Fjórir útisigrar í Lengjudeildinni Arnar Geir Halldórsson skrifar 28. júní 2020 18:02 Þórsarar gerðu góða ferð austur í dag. Heimasíða Þórs/Páll Jóhannesson Fjórum leikjum lauk nú rétt í þessu í Lengjudeild karla í fótbolta þar sem gestaliðið vann í öllum tilfellum. Á Grenivík var Fram í heimsókn og var mikið fjör í fyrri hálfleiknum þar sem Alexander Már Þorláksson kom Fram í forystu á 8.mínútu. Enski sóknarmaðurinn Kairo John var fljótur að jafna metin fyrir heimamenn en Aron Snær Ingason kom gestunum aftur í forystu á 20.mínútu. Reyndust 1-2 lokatölur leiksins eftir mikla orrahríð heimamanna á lokakaflanum. Í Ólafsvík vann Keflavík stórsigur, 0-4, eftir að staðan í leikhléi hafði verið jöfn. Joey Gibbs kom Keflavík yfir með marki úr vítaspyrnu á 48.mínútu og Keflvíkingar gerðu þrjú mörk á síðustu 10 mínútum leiksins. Í Fjarðabyggðahöllinni voru Þórsarar í heimsókn hjá Leikni F. Heimamenn komust yfir strax á fyrstu mínútu leiksins en varnarmaðurinn Bjarki Þór Viðarsson sá til þess að Þórsarar færu með forystu í leikhléið en hann skoraði á 8. og 11.mínútu. Arek Grzelak jafnaði metin fyrir Leikni F. með marki úr vítaspyrnu á 63.mínútu en gestirnir voru fljótir að ná forystunni aftur þegar Jóhann Helgi Hannesson, nýkominn inná sem varamaður, var réttur maður á réttum stað í vítateig heimamanna. Lokatölur 2-3 fyrir Þór. Í Mosfellsbænum lentu Eyjamenn í kröppum dansi gegn Aftureldingu en sterklega er búist við því að ÍBV muni vinna deildina með yfirburðum í ár. Víðir Þorvarðarson kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik og leiddu þeir leikinn allt þar til á 76.mínútu þegar Hafliði Sigurðarson jafnaði metin fyrir heimamenn. Telmo Castanheira tryggði gestunum sigurinn með marki skömmu síðar, eða á 79.mínútu og Eyjamenn því með fullt hús stiga eftir tvo leiki, líkt og Þórsarar, Keflvíkingar og Framarar. Íslenski boltinn Fótbolti Lengjudeildin Þór Akureyri Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram Sjá meira
Fjórum leikjum lauk nú rétt í þessu í Lengjudeild karla í fótbolta þar sem gestaliðið vann í öllum tilfellum. Á Grenivík var Fram í heimsókn og var mikið fjör í fyrri hálfleiknum þar sem Alexander Már Þorláksson kom Fram í forystu á 8.mínútu. Enski sóknarmaðurinn Kairo John var fljótur að jafna metin fyrir heimamenn en Aron Snær Ingason kom gestunum aftur í forystu á 20.mínútu. Reyndust 1-2 lokatölur leiksins eftir mikla orrahríð heimamanna á lokakaflanum. Í Ólafsvík vann Keflavík stórsigur, 0-4, eftir að staðan í leikhléi hafði verið jöfn. Joey Gibbs kom Keflavík yfir með marki úr vítaspyrnu á 48.mínútu og Keflvíkingar gerðu þrjú mörk á síðustu 10 mínútum leiksins. Í Fjarðabyggðahöllinni voru Þórsarar í heimsókn hjá Leikni F. Heimamenn komust yfir strax á fyrstu mínútu leiksins en varnarmaðurinn Bjarki Þór Viðarsson sá til þess að Þórsarar færu með forystu í leikhléið en hann skoraði á 8. og 11.mínútu. Arek Grzelak jafnaði metin fyrir Leikni F. með marki úr vítaspyrnu á 63.mínútu en gestirnir voru fljótir að ná forystunni aftur þegar Jóhann Helgi Hannesson, nýkominn inná sem varamaður, var réttur maður á réttum stað í vítateig heimamanna. Lokatölur 2-3 fyrir Þór. Í Mosfellsbænum lentu Eyjamenn í kröppum dansi gegn Aftureldingu en sterklega er búist við því að ÍBV muni vinna deildina með yfirburðum í ár. Víðir Þorvarðarson kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik og leiddu þeir leikinn allt þar til á 76.mínútu þegar Hafliði Sigurðarson jafnaði metin fyrir heimamenn. Telmo Castanheira tryggði gestunum sigurinn með marki skömmu síðar, eða á 79.mínútu og Eyjamenn því með fullt hús stiga eftir tvo leiki, líkt og Þórsarar, Keflvíkingar og Framarar.
Íslenski boltinn Fótbolti Lengjudeildin Þór Akureyri Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram Sjá meira