrirgreiðslu hjá lánastofnunum, bönkum, lífeyrissjóðum og tryggingum jafnvel, þá er þeim flett upp hjá einkafyrirtæki. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því.“
Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Sjá meira