Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2020 20:22 Hlín Eiríksdóttir á ferðinni gegn Þór/KA í kvöld þar sem hún skoraði þrennu. VÍSIR/VILHELM „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. Hlín hafði skorað fyrstu tvö mörk Vals þegar hálftími var liðinn og bætti svo við þriðja markinu snemma í seinni hálfleik. Þessi tvítugi kantmaður skoraði 16 mörk í 18 leikjum í Pepsi Max-deildinni í fyrra og virðist í frábæru formi nú í upphafi tímabils. „Hún er tilbúin að æfa endalaust,“ segir Eiður. „Hún æfir tvisvar á dag á hverjum degi, mætir fyrst og fer síðust, og dregur mann fram úr rúminu snemma á morgnana til að taka aukaæfingar áður en maður mætir til vinnu. Hún er ótrúleg. Stundum, þegar maður vaknar klukkan sex á morgnana, er maður kannski ekki alveg til í þetta en þegar maður hittir hana með sitt bros á vör er maður alltaf tilbúinn að leggja sig fram fyrir svona leikmenn.“ Þó að Hlín sé rétt orðin tvítug hefur hún þegar spilað 14 A-landsleiki og skorað í þeim þrjú mörk. Hafi hún áhuga á því er ljóst að hún mun fara út í atvinnumennsku fyrr eða síðar: „Ég vona innilega að Hlín taki næsta skref. Það yrði frábært fyrir Hlín og frábært fyrir íslenska landsliðið. Þetta er leikmaður sem á heima í fremstu röð og ef hún heldur áfram að bæta sig eins og síðustu tvö ár þá er ekkert að fara að stoppa hana,“ segir Eiður. Töluðum ekkert um Þór/KA Valskonur settu upp sýningu í dag eftir að hafa verið nokkuð frá sínu besta í 2-1 sigri á nýliðum Þróttar R. í síðustu umferð. Í dag mátti glögglega sjá að um meistaralið væri að ræða: „Við fórum vel yfir hlutina eftir leikinn við Þrótt og ákváðum að fókusera frekar á okkur en andstæðinginn fyrir þennan leik. Mér fannst það virka vel. Við vorum ferskar í dag og það voru allar tilbúnar að berjast fyrir hvor aðra. Við töluðum ekkert um Þór/KA fyrir þennan leik en vissum að við vorum að mæta liði sem hafði skorað átta mörk í tveimur leikjum, hörkuliði sem er tilbúið að fleygja sér í allar tæklingar, en við vorum betri á öllum sviðum og nýttum þær glufur sem voru opnar. Við fengum fullt af færum. Þær fengu alveg sína sénsa en þá steig Sandra [Sigurðardóttir, markmaður] inn í og til þess er hún þarna.“ Pepsi Max-deild kvenna Valur Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir sýndu enga miskunn Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 20:05 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
„Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. Hlín hafði skorað fyrstu tvö mörk Vals þegar hálftími var liðinn og bætti svo við þriðja markinu snemma í seinni hálfleik. Þessi tvítugi kantmaður skoraði 16 mörk í 18 leikjum í Pepsi Max-deildinni í fyrra og virðist í frábæru formi nú í upphafi tímabils. „Hún er tilbúin að æfa endalaust,“ segir Eiður. „Hún æfir tvisvar á dag á hverjum degi, mætir fyrst og fer síðust, og dregur mann fram úr rúminu snemma á morgnana til að taka aukaæfingar áður en maður mætir til vinnu. Hún er ótrúleg. Stundum, þegar maður vaknar klukkan sex á morgnana, er maður kannski ekki alveg til í þetta en þegar maður hittir hana með sitt bros á vör er maður alltaf tilbúinn að leggja sig fram fyrir svona leikmenn.“ Þó að Hlín sé rétt orðin tvítug hefur hún þegar spilað 14 A-landsleiki og skorað í þeim þrjú mörk. Hafi hún áhuga á því er ljóst að hún mun fara út í atvinnumennsku fyrr eða síðar: „Ég vona innilega að Hlín taki næsta skref. Það yrði frábært fyrir Hlín og frábært fyrir íslenska landsliðið. Þetta er leikmaður sem á heima í fremstu röð og ef hún heldur áfram að bæta sig eins og síðustu tvö ár þá er ekkert að fara að stoppa hana,“ segir Eiður. Töluðum ekkert um Þór/KA Valskonur settu upp sýningu í dag eftir að hafa verið nokkuð frá sínu besta í 2-1 sigri á nýliðum Þróttar R. í síðustu umferð. Í dag mátti glögglega sjá að um meistaralið væri að ræða: „Við fórum vel yfir hlutina eftir leikinn við Þrótt og ákváðum að fókusera frekar á okkur en andstæðinginn fyrir þennan leik. Mér fannst það virka vel. Við vorum ferskar í dag og það voru allar tilbúnar að berjast fyrir hvor aðra. Við töluðum ekkert um Þór/KA fyrir þennan leik en vissum að við vorum að mæta liði sem hafði skorað átta mörk í tveimur leikjum, hörkuliði sem er tilbúið að fleygja sér í allar tæklingar, en við vorum betri á öllum sviðum og nýttum þær glufur sem voru opnar. Við fengum fullt af færum. Þær fengu alveg sína sénsa en þá steig Sandra [Sigurðardóttir, markmaður] inn í og til þess er hún þarna.“
Pepsi Max-deild kvenna Valur Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir sýndu enga miskunn Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 20:05 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir sýndu enga miskunn Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 20:05