Þarf meira fjármagn og mannskap ef auka á eldvarnareftirlit Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júní 2020 19:00 Talið að er eldvarnir hússins sem bran við Bræðraborgarstíg hafi ekki verið í lagi. Vísir/Vilhelm Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið ekki í stakk búið til að taka út brunavarnir á heimilum fólks, líkt og velt var upp á fundi Velferðarnefndar í dag. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi hvort hámark verði sett á lögheimilisskráningar á hvert heimili í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg. Bruninn á Bræðraborgarstíg í síðustu viku og tveir slösuðust alvarlega, hefur vakið upp hörð viðbrögð um aðbúnað erlends verkafólks á leigumarkaði. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, mættu á fund Velferðarnefndar þar sem málið var tekið fyrir og því velt upp hvort ráðast þurfi í laga- og eða reglugerðarbreytingar til þess að tryggja aðbúnað. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra mætti á fund Velferðarnefndar í dag ásamt slökkviliðsstjóra.Vísir/Sigurjón Sýnist þurfa að gera laga- og reglugerðarbreytingar „Við erum í eldvarnarátaki sem hrintum af stað eftir ákveðna úttekt sem að gerð var og viljum í sjö aðgerðum til þess að efla brunavarnir og eldvarnareftirlit í landinu. hvort að það þurfi sérstakar lagabreytingar í framhaldi af þessu, það munum við skoða og það er hluti af vinnunni fram undan á næstunni,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Eins og fram hefur komið voru tugir skráðir til heimilis í húsinu á Bræðraborgarstíg. Í húsinu við hliðina eru enn fleiri skráðir til heimilis og svo virðist staðan vera á öðrum stöðum þar sem erlent verkafólk, sem kemur hingað til starfa, er skráð til heimilis. Tugir voru skráðir til heimilis í húsinu á Bræðraborgarstíg.Vísir/Vilhelm Verst að skoða að setja eftirlit með lögheimilisskráningu „Ég held að þetta sé eitthvað þurfi að skoða. Nú er þetta eitthvað sem heyrir ekki undir mitt málefna svið beint, þannig að ég held að það samtal þurfi að eiga sér stað,“ segir Ásmundur. Slökkviliðsstjóri er fylgjandi slíku eftirliti. „Mér þætti það nú kannski eðlilegt að það væri ekki hægt að skrá sjötíu manns á eitt heimilisfang og við erum með dæmi um að það séu skráðir yfir hundrað í eitt einbýlishús, þannig að þarna er eitthvað sem þarf að skoða betur,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Vilhelm Ef auka á eldvarnareftirlit þarf meira fé og aukinn mannskap Í dag er eldvarnareftirliti einungs heimilt að taka út brunavarnir á vinnustöðum en á fundi Velferðarnefndar var því velt upp hvort slökkviliði gæti bætt við eldvarnaeftirliti á heimilum. „Í dag erum við engan veginn þar en ef það er vilji myndum við ekki vinna gegn því en þá þarf að bæta okkar umhverfi og fjölga mannskap,“ segir Jón Viðar. Slökkvilið Félagsmál Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Til skoðunar að breyta lögum í kjölfar brunans Velferðarnefnd boðaði félagsmálaráðherra til fundar í dag vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu vegna aðbúnaðar erlends verkafólks sem leigi jafnvel íbúðir við óviðunandi aðstæður. 30. júní 2020 13:12 Borgarstjóri og ráðherra mæta á fund velferðarnefndar í fyrramálið ef þingstörf setja ekki strik í reikninginn Borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru meðal þeirra sem kallaðir verða á fund velferðarnefndar vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Samhljómur er meðal nefndarmanna um að taka málið til skoðunar og meta hvort tilefni sé til lagabreytingar. 29. júní 2020 19:13 „Þessi harmleikur er ekkert slys“ Mikil sorg og reiði ríkir í vesturbæ Reykjavíkur en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg á fimmtudag virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 23:08 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið ekki í stakk búið til að taka út brunavarnir á heimilum fólks, líkt og velt var upp á fundi Velferðarnefndar í dag. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi hvort hámark verði sett á lögheimilisskráningar á hvert heimili í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg. Bruninn á Bræðraborgarstíg í síðustu viku og tveir slösuðust alvarlega, hefur vakið upp hörð viðbrögð um aðbúnað erlends verkafólks á leigumarkaði. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, mættu á fund Velferðarnefndar þar sem málið var tekið fyrir og því velt upp hvort ráðast þurfi í laga- og eða reglugerðarbreytingar til þess að tryggja aðbúnað. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra mætti á fund Velferðarnefndar í dag ásamt slökkviliðsstjóra.Vísir/Sigurjón Sýnist þurfa að gera laga- og reglugerðarbreytingar „Við erum í eldvarnarátaki sem hrintum af stað eftir ákveðna úttekt sem að gerð var og viljum í sjö aðgerðum til þess að efla brunavarnir og eldvarnareftirlit í landinu. hvort að það þurfi sérstakar lagabreytingar í framhaldi af þessu, það munum við skoða og það er hluti af vinnunni fram undan á næstunni,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Eins og fram hefur komið voru tugir skráðir til heimilis í húsinu á Bræðraborgarstíg. Í húsinu við hliðina eru enn fleiri skráðir til heimilis og svo virðist staðan vera á öðrum stöðum þar sem erlent verkafólk, sem kemur hingað til starfa, er skráð til heimilis. Tugir voru skráðir til heimilis í húsinu á Bræðraborgarstíg.Vísir/Vilhelm Verst að skoða að setja eftirlit með lögheimilisskráningu „Ég held að þetta sé eitthvað þurfi að skoða. Nú er þetta eitthvað sem heyrir ekki undir mitt málefna svið beint, þannig að ég held að það samtal þurfi að eiga sér stað,“ segir Ásmundur. Slökkviliðsstjóri er fylgjandi slíku eftirliti. „Mér þætti það nú kannski eðlilegt að það væri ekki hægt að skrá sjötíu manns á eitt heimilisfang og við erum með dæmi um að það séu skráðir yfir hundrað í eitt einbýlishús, þannig að þarna er eitthvað sem þarf að skoða betur,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Vilhelm Ef auka á eldvarnareftirlit þarf meira fé og aukinn mannskap Í dag er eldvarnareftirliti einungs heimilt að taka út brunavarnir á vinnustöðum en á fundi Velferðarnefndar var því velt upp hvort slökkviliði gæti bætt við eldvarnaeftirliti á heimilum. „Í dag erum við engan veginn þar en ef það er vilji myndum við ekki vinna gegn því en þá þarf að bæta okkar umhverfi og fjölga mannskap,“ segir Jón Viðar.
Slökkvilið Félagsmál Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Til skoðunar að breyta lögum í kjölfar brunans Velferðarnefnd boðaði félagsmálaráðherra til fundar í dag vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu vegna aðbúnaðar erlends verkafólks sem leigi jafnvel íbúðir við óviðunandi aðstæður. 30. júní 2020 13:12 Borgarstjóri og ráðherra mæta á fund velferðarnefndar í fyrramálið ef þingstörf setja ekki strik í reikninginn Borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru meðal þeirra sem kallaðir verða á fund velferðarnefndar vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Samhljómur er meðal nefndarmanna um að taka málið til skoðunar og meta hvort tilefni sé til lagabreytingar. 29. júní 2020 19:13 „Þessi harmleikur er ekkert slys“ Mikil sorg og reiði ríkir í vesturbæ Reykjavíkur en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg á fimmtudag virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 23:08 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Til skoðunar að breyta lögum í kjölfar brunans Velferðarnefnd boðaði félagsmálaráðherra til fundar í dag vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu vegna aðbúnaðar erlends verkafólks sem leigi jafnvel íbúðir við óviðunandi aðstæður. 30. júní 2020 13:12
Borgarstjóri og ráðherra mæta á fund velferðarnefndar í fyrramálið ef þingstörf setja ekki strik í reikninginn Borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru meðal þeirra sem kallaðir verða á fund velferðarnefndar vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Samhljómur er meðal nefndarmanna um að taka málið til skoðunar og meta hvort tilefni sé til lagabreytingar. 29. júní 2020 19:13
„Þessi harmleikur er ekkert slys“ Mikil sorg og reiði ríkir í vesturbæ Reykjavíkur en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg á fimmtudag virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 23:08