Hundruð embættismanna Bush sögð ætla að styðja Biden Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2020 10:40 Embættismenn sem störfuðu í ríkisstjórn George W. Bush ætla að beita sér gegn endurkjöri Trump með því að styðja Biden. Bush er sjálfur ekki sagður taka þátt í félagsskapnum. Vísir/Getty Hópur sem telur hundruð embættismanna sem störfuðu í ríkisstjórn repúblikanans George W. Bush er sagður ætla að lýsa formlega yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Fyrrverandi ráðherrar eru sagðir í hópnum sem leggst gegn endurkjöri Donalds Trump forseta. Reuters-fréttastofan segir að hópurinn ætli að hleypa svonefndri pólitískri aðgerðanefnd (PAC) af stokkunum í dag. Í framhaldinu muni nefndin birta myndbönd frá áhrifamiklum repúblikönum sem bera lof á Biden og reyna að hvetja fólk til að kjósa í lykilríkjum þar sem mjótt er á munum á milli frambjóðendanna. „Við vitum hvað er eðlilegt og hvað er óeðlilegt og það sem við sjáum er afar óeðlilegt. Forsetinn er hættulegur,“ segir Jennifer Millikin, einn skipuleggjenda nefndarinnar. Hún starfaði fyrir framboð Bush til endurkjörs árið 2004 og starfaði síðar innan stjórnsýslunnar. Þrátt fyrir að þeir sem tilheyra hópnum séu ekki sammála Biden í stjórnmálum telji þeir hann geta mætt áskorunum Bandaríkjanna af heilindum. Kristopher Puercell, sem starfaði í samskiptamálum í Hvíta húsinu í tíð Bush, segir hópinn ætla að velja landið fram yfir flokkinn í kosningunum í nóvember. „Við teljum að ríkisstjórn Biden muni virða réttarríkið og hefja Hvíta húsið aftur til vegs og virðingar,“ segir Purcell. Millikin segir enn ekki tímabært að greina frá því hverjir standa að hópnum. Bush er sagður hafa verið látinn vita af framtakinu en hann taki ekki sjálfur þátt í því. Talsmaður hans segist ekki ætla að skipta sér af kosningunum. Annar hópur óánægðra repúblikana sem kallar sig Lincoln-verkefnið hefur undanfarið birt fjölda áróðursmyndbanda gegn Trump forseta. Í þeim hópi er meðal annars George Conway, eiginmaður Kellyanne Conway, eins nánasta ráðgjafa Trump. Ýmsir eldri áhrifamenn í Repúblikanaflokknum eru sagðir ætla að annað hvort kjósa Trump ekki eða greiða Biden atkvæði sitt. Þeirra á meðal eru Bush, Jeb Bush bróðir hans og fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður flokksins og forsetaframbjóðandi árið 2012, og Colin Powell sem var utanríkisráðherra í tíð Bush. Trump hefur lýst repúblikönum sem styðja hann ekki sem „mannlegu úrhraki“. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump George W. Bush Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Hópur sem telur hundruð embættismanna sem störfuðu í ríkisstjórn repúblikanans George W. Bush er sagður ætla að lýsa formlega yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Fyrrverandi ráðherrar eru sagðir í hópnum sem leggst gegn endurkjöri Donalds Trump forseta. Reuters-fréttastofan segir að hópurinn ætli að hleypa svonefndri pólitískri aðgerðanefnd (PAC) af stokkunum í dag. Í framhaldinu muni nefndin birta myndbönd frá áhrifamiklum repúblikönum sem bera lof á Biden og reyna að hvetja fólk til að kjósa í lykilríkjum þar sem mjótt er á munum á milli frambjóðendanna. „Við vitum hvað er eðlilegt og hvað er óeðlilegt og það sem við sjáum er afar óeðlilegt. Forsetinn er hættulegur,“ segir Jennifer Millikin, einn skipuleggjenda nefndarinnar. Hún starfaði fyrir framboð Bush til endurkjörs árið 2004 og starfaði síðar innan stjórnsýslunnar. Þrátt fyrir að þeir sem tilheyra hópnum séu ekki sammála Biden í stjórnmálum telji þeir hann geta mætt áskorunum Bandaríkjanna af heilindum. Kristopher Puercell, sem starfaði í samskiptamálum í Hvíta húsinu í tíð Bush, segir hópinn ætla að velja landið fram yfir flokkinn í kosningunum í nóvember. „Við teljum að ríkisstjórn Biden muni virða réttarríkið og hefja Hvíta húsið aftur til vegs og virðingar,“ segir Purcell. Millikin segir enn ekki tímabært að greina frá því hverjir standa að hópnum. Bush er sagður hafa verið látinn vita af framtakinu en hann taki ekki sjálfur þátt í því. Talsmaður hans segist ekki ætla að skipta sér af kosningunum. Annar hópur óánægðra repúblikana sem kallar sig Lincoln-verkefnið hefur undanfarið birt fjölda áróðursmyndbanda gegn Trump forseta. Í þeim hópi er meðal annars George Conway, eiginmaður Kellyanne Conway, eins nánasta ráðgjafa Trump. Ýmsir eldri áhrifamenn í Repúblikanaflokknum eru sagðir ætla að annað hvort kjósa Trump ekki eða greiða Biden atkvæði sitt. Þeirra á meðal eru Bush, Jeb Bush bróðir hans og fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður flokksins og forsetaframbjóðandi árið 2012, og Colin Powell sem var utanríkisráðherra í tíð Bush. Trump hefur lýst repúblikönum sem styðja hann ekki sem „mannlegu úrhraki“.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump George W. Bush Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira