„Sannar að fólk hefur kunnað vel við það sem við höfum verið að gera á Bessastöðum“ Atli Ísleifsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 27. júní 2020 23:25 Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson forseti á Grand hótel í kvöld. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að fyrstu tölur fylla sér kraft, einbeitingu og vilja að halda áfram á sömu braut. Þetta sé niðurstaða sem sýni og sanni að fólk hafi kunnað vel við það sem hann og Eliza hafi verið að gera á Bessastöðum síðustu fjögur ár. Þetta sagði Guðni við fréttamann Stöðvar 2 á Grand Hótel fyrr í kvöld. Hann segir að viðbrögðin séu á þann veg að hann sé fullur þakklætis og auðmýktar. „Þakka traustið sem mér virðist hafa verið sýnt í þessum kosningum. Auðvitað eru þetta bara fyrstu tölur en þær gefa til kynna, myndi maður ætla, hverjar lyktirnar verða og gefa mér kraft.“ Guðni segir tölurnar ríma nokkuð vel við það sem hann átti von á. „Já, svona nokkurn veginn. Ég verð að segja það. Svona miðað við hvernig kosningarnar þróuðust. Skoðanakannanir eru aldrei lokadómur, en þær voru í þessa veru miðað við fyrstu tölur þannig að þær koma mér út frá því ekki á óvart.“ Eliza segir sömuleiðis að sér líði mjög vel þær tölur sem hafi verið lesnar upp. „Ég er mjög stolt af Guðna og það er gott að vita að fólk í landinu sé ánægt með störf hans, eins og Guðni sagði, það sem við erum búin að gera á Bessastöðum. Nú getum við haldið áfram á sömu braut næstu fjögur ár.“ Þið eruð spennt að vera á Bessastöðum áfram. Hvernig leggst þetta í börnin okkar? „Það er blessunarlega þannig á Íslandi – eigum við ekki að vera sammála um það – að börn þess sem gegnir embætti forseta fá að vera í friði með sitt einkalíf og fjölskylda í heild sinni. Við fáum það líka seint fullþakkað. Það er ekkert gefið í þessum heimi. Víða úti í heimi er það þannig að þjóðhöfðingi getur ekki um frjálst höfuð strokið ef svo má segja.“ Sjá má viðtalið í heild sinni að neðan. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að fyrstu tölur fylla sér kraft, einbeitingu og vilja að halda áfram á sömu braut. Þetta sé niðurstaða sem sýni og sanni að fólk hafi kunnað vel við það sem hann og Eliza hafi verið að gera á Bessastöðum síðustu fjögur ár. Þetta sagði Guðni við fréttamann Stöðvar 2 á Grand Hótel fyrr í kvöld. Hann segir að viðbrögðin séu á þann veg að hann sé fullur þakklætis og auðmýktar. „Þakka traustið sem mér virðist hafa verið sýnt í þessum kosningum. Auðvitað eru þetta bara fyrstu tölur en þær gefa til kynna, myndi maður ætla, hverjar lyktirnar verða og gefa mér kraft.“ Guðni segir tölurnar ríma nokkuð vel við það sem hann átti von á. „Já, svona nokkurn veginn. Ég verð að segja það. Svona miðað við hvernig kosningarnar þróuðust. Skoðanakannanir eru aldrei lokadómur, en þær voru í þessa veru miðað við fyrstu tölur þannig að þær koma mér út frá því ekki á óvart.“ Eliza segir sömuleiðis að sér líði mjög vel þær tölur sem hafi verið lesnar upp. „Ég er mjög stolt af Guðna og það er gott að vita að fólk í landinu sé ánægt með störf hans, eins og Guðni sagði, það sem við erum búin að gera á Bessastöðum. Nú getum við haldið áfram á sömu braut næstu fjögur ár.“ Þið eruð spennt að vera á Bessastöðum áfram. Hvernig leggst þetta í börnin okkar? „Það er blessunarlega þannig á Íslandi – eigum við ekki að vera sammála um það – að börn þess sem gegnir embætti forseta fá að vera í friði með sitt einkalíf og fjölskylda í heild sinni. Við fáum það líka seint fullþakkað. Það er ekkert gefið í þessum heimi. Víða úti í heimi er það þannig að þjóðhöfðingi getur ekki um frjálst höfuð strokið ef svo má segja.“ Sjá má viðtalið í heild sinni að neðan.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira