Ragnar Oddur Rafnsson hefur bæst í hóp eigenda hjá EY.
Í tilkynningu frá félaginu segir að Ragnar Oddur hafi hafið störf hjá EY árið 2013 og hafi verið sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar frá árinu 2019.
„Hann er með Bsc. í rekstrar-og fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ragnar býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði fyrirtækjaráðgjafar og hefur starfað á því sviði sl. 13 ár.
Hann hefur stjórnað og unnið að framkvæmd margvíslegra áreiðanleikakannana og stýrt kaupa- og söluferli, einkavæðingu og sameiningu félaga hér heima og erlendis. Áður starfaði Ragnar hjá PwC.
Ragnar er í sambúð með Ágústu Sif Víðisdóttur og á fimm börn,“ segir í tilkynningunni.