Í dag eru fjögur ár frá því að Ísland gerði sér lítið fyrir og hafði betur gegn Englandi í 16-liða úrslitunum á Evrópumótinu í knattspyrnu 2016.
Ísland fór upp úr riðlinum eftir mikla dramatík gegn Austurríki í París og næst var það stjörnum prýtt lið Englendinga sem beið í Nice.
Það voru ekki margir sem höfðu trú á íslenska liðinu í þeim en strákarnir okkar hlustuðu ekki á það og slógu út Englendinga.
Samfélagsmiðlar UEFA og EM hafa verið að rifja upp að undanförnu hvað hefur gerst á ákveðnum dögum síðustu ár og dagurinn í dag er tileinkaður íslenska landsliðinu.
Rætt var meðal annars við Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliða, og Heimi Hallgrímsson, þáverandi landsliðsþjálfara, og þeir rifja upp sigurinn magnaða.
#OnThisDay in 2 0 1 6 :
— UEFA.com DE (@UEFAcom_de) June 27, 2020
@KSigthorsson #Euro2016 | @footballiceland pic.twitter.com/Qzp77U2M8K
Most iconic EURO celebration is _______ pic.twitter.com/4Kjr3l7oWM
— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 27, 2020
Most memorable EURO result?
— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 27, 2020
Iceland came from behind to beat England in Nice and reach the EURO 2016 quarter-finals. #OTD | @footballiceland pic.twitter.com/oH2Va9iFYa
Four years since that day in Nice!#fyririslandhttps://t.co/ikR0b2bxXV
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 27, 2020