Veður

Skúraveður í kortunum í dag

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
faefafCapture

Fremur hæg suðvestlæg átt í dag og víða dálitlar skúrir en eftir hádegi má búast við heldur öflugri skúrum norðaustan til á landinu. Hiti átta til nítján stig, hlýjast austanlands.

Á morgun snýst í austlæga eða breytilega átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og áframhaldandi skúrir en þurrt að kalla um landið norðaustanvert.

Bætir í vind við norður- og austurströndina um kvöldið og fer að rigna austantil en þá styttir jafnframt upp sunnan- og vestanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og skúrir, en þurrt að kalla austanlands. Hiti 10 til 16 stig. Bætir heldur í vind um kvöldið og fer að rigna austantil.

Á laugardag:

Norðaustan 8-13 m/s, en hægari norðaustanlands. Dálítil rigning af og til og hiti 8 til 13 stig, en að 18 stigum suðvestantil.

Á sunnudag:

Gengur í norðaustan 10-18, hvassast norðvestantil. Líkur á vætu í flestum landshlutum, og talsverð rigning um tíma austanlands. Hiti 7 til 12 stig, en 14 til 20 stig um landið vestanvert.

Á mánudag:

Ákveðin norðaustanátt og rigning norðaustan- og austanlands, annars úrkomulítið. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast suðvestantil.

Á þriðjudag:

Norðaustlæg átt og dálítil væta um landið austanvert, en bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:

Norðlæg átt og víða dálitlar skúrir. Heldur kólnandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×