8.700 störf á næstu fimm árum: „Ekki bara karlar í vörubílum, ýtum og gröfum“ Andri Eysteinsson skrifar 1. júlí 2020 12:06 Sigurður Ingi sagði mikið framundan í samgöngumálum til ársins 2034. Vísir/Vilhelm „Við leggjum af stað í þessu ríkisstjórnarsamstarfi með þá vitneskju að við höfum gert of lítið. Við höfðum ekki sinnt, í langan tíma, viðhaldi og uppbyggingu eða vexti í kerfinu. Það var ánægjulegt þegar við náðum loksins að klára öll þessi mál,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Fyrir þinglok í vikunni var tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020 -2034 samþykkt með 55 samhljóða atkvæðum en tillagan felur í sér endurskoðaða samgönguáætlun til fimmtán ára á grunni þeirrar sem samþykkt var á Alþingi síðasta vetur. Sigurður ræddi samgönguáætlunina í Bítinu í morgun. Sigurður sagði mikið fram undan og allt í allt sé gert ráð fyrir framkvæmdum upp á 900 milljarða króna á næstu fimmtán árum. „Það eru Austfjarðagöngin þrjú svo er auðvitað verið að klára Dýrafjarðargöngin. Síðan er í þessu samvinnufrumvarpi stutt göng undir Reynisfjall við Mýrdal og svo er aldrei að vita nema að einn og einn af þessum stokkum innan höfuðborgarsáttmálans verði einhvers konar göng,“ sagði ráðherrann og bætti við að allt sé til skoðunar. Þá sagði Sigurður að unnið verði næstu mánuði að því að koma framkvæmdum við Sundabraut í gang. Þá sé áhersla lögð í áætluninni að fækka einbreiðum brúm á hringveginum og ræddi Sigurður Suðurlandið þar sérstaklega. Umferð um svæðið hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og enn er að finna þónokkuð af einbreiðum brúm í almannaleið. Sigurður sagði að á síðustu árum hafi umferð um svæðið verið stjarnfræðileg. „Við höfum verið að leggja áherslu á að fækka einbreiðum brúm á hringveginum og erum með sérstakt markmið í samgönguáætluninni,“ sagði Sigurður og bætti við að bæði yrði unnið að því að fækka þeim stóru og þeim litlu. Ljóst er að með miklum framkvæmdum skapast fjölmörg störf og segir Sigurður Ingi að mannskapur sé vissulega til reiðu til þess að fylla í störfin sem skapast. „Margir halda að það sé ekkert að gerast fyrr en grafan er farin af stað en í raun erum við búin að setja mjög mörg af þessum verkefnum sem byggð verða næstu fimm árin af stað. Þetta eru 8.700 störf næstu fimm árin og þetta eru 2.000 sem eru í hönnunarferlinu, undirbúningsferlinu og eftirlitsgeiranum. Þetta eru ekki bara karlar í vörubílum, ýtum og gröfum. Það er fjölbreyttur hópur fólks sem kemur að þessu,“ sagði Sigurður. Bestu aðstæður sem til eru til opinberrar fjárfestingar Miklir fjármunir munu fara í verkefnin sem gert er ráð fyrir í áætluninni og var Sigurður Ingi spurður hvaðan þeir muni koma. „Við vorum algjörlega sammála um að það væri mjög mikilvægt að setja mikla fjármuni í þetta og höfum gert það á kjörtímabilinu. Náttúrulega breytist margt vegna faraldursins og við þurfum í raun og veru að fjármagna allskonar hluti núna með lántöku, sagði Sigurður. „Þá er það frábært hvernig við höfum búið okkur undir þessa kreppu. Búið okkur í haginn ríkisfjármálalega og það er algjörlega augljóst að bestu aðstæður fyrir opinbera fjárfestingu sem eru til eru núna. Það er ekki bara skynsamlegt heldur er það nauðsynlegt til þess að hækka atvinnustigið. Svo er lánsfé á hvað hagkvæmustu vöxtum núna svo það er skynsamlegt að taka lán núna,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra í Bítinu í Bylgjunni í dag. Samgöngur Alþingi Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Sundabraut Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Sjá meira
„Við leggjum af stað í þessu ríkisstjórnarsamstarfi með þá vitneskju að við höfum gert of lítið. Við höfðum ekki sinnt, í langan tíma, viðhaldi og uppbyggingu eða vexti í kerfinu. Það var ánægjulegt þegar við náðum loksins að klára öll þessi mál,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Fyrir þinglok í vikunni var tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020 -2034 samþykkt með 55 samhljóða atkvæðum en tillagan felur í sér endurskoðaða samgönguáætlun til fimmtán ára á grunni þeirrar sem samþykkt var á Alþingi síðasta vetur. Sigurður ræddi samgönguáætlunina í Bítinu í morgun. Sigurður sagði mikið fram undan og allt í allt sé gert ráð fyrir framkvæmdum upp á 900 milljarða króna á næstu fimmtán árum. „Það eru Austfjarðagöngin þrjú svo er auðvitað verið að klára Dýrafjarðargöngin. Síðan er í þessu samvinnufrumvarpi stutt göng undir Reynisfjall við Mýrdal og svo er aldrei að vita nema að einn og einn af þessum stokkum innan höfuðborgarsáttmálans verði einhvers konar göng,“ sagði ráðherrann og bætti við að allt sé til skoðunar. Þá sagði Sigurður að unnið verði næstu mánuði að því að koma framkvæmdum við Sundabraut í gang. Þá sé áhersla lögð í áætluninni að fækka einbreiðum brúm á hringveginum og ræddi Sigurður Suðurlandið þar sérstaklega. Umferð um svæðið hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og enn er að finna þónokkuð af einbreiðum brúm í almannaleið. Sigurður sagði að á síðustu árum hafi umferð um svæðið verið stjarnfræðileg. „Við höfum verið að leggja áherslu á að fækka einbreiðum brúm á hringveginum og erum með sérstakt markmið í samgönguáætluninni,“ sagði Sigurður og bætti við að bæði yrði unnið að því að fækka þeim stóru og þeim litlu. Ljóst er að með miklum framkvæmdum skapast fjölmörg störf og segir Sigurður Ingi að mannskapur sé vissulega til reiðu til þess að fylla í störfin sem skapast. „Margir halda að það sé ekkert að gerast fyrr en grafan er farin af stað en í raun erum við búin að setja mjög mörg af þessum verkefnum sem byggð verða næstu fimm árin af stað. Þetta eru 8.700 störf næstu fimm árin og þetta eru 2.000 sem eru í hönnunarferlinu, undirbúningsferlinu og eftirlitsgeiranum. Þetta eru ekki bara karlar í vörubílum, ýtum og gröfum. Það er fjölbreyttur hópur fólks sem kemur að þessu,“ sagði Sigurður. Bestu aðstæður sem til eru til opinberrar fjárfestingar Miklir fjármunir munu fara í verkefnin sem gert er ráð fyrir í áætluninni og var Sigurður Ingi spurður hvaðan þeir muni koma. „Við vorum algjörlega sammála um að það væri mjög mikilvægt að setja mikla fjármuni í þetta og höfum gert það á kjörtímabilinu. Náttúrulega breytist margt vegna faraldursins og við þurfum í raun og veru að fjármagna allskonar hluti núna með lántöku, sagði Sigurður. „Þá er það frábært hvernig við höfum búið okkur undir þessa kreppu. Búið okkur í haginn ríkisfjármálalega og það er algjörlega augljóst að bestu aðstæður fyrir opinbera fjárfestingu sem eru til eru núna. Það er ekki bara skynsamlegt heldur er það nauðsynlegt til þess að hækka atvinnustigið. Svo er lánsfé á hvað hagkvæmustu vöxtum núna svo það er skynsamlegt að taka lán núna,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra í Bítinu í Bylgjunni í dag.
Samgöngur Alþingi Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Sundabraut Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Sjá meira