Umdeildar kosningar hefjast í Rússlandi í dag Samúel Karl Ólason skrifar 25. júní 2020 12:04 Kosningarnar áttu formlega að fara fram 1. júní en ákveðið var að opna kjörstaði viku áður og dreifa úr álagi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. EPA/ANATOLY MALTSEV Kosningar um umdeildar stjórnarskrárbreytingar sem gætu gert Vladimir Pútín kleift að vera forseti í tvö kjörtímabil til viðbótar hefjast í Rússlandi í dag. Stjórnarandstæðingar segja að breytingarnar muni gera Pútín að forseta til æviloka en sjálfur segir forsetinn að breytingarnar séu nauðsynlegar til að tryggja stöðugleika. Kosningarnar áttu formlega að fara fram 1. júní en ákveðið var að opna kjörstaði viku áður og dreifa úr álagi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, samkvæmt frétt BBC. Stærstu breytingarnar yrðu í raun þær að forsetar gætu ekki setið lengur en tvö sex ára kjörtímabil samfleytt. Breytingarnar myndu þá núllstilla talninguna hjá Pútín, svo hann gæti setið tvö kjörtímabil til viðbótar við þau fjögur sem hann hefur setið í embætti. Stjórnarskrárbreytingarnar myndu þar að auki svo gott sem banna samkynhneigð í Rússlandi og tryggja trú Rússa á guð. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá 1999 og mest allan tímann sem forseti. Eftir tvö kjörtímabil sem forseti frá 2000 til 2008 varð Dmitry Medvedev forseti og Pútín forsætisráðherra. Stjórnarskrá Rússlands meinar forsetum að sitja meira en tvö kjörtímabil samfleytt. Eftir 2012 settist Pútín aftur í embætti forseta og var kjörtímabilið lengt úr fjórum árum í sex. Medvedev var forsætisráðherra, þar til í síðustu viku. Núverandi kjörtímabili Pútín lýkur árið 2024, þannig að hann gæti tæknilega séð setið í embætti til 2036. Forsetinn hefur ekki sagt berum orðum hvort hann muni sækjast eftir því að vera forseti áfram. Hann hefur þó gefið það sterklega í skyn. Gátu ekki mótmælt og meinað að safna undirskriftum Stjórnarandstaðan í Rússlandi hefur reynt að berjast gegn breytingunum en sú barátta hefur skilað litlum sem engum árangri. Öll mótmæli voru til að mynda bönnuð með tilliti til reglna um félagsforðun vegna faraldursins og undirskriftasöfnun á netinu var stöðvuð af dómstólum. Sérfræðingar segja öruggt að breytingarnar nái í gegn. Kannanir sem ríkismiðlar hafa framkvæmt í Rússlandi gefa í skyn að mikill meirihluti kjósenda styðji breytingarnar, eða allt að 71 prósent þeirra. Í samtali við Moscow Times segir eftirlitsaðili að útlit sé fyrir að kosningarnar verði minnst gagnsæju kosningar landsins um árabil. Fregnir hafa borist af því að fyrirtæki séu að þvinga starfsmenn sína til að taka þátt í kosningunum og búið er að gera sjálfstæðum eftirlitsaðilum mjög erfitt með að fylgjast með kosningunum. Meðal hafi yfirkjörstjórn Rússland hætt því að setja upp myndavélar á kjörstöðum svo eftirlitsaðilar geti farið yfir upptökur eftir á. Rússland Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Kosningar um umdeildar stjórnarskrárbreytingar sem gætu gert Vladimir Pútín kleift að vera forseti í tvö kjörtímabil til viðbótar hefjast í Rússlandi í dag. Stjórnarandstæðingar segja að breytingarnar muni gera Pútín að forseta til æviloka en sjálfur segir forsetinn að breytingarnar séu nauðsynlegar til að tryggja stöðugleika. Kosningarnar áttu formlega að fara fram 1. júní en ákveðið var að opna kjörstaði viku áður og dreifa úr álagi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, samkvæmt frétt BBC. Stærstu breytingarnar yrðu í raun þær að forsetar gætu ekki setið lengur en tvö sex ára kjörtímabil samfleytt. Breytingarnar myndu þá núllstilla talninguna hjá Pútín, svo hann gæti setið tvö kjörtímabil til viðbótar við þau fjögur sem hann hefur setið í embætti. Stjórnarskrárbreytingarnar myndu þar að auki svo gott sem banna samkynhneigð í Rússlandi og tryggja trú Rússa á guð. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá 1999 og mest allan tímann sem forseti. Eftir tvö kjörtímabil sem forseti frá 2000 til 2008 varð Dmitry Medvedev forseti og Pútín forsætisráðherra. Stjórnarskrá Rússlands meinar forsetum að sitja meira en tvö kjörtímabil samfleytt. Eftir 2012 settist Pútín aftur í embætti forseta og var kjörtímabilið lengt úr fjórum árum í sex. Medvedev var forsætisráðherra, þar til í síðustu viku. Núverandi kjörtímabili Pútín lýkur árið 2024, þannig að hann gæti tæknilega séð setið í embætti til 2036. Forsetinn hefur ekki sagt berum orðum hvort hann muni sækjast eftir því að vera forseti áfram. Hann hefur þó gefið það sterklega í skyn. Gátu ekki mótmælt og meinað að safna undirskriftum Stjórnarandstaðan í Rússlandi hefur reynt að berjast gegn breytingunum en sú barátta hefur skilað litlum sem engum árangri. Öll mótmæli voru til að mynda bönnuð með tilliti til reglna um félagsforðun vegna faraldursins og undirskriftasöfnun á netinu var stöðvuð af dómstólum. Sérfræðingar segja öruggt að breytingarnar nái í gegn. Kannanir sem ríkismiðlar hafa framkvæmt í Rússlandi gefa í skyn að mikill meirihluti kjósenda styðji breytingarnar, eða allt að 71 prósent þeirra. Í samtali við Moscow Times segir eftirlitsaðili að útlit sé fyrir að kosningarnar verði minnst gagnsæju kosningar landsins um árabil. Fregnir hafa borist af því að fyrirtæki séu að þvinga starfsmenn sína til að taka þátt í kosningunum og búið er að gera sjálfstæðum eftirlitsaðilum mjög erfitt með að fylgjast með kosningunum. Meðal hafi yfirkjörstjórn Rússland hætt því að setja upp myndavélar á kjörstöðum svo eftirlitsaðilar geti farið yfir upptökur eftir á.
Rússland Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira