Ferðagjöfin gildir á búllum en ekki á tjaldsvæðum Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2020 14:06 Meðan ferðagjöfin gildir ekki á tjaldsvæði þá hins vegar vilja veitingamenn í Reykjavík gera sér mat úr henni. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur líkast til ekki séð það fyrir. visir/vilhelm/getty/tumi Hin umdeilda ferðaávísun sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra lagði í púkkið til að sporna gegn fyrirsjáanlegum hörmungum í ferðaþjónustunni hefur nú þegar valdið verulegri ólgu. Búllan vekur athygli viðskiptavina sinna á því að kjörið sé að nota ferðagjöfina til að fá sér einn hamborgara eða tvo. Pétur Óskarsson ferðamálafrömuður og einn stjórnanda hins öfluga Facebook-hóps Bakland ferðaþjónustunnar er einn þeirra sem klórar sér í kollinum um hvert stefnir með þessa ávísun en hann rakst á auglýsingu í sínum heimabæ Hafnarfirði þar sem veitingastaðurinn Búllan vekur athygli viðskiptavina sinna á því að upplagt sé að verja andvirði tékkans, fimm þúsund krónum, hjá sér. Sakaður um þéttbýlishroka „Er ekki verið að snúa út úr hugmyndinni á bak við „ferðagjöfina“ með skyndibitastöðum á Höfuðborgarsvæðinu?“ spyr Pétur á Baklandinu. Hann rifjar upp tilganginn með ferðaávísuninni: „Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar kórónufaraldurs og efla þannig íslenska ferðaþjónustu sem og hvetja landsmenn til að eiga góðar stundir á ferðalagi víðs vegar um landið.“ Pétur á erfitt með að fá þetta til að koma heim og saman við það að veitingamenn á Stór-Reykjavíkursvæðinu sé að gera sér mat úr þessari aðgerð ríkisstjórnarinnar. „Ég sé ekki alveg ljósið í því að fólk borði sóttan skyndibita heima hjá sér fyrir ferðagjöfina eins og mér var boðið í dag. Hefði kannski þurft að setja fjarlægðarskilmála frá lögheimili á innlausn?“ spyr Pétur. Viðbrögð við þessum spurningum eru blendin og er Pétur umsvifalaust sakaður um þéttbýlishroka. „Það búa nú ekki allir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ársæll Sigurlaugar Níelsson en heitar og fjörlegar umræður um málið myndast. Fáránlegt að geta ekki notað tékkann á tjaldstæðum „Þetta er pínu svona, “sjálfhverfi-höfuðborgarbúinn” status. Myndi bara eyða honum!“ segir einn og annar bendir á að einn þriðji landsmanna búi ekki á höfuðborgarsvæðinu. Þeir þurfi að borða ef þeir ferðast í sollinn. Natan Kolbeinsson upplýsir viðstadda um að hann ætli að „eyða hluta minnar á mínum uppáhalds stað, Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Veitingastaðir og barir í Reykjavík þurfa líka á hjálp að halda.“ Þá er það nefnt sem mörgum þykir fráleitt, hvað sem segja má um hinn meinta höfuðborgarhroka Péturs sem er að ekki skuli vera hægt að nýta ferðaávísunina á tjaldsvæðum, eins og til dæmis Ríkisútvarpið ohf hefur greint frá. „Mér finnst fáránlegt að geta keypt hamborgara í Reykjavík fyrir þetta en ekki notað gjöfina á öllum tjaldsvæðum,“ segir einn þeirra sem leggur orð í belg. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tjaldsvæði Tengdar fréttir Um 6.700 hafa nýtt sér ferðagjöfina Alls hafa 6.698 manns nýtt sér ferðagjöf stjórnvalda sem varð aðgengileg landsmönnum fyrir um tíu dögum. 29. júní 2020 11:19 Loks hægt að nálgast Ferðagjöfina Einstaklingar með lögheimili á Íslandi, íslenska kennitölu og eru fæddir árið 2002 eða fyrr geta nýtt sér gjöfina sem er rafræna og að upphæð 5.000 krónur. 19. júní 2020 14:15 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Hin umdeilda ferðaávísun sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra lagði í púkkið til að sporna gegn fyrirsjáanlegum hörmungum í ferðaþjónustunni hefur nú þegar valdið verulegri ólgu. Búllan vekur athygli viðskiptavina sinna á því að kjörið sé að nota ferðagjöfina til að fá sér einn hamborgara eða tvo. Pétur Óskarsson ferðamálafrömuður og einn stjórnanda hins öfluga Facebook-hóps Bakland ferðaþjónustunnar er einn þeirra sem klórar sér í kollinum um hvert stefnir með þessa ávísun en hann rakst á auglýsingu í sínum heimabæ Hafnarfirði þar sem veitingastaðurinn Búllan vekur athygli viðskiptavina sinna á því að upplagt sé að verja andvirði tékkans, fimm þúsund krónum, hjá sér. Sakaður um þéttbýlishroka „Er ekki verið að snúa út úr hugmyndinni á bak við „ferðagjöfina“ með skyndibitastöðum á Höfuðborgarsvæðinu?“ spyr Pétur á Baklandinu. Hann rifjar upp tilganginn með ferðaávísuninni: „Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar kórónufaraldurs og efla þannig íslenska ferðaþjónustu sem og hvetja landsmenn til að eiga góðar stundir á ferðalagi víðs vegar um landið.“ Pétur á erfitt með að fá þetta til að koma heim og saman við það að veitingamenn á Stór-Reykjavíkursvæðinu sé að gera sér mat úr þessari aðgerð ríkisstjórnarinnar. „Ég sé ekki alveg ljósið í því að fólk borði sóttan skyndibita heima hjá sér fyrir ferðagjöfina eins og mér var boðið í dag. Hefði kannski þurft að setja fjarlægðarskilmála frá lögheimili á innlausn?“ spyr Pétur. Viðbrögð við þessum spurningum eru blendin og er Pétur umsvifalaust sakaður um þéttbýlishroka. „Það búa nú ekki allir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ársæll Sigurlaugar Níelsson en heitar og fjörlegar umræður um málið myndast. Fáránlegt að geta ekki notað tékkann á tjaldstæðum „Þetta er pínu svona, “sjálfhverfi-höfuðborgarbúinn” status. Myndi bara eyða honum!“ segir einn og annar bendir á að einn þriðji landsmanna búi ekki á höfuðborgarsvæðinu. Þeir þurfi að borða ef þeir ferðast í sollinn. Natan Kolbeinsson upplýsir viðstadda um að hann ætli að „eyða hluta minnar á mínum uppáhalds stað, Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Veitingastaðir og barir í Reykjavík þurfa líka á hjálp að halda.“ Þá er það nefnt sem mörgum þykir fráleitt, hvað sem segja má um hinn meinta höfuðborgarhroka Péturs sem er að ekki skuli vera hægt að nýta ferðaávísunina á tjaldsvæðum, eins og til dæmis Ríkisútvarpið ohf hefur greint frá. „Mér finnst fáránlegt að geta keypt hamborgara í Reykjavík fyrir þetta en ekki notað gjöfina á öllum tjaldsvæðum,“ segir einn þeirra sem leggur orð í belg.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tjaldsvæði Tengdar fréttir Um 6.700 hafa nýtt sér ferðagjöfina Alls hafa 6.698 manns nýtt sér ferðagjöf stjórnvalda sem varð aðgengileg landsmönnum fyrir um tíu dögum. 29. júní 2020 11:19 Loks hægt að nálgast Ferðagjöfina Einstaklingar með lögheimili á Íslandi, íslenska kennitölu og eru fæddir árið 2002 eða fyrr geta nýtt sér gjöfina sem er rafræna og að upphæð 5.000 krónur. 19. júní 2020 14:15 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Um 6.700 hafa nýtt sér ferðagjöfina Alls hafa 6.698 manns nýtt sér ferðagjöf stjórnvalda sem varð aðgengileg landsmönnum fyrir um tíu dögum. 29. júní 2020 11:19
Loks hægt að nálgast Ferðagjöfina Einstaklingar með lögheimili á Íslandi, íslenska kennitölu og eru fæddir árið 2002 eða fyrr geta nýtt sér gjöfina sem er rafræna og að upphæð 5.000 krónur. 19. júní 2020 14:15
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent