Í næstu viku byrja í Ljósinu opnir tímar fyrir allt fólk sem nýlega hefur greinst með krabbamein en Ljósið fer ekki í sumarfrí og er því starfsemi þar allt árið um kring. Á viðburðunum gefst tækifæri fyrir umræður og þannig stuðning til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda.
„Spjall og styrking er vettvangur þar sem einstaklingar sem nýlega hafa greinst með krabbamein fái vandaða fræðslu frá fagaðilum en einnig tækifæri til að eiga samtal um sína upplifun, reynslu og fleira úr sínu ferli við aðra í sambærilegri stöðu“ segir Guðbjörg Dóra Tryggvadóttir iðjuþjálfi um fyrirlestraröðina.

Markmiðið með þessu er að nýgreindir fái fræðslu, umræður og vandaða fyrirlestra ásamt stuðning til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda og létt geta undir í uppbyggingarferlinu. Þeir fagaðilar sem flytja erindi hafa allir unnið með krabbameinsgreindum og hafa víðtæka reynslu og skilning á aðstæðum þátttakenda. Umsjón með fræðslunni er í höndum iðjuþjálfa, en aðrir sérfræðingar flytja einnig erindi.
„Það er opið í allt sumar hjá okkur í Ljósinu, kynningarfundirnir okkar á þriðjudögum klukkan 11:00 eru á sínum stað og við hvetjum alla til að kynna sér stundaskrána á vefnum“ bætir Guðbjörg Dóra við.