Segir lögin úrelt því veðmálastarfsemi sé auglýst í gegnum Lengjuna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2020 16:00 Páll Viðar Gíslason mætti með Coolbet-derhúfu í viðtal hjá Fótbolta.net. Alvaro Montejo gerði slíkt hið sama. skjáskot/fótbolti.net/thorsport.is Jóhann Már Helgason, sérfræðingur um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga segir lög um auglýsingar veðmálafyrirtækja hér á landi ekki halda vatni þar sem Lengjan fær að auglýsa eins og þeim sýnist. Hann segir þó Þórsara ekki hafa farið rétt að enda stangast gjörðir þeirra á við landslög. Mál Þórs frá Akureyri og veðmálafyrirtækisins Coolbet hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga enda gerðust Þórsarar þar að öllum líkindum sekir um brot á landslögum. Eftir leik Þórs og Grindavíkur í Lengjudeildinni mættu Akureyringar með derhúfu merkta erlenda veðmálafyrirtækinu Coolbet í viðtöl á Fótbolti.net. Í kjölfarið kom upp að fyrirtækið hafði einnig fengið að auglýsa á ársmiðum Þórs. Vísir hafði samband við Jóhann Már Helgason en hann gerði skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga síðasta vetur. Mætti hann síðan til Henry Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í þættinum Sportið í dag í apríl síðstliðnum til að fara yfir stöðu mála hjá íþróttafélögum hérlendis. Jóhann Már í setti hjá Henry Birgi og Kjartani Atla.MYND/STÖÐ 2 SPORT „Ég held að þetta málefni Þórsara sé mjög skýr og góð birtingarmynd fyrir þá stöðu sem flestar knattspyrnudeildir eru í. Það er hart í ári og flestir styrktaraðilar halda að sér höndum. Á meðan eru erlend veðmálafyrirtæki sem vilja styrkja þessi félög en lagaumhverfið, sem að mínu mati er úrelt, leyfir það ekki. Það er því klárlega þessi freisting til staðar fyrir félögin að láta reyna á þessi lög, líkt og Þórsarar virðast hafa gert,“ sagði Jóhann Már þegar Vísir falaðist eftir hans skoðun á málinu. „Þetta er samt alls ekki rétta skrefið að mínu mati, enda ólöglegt. Fyrir mér þarf knattspyrnuhreyfingin sem ein heild að ákveða hvort hún vilji gera slíka samninga og vinna þannig á málum gagnvart löggjafanum. Að mínu mati er því boltinn hjá félögunum.“ Jóhann telur veðmálafyrirtæki standa höllum fæti gagnvart Lengjunni sem virðist einoka íslenskan markað. „Að mínu viti eru þessi lög úrelt því það er verið að auglýsa veðmálastarfsemi á Íslandi í gegnum Lengjuna og því halda ekki þau rök að þessar auglýsingar frá fyrirtækjum eins og Coolbet séu eitthvað verri en frá Lengjunni - þær eru grófari ef eitthvað er. Frá mínum bæjardyrum séð stendur þessi einokun Íslenskra Getrauna knattspyrnudeildum landsins fyrir þrifum, jafnvel þó allur hagnaður þeirra renni aftur til félaganna.“ „Það eru ekki bara íslenskir tipparar sem eru að veðja fótboltann hér á landi, heldur eru það líka einstaklingar úti í hinum stóra heimi og þeir skipta við þessa erlendu veðbanka sem þannig hafa tekjur af íslenskri knattspyrnu. Það eru verulega súrt í brotið að íslensk félög fái ekki hluta af þeim tekjum á sitt borð,“ sagði Jóhann að lokum um málið. Fótbolti Íslenski boltinn Þór Akureyri Tengdar fréttir Klara segir árskortin og derhúfurnar ólík mál Klarta Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir það óvíst hvort að hún muni senda mál er varðar árskort Þórsara til aga- og úrskurðanefndar KSÍ. 25. júní 2020 13:30 Þjálfari Þórs um Coolbet-málið: „Leiðinlegt að svona hlutir komi upp“ Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, segir að stóra Coolbet-málið hafi verið leiðinlegt og það hafi ekki verið gaman fyrir þá standa að knattspyrnuliði Þórs. 25. júní 2020 11:30 Yfirlýsing Þórs: Þungbær en réttmæt niðurstaða Knattspyrnudeild Þórs biður KSÍ, knattspyrnuáhugamenn og félagsmenn Þórs afsökunar á framferði sínu í tengslum við auglýsingu á erlendu veðmálafyrirtæki, bæði í viðtölum og á árskortum á heimaleiki liðsins. 24. júní 2020 15:39 Þór fékk fimmtíu þúsund króna sekt Knattspyrnudeild Þórs hefur verið sektuð um 50.000 krónur vegna framkomu þjálfara og tveggja leikmanna eftir sigur á Grindavík síðasta föstudag, „derhúfumálsins“ svokallaða. 24. júní 2020 15:10 Samstarf Þórs og Coolbet ekki nýtt af nálinni Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni. 24. júní 2020 12:25 Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um veðmáladerhúfuna | Segjast ekki hafa fengið borgað Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um atvikið eftir leik liðsins gegn Grindavík í Lengjudeildinni þar sem leikmenn og þjálfarar auglýstu vísvitandi erlent veðmálafyrirtæki. 23. júní 2020 17:55 Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15 ÍTF fordæmir hegðun Þórsara - Málið til skoðunar hjá KSÍ „Mér finnst þetta fyrst og fremst óheppilegt að öllu leyti, því þarna er bara verið að brjóta landslög,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, um það að Þórsarar skyldu auglýsa erlenda veðmálasíðu eftir fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í sumar. 22. júní 2020 12:34 Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17 Tugum milljóna veðjað á 1. umferð bikarsins Getspakir, og minna getspakir, fótboltaáhugamenn veðjuðu samtals fyrir að minnsta kosti um 20 milljónir króna á leiki í 1. umferð Mjólkurbikarsins í fótbolta. 8. júní 2020 23:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Jóhann Már Helgason, sérfræðingur um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga segir lög um auglýsingar veðmálafyrirtækja hér á landi ekki halda vatni þar sem Lengjan fær að auglýsa eins og þeim sýnist. Hann segir þó Þórsara ekki hafa farið rétt að enda stangast gjörðir þeirra á við landslög. Mál Þórs frá Akureyri og veðmálafyrirtækisins Coolbet hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga enda gerðust Þórsarar þar að öllum líkindum sekir um brot á landslögum. Eftir leik Þórs og Grindavíkur í Lengjudeildinni mættu Akureyringar með derhúfu merkta erlenda veðmálafyrirtækinu Coolbet í viðtöl á Fótbolti.net. Í kjölfarið kom upp að fyrirtækið hafði einnig fengið að auglýsa á ársmiðum Þórs. Vísir hafði samband við Jóhann Már Helgason en hann gerði skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga síðasta vetur. Mætti hann síðan til Henry Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í þættinum Sportið í dag í apríl síðstliðnum til að fara yfir stöðu mála hjá íþróttafélögum hérlendis. Jóhann Már í setti hjá Henry Birgi og Kjartani Atla.MYND/STÖÐ 2 SPORT „Ég held að þetta málefni Þórsara sé mjög skýr og góð birtingarmynd fyrir þá stöðu sem flestar knattspyrnudeildir eru í. Það er hart í ári og flestir styrktaraðilar halda að sér höndum. Á meðan eru erlend veðmálafyrirtæki sem vilja styrkja þessi félög en lagaumhverfið, sem að mínu mati er úrelt, leyfir það ekki. Það er því klárlega þessi freisting til staðar fyrir félögin að láta reyna á þessi lög, líkt og Þórsarar virðast hafa gert,“ sagði Jóhann Már þegar Vísir falaðist eftir hans skoðun á málinu. „Þetta er samt alls ekki rétta skrefið að mínu mati, enda ólöglegt. Fyrir mér þarf knattspyrnuhreyfingin sem ein heild að ákveða hvort hún vilji gera slíka samninga og vinna þannig á málum gagnvart löggjafanum. Að mínu mati er því boltinn hjá félögunum.“ Jóhann telur veðmálafyrirtæki standa höllum fæti gagnvart Lengjunni sem virðist einoka íslenskan markað. „Að mínu viti eru þessi lög úrelt því það er verið að auglýsa veðmálastarfsemi á Íslandi í gegnum Lengjuna og því halda ekki þau rök að þessar auglýsingar frá fyrirtækjum eins og Coolbet séu eitthvað verri en frá Lengjunni - þær eru grófari ef eitthvað er. Frá mínum bæjardyrum séð stendur þessi einokun Íslenskra Getrauna knattspyrnudeildum landsins fyrir þrifum, jafnvel þó allur hagnaður þeirra renni aftur til félaganna.“ „Það eru ekki bara íslenskir tipparar sem eru að veðja fótboltann hér á landi, heldur eru það líka einstaklingar úti í hinum stóra heimi og þeir skipta við þessa erlendu veðbanka sem þannig hafa tekjur af íslenskri knattspyrnu. Það eru verulega súrt í brotið að íslensk félög fái ekki hluta af þeim tekjum á sitt borð,“ sagði Jóhann að lokum um málið.
Fótbolti Íslenski boltinn Þór Akureyri Tengdar fréttir Klara segir árskortin og derhúfurnar ólík mál Klarta Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir það óvíst hvort að hún muni senda mál er varðar árskort Þórsara til aga- og úrskurðanefndar KSÍ. 25. júní 2020 13:30 Þjálfari Þórs um Coolbet-málið: „Leiðinlegt að svona hlutir komi upp“ Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, segir að stóra Coolbet-málið hafi verið leiðinlegt og það hafi ekki verið gaman fyrir þá standa að knattspyrnuliði Þórs. 25. júní 2020 11:30 Yfirlýsing Þórs: Þungbær en réttmæt niðurstaða Knattspyrnudeild Þórs biður KSÍ, knattspyrnuáhugamenn og félagsmenn Þórs afsökunar á framferði sínu í tengslum við auglýsingu á erlendu veðmálafyrirtæki, bæði í viðtölum og á árskortum á heimaleiki liðsins. 24. júní 2020 15:39 Þór fékk fimmtíu þúsund króna sekt Knattspyrnudeild Þórs hefur verið sektuð um 50.000 krónur vegna framkomu þjálfara og tveggja leikmanna eftir sigur á Grindavík síðasta föstudag, „derhúfumálsins“ svokallaða. 24. júní 2020 15:10 Samstarf Þórs og Coolbet ekki nýtt af nálinni Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni. 24. júní 2020 12:25 Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um veðmáladerhúfuna | Segjast ekki hafa fengið borgað Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um atvikið eftir leik liðsins gegn Grindavík í Lengjudeildinni þar sem leikmenn og þjálfarar auglýstu vísvitandi erlent veðmálafyrirtæki. 23. júní 2020 17:55 Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15 ÍTF fordæmir hegðun Þórsara - Málið til skoðunar hjá KSÍ „Mér finnst þetta fyrst og fremst óheppilegt að öllu leyti, því þarna er bara verið að brjóta landslög,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, um það að Þórsarar skyldu auglýsa erlenda veðmálasíðu eftir fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í sumar. 22. júní 2020 12:34 Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17 Tugum milljóna veðjað á 1. umferð bikarsins Getspakir, og minna getspakir, fótboltaáhugamenn veðjuðu samtals fyrir að minnsta kosti um 20 milljónir króna á leiki í 1. umferð Mjólkurbikarsins í fótbolta. 8. júní 2020 23:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Klara segir árskortin og derhúfurnar ólík mál Klarta Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir það óvíst hvort að hún muni senda mál er varðar árskort Þórsara til aga- og úrskurðanefndar KSÍ. 25. júní 2020 13:30
Þjálfari Þórs um Coolbet-málið: „Leiðinlegt að svona hlutir komi upp“ Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, segir að stóra Coolbet-málið hafi verið leiðinlegt og það hafi ekki verið gaman fyrir þá standa að knattspyrnuliði Þórs. 25. júní 2020 11:30
Yfirlýsing Þórs: Þungbær en réttmæt niðurstaða Knattspyrnudeild Þórs biður KSÍ, knattspyrnuáhugamenn og félagsmenn Þórs afsökunar á framferði sínu í tengslum við auglýsingu á erlendu veðmálafyrirtæki, bæði í viðtölum og á árskortum á heimaleiki liðsins. 24. júní 2020 15:39
Þór fékk fimmtíu þúsund króna sekt Knattspyrnudeild Þórs hefur verið sektuð um 50.000 krónur vegna framkomu þjálfara og tveggja leikmanna eftir sigur á Grindavík síðasta föstudag, „derhúfumálsins“ svokallaða. 24. júní 2020 15:10
Samstarf Þórs og Coolbet ekki nýtt af nálinni Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni. 24. júní 2020 12:25
Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um veðmáladerhúfuna | Segjast ekki hafa fengið borgað Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um atvikið eftir leik liðsins gegn Grindavík í Lengjudeildinni þar sem leikmenn og þjálfarar auglýstu vísvitandi erlent veðmálafyrirtæki. 23. júní 2020 17:55
Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15
ÍTF fordæmir hegðun Þórsara - Málið til skoðunar hjá KSÍ „Mér finnst þetta fyrst og fremst óheppilegt að öllu leyti, því þarna er bara verið að brjóta landslög,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, um það að Þórsarar skyldu auglýsa erlenda veðmálasíðu eftir fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í sumar. 22. júní 2020 12:34
Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17
Tugum milljóna veðjað á 1. umferð bikarsins Getspakir, og minna getspakir, fótboltaáhugamenn veðjuðu samtals fyrir að minnsta kosti um 20 milljónir króna á leiki í 1. umferð Mjólkurbikarsins í fótbolta. 8. júní 2020 23:00