Enginn slökkvibílanna var fullmannaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 27. júní 2020 12:00 Enginn slökkvibíla Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var fullmannaður þegar útkall barst vegna bruna að Bræðraborgarstíg 1. Vísir/Vilhelm Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. Allt tiltækt slökkvilið frá fjórum slökkvistöðum á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang þegar tilkynnt var um brunann. Fyrsti bílinn var kominn á staðinn mjög fljótt þar sem hann var staddur á Hringbraut í öðru verkefni þegar útkallið barst. Samkvæmt reglugerð á hver slökkvibíll að vera mannaður fjórum til fimm slökkviliðsmönnum. Þeir sinna þó einnig sjúkraflutningum og þegar útkallið barst í fyrradag voru sex sjúkrabílar að sinna neyðartilfellum. Mest voru því þrír í hverjum slökkvibíl í fyrsta viðbragði brunans, í tveimur bílanna voru tveir slökkviliðsmenn og í hinum tveimur voru þrír í bíl. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, segir ástæðuna vera miklar annir umræddan dag. „Vandinn hjá okkur í upphafi var sá að við vorum frekar þröngt mannaðir. Það var mikið um erfið verkefni hjá okkur,“ segir Jón Viðar. Þrír létust vegna brunans og nokkrir slösuðust alvarlega. Jón telur að mönnunin hafi ekki haft afgerandi áhrif enda hafi ekki verið hægt að komast inn í húsið. „En það hefði náttúrulega alltaf verið betra að hafa meira. Þetta verkefni var þannig að við vorum mjög heppin hvað lögreglan var fljót á staðinn. Lögreglan og slökkvilið vinna rosalega náið saman.“ Jón segir að í heildina hafi 49 slökkviliðsmenn komið að verkefninu þegar mest lét en fólk var kallað út af frívakt. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu rannsókn á vettvangi sé enn í gangi. Henni ljúki í fyrsta lagi á mánudag eða þriðjudag í næstu viku. Hann segir að lögregla hafi fengið sent gífurlegt magn af myndefni, ljósmyndum og myndböndum, frá vitnum. Hann áætlar að rannsókn málsins verði lokið eftir þrjár til fjórar vikur. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. Allt tiltækt slökkvilið frá fjórum slökkvistöðum á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang þegar tilkynnt var um brunann. Fyrsti bílinn var kominn á staðinn mjög fljótt þar sem hann var staddur á Hringbraut í öðru verkefni þegar útkallið barst. Samkvæmt reglugerð á hver slökkvibíll að vera mannaður fjórum til fimm slökkviliðsmönnum. Þeir sinna þó einnig sjúkraflutningum og þegar útkallið barst í fyrradag voru sex sjúkrabílar að sinna neyðartilfellum. Mest voru því þrír í hverjum slökkvibíl í fyrsta viðbragði brunans, í tveimur bílanna voru tveir slökkviliðsmenn og í hinum tveimur voru þrír í bíl. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, segir ástæðuna vera miklar annir umræddan dag. „Vandinn hjá okkur í upphafi var sá að við vorum frekar þröngt mannaðir. Það var mikið um erfið verkefni hjá okkur,“ segir Jón Viðar. Þrír létust vegna brunans og nokkrir slösuðust alvarlega. Jón telur að mönnunin hafi ekki haft afgerandi áhrif enda hafi ekki verið hægt að komast inn í húsið. „En það hefði náttúrulega alltaf verið betra að hafa meira. Þetta verkefni var þannig að við vorum mjög heppin hvað lögreglan var fljót á staðinn. Lögreglan og slökkvilið vinna rosalega náið saman.“ Jón segir að í heildina hafi 49 slökkviliðsmenn komið að verkefninu þegar mest lét en fólk var kallað út af frívakt. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu rannsókn á vettvangi sé enn í gangi. Henni ljúki í fyrsta lagi á mánudag eða þriðjudag í næstu viku. Hann segir að lögregla hafi fengið sent gífurlegt magn af myndefni, ljósmyndum og myndböndum, frá vitnum. Hann áætlar að rannsókn málsins verði lokið eftir þrjár til fjórar vikur.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira