Tónlistarmennirnir Bjarni Arason og Hrafnkell Pálmarsson rifu sig upp fyrir allar aldir í morgun, gripu með sér gítarinn og söng You'll Never Walk Alone í beinni í Bítinu á Bylgjunni.
Liverpool varð enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár í gær. Liverpool er með 23 stiga forskot á Manchester City eftir að City tapaði gegn Chelsea í gær og einungis 21 stig er eftir í pottinum.
Til heiðurs Liverpool ákváðu Bylgjumenn því að fá þá Bjarna og Hrafnkel til þess að taka lagið þeirra þekkta; You'll Never Walk Alone í beinni á Bylgjunni á morgun.
„Við erum báðir stuðningsmenn Liverpool. Við erum samt sem áður ekki mjög aktífir,“ sagði Hrafnkell. „Þegar maður var að æfa í denn þá var Liverpool alltaf aðalliðið,“ bætti Bjarni við.
Hrafnkell spilaði m.a. í hljómsveitinni Í svörtum fötum og hann segir að Liverpool-goðsögnin Ian Rush hafi tvisvar mætt á tónleika hjá hljómsveitinni, er hann var hér í erindagjörðum Liverpool-klúbbsins.
„Ian Rush var alltaf á gestalista hjá „Í svörtum fötum“ og mætti tvisvar. Án gríns,“ sagði Hrafnkell.
Viðtalið sem og flutning þeirra á laginu má heyra hér að neðan.