Húsbíll og tvö mótorhjól skullu saman á Vesturlandsvegi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júní 2020 15:38 Lögreglan hefur lokað vettvanginn af. Vísir/Einar Húsbíll og tvö bifhjól skullu saman á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi á fjórða tímanum í dag. Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað og mikill viðbúnaður er á staðnum. Fjöldi sjúkrabíla og lögreglubíla voru sendir á vettvang auk tveggja dælubíla frá slökkviliðinu. Löng röð bíla hefur myndast á Kjalarnesi eftir að slysið varð.Skjáskot/vegagerðin Vesturlandsvegi við Þingvallaveg og Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað en lögreglan hefur opnað fyrir hjáleið um Hvalfjarðarveg, Kjósarskarð og svo Þingvallaleið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu verður Vesturlandsvegur um Hvalfjarðargöng lokaður í minnst tvo klukkutíma í viðbót. Þó segir á Twitter hjá Vegagerðinni að göngin hafi verið opnuð aftur. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig send á vettvang en eftir að hún lenti sunnan megin við göngin var hún send norður fyrir göng til að sækja sjúkling sem sjúkrabíll hafði verið á leið með til Reykjavíkur. Sjúkrabíllinn komst ekki í gegn um göngin og var sjúklingurinn því fluttur með þyrlunni suður til Reykjavíkur. Hvalfjarðargöng: Löng lokun vegna umferðarslyss á Kjalarnesi við Hvalfjarðargöng. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) June 28, 2020 Þá sagði talsmaður slökkviliðs í samtali við fréttastofu að þrír einstaklingar sem lentu í slysinu verði fluttir með sjúkraflutningum til Reykjavíkur á sjúkrahús. Ekki sé hægt að greina frá líðan þeirra eða áverkum að svo stöddu. Fréttin var uppfærð klukkan 16:15. Samgönguslys Hvalfjarðargöng Reykjavík Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Sjá meira
Húsbíll og tvö bifhjól skullu saman á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi á fjórða tímanum í dag. Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað og mikill viðbúnaður er á staðnum. Fjöldi sjúkrabíla og lögreglubíla voru sendir á vettvang auk tveggja dælubíla frá slökkviliðinu. Löng röð bíla hefur myndast á Kjalarnesi eftir að slysið varð.Skjáskot/vegagerðin Vesturlandsvegi við Þingvallaveg og Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað en lögreglan hefur opnað fyrir hjáleið um Hvalfjarðarveg, Kjósarskarð og svo Þingvallaleið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu verður Vesturlandsvegur um Hvalfjarðargöng lokaður í minnst tvo klukkutíma í viðbót. Þó segir á Twitter hjá Vegagerðinni að göngin hafi verið opnuð aftur. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig send á vettvang en eftir að hún lenti sunnan megin við göngin var hún send norður fyrir göng til að sækja sjúkling sem sjúkrabíll hafði verið á leið með til Reykjavíkur. Sjúkrabíllinn komst ekki í gegn um göngin og var sjúklingurinn því fluttur með þyrlunni suður til Reykjavíkur. Hvalfjarðargöng: Löng lokun vegna umferðarslyss á Kjalarnesi við Hvalfjarðargöng. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) June 28, 2020 Þá sagði talsmaður slökkviliðs í samtali við fréttastofu að þrír einstaklingar sem lentu í slysinu verði fluttir með sjúkraflutningum til Reykjavíkur á sjúkrahús. Ekki sé hægt að greina frá líðan þeirra eða áverkum að svo stöddu. Fréttin var uppfærð klukkan 16:15.
Samgönguslys Hvalfjarðargöng Reykjavík Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Sjá meira