Smitrakning í gangi vegna konu sem kom til landsins fyrir 10 dögum en greindist í gær Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júlí 2020 18:30 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Vísir/Vilhelm Íslendingar þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komu til landsins verði tillögur sóttvarnarlæknis samþykktar. Í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. Samkvæmt tillögunni herðast reglur gagnvart Íslendingum og útlendingum sem búsettir eru hér á landi þó nokkuð. „Þeir sem eru með neikvætt próf við skimun á landamærunum verða beðnir um að fara í sóttkví í fjóra til fimm daga og ef það er neikvætt aftur verður þeim sleppt úr sóttkví," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Hann segir ekki ljóst hversu lengi þetta fyrirkomulag mun vara en ekki er gert ráð fyrir að greiða þurfi fyrir seinna prófið. Gripið er til þessa vegna smita sem hafa komið upp út frá fólki sem mælst hefur neikvætt á landamærum en reynst vera með veiruna. „Þeir sem eru búsettir hér hafa mun meira tengslanet í samfélaginu en aðrir og eru mun líklegri en aðrir til að breiða út smit í samfélaginu," segir hann. Fjögur smit má nú rekja fótboltakonu sem dvaldist í Bandaríkjunum og í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. Smitrakningu vegna hennar er ekki lokið en hún er ekki sögð jafn flókin og í máli fótboltakonunnar þar sem fleiri hundruð þurftu í sóttkví. Þórólfur segir hægt að gera ráð fyrir fleiri smitum í samfélaginu. „Við getum ekki alveg gengið út frá því að öll próf sem hafa verið neikvæð séu neikvæð en vonandi eru þau ekki það mörg," segir Þórólfur. Íslendingar munu þurfa fara í nokkurra daga sóttkví eftir að beðið er niðurstöðu úr annarri sýnatöku.Vísir/Vilhelm Þórólfur segir ekki ljóst hvort búið sé að ná tökum á hópsýkingunni. „Við erum ekki að sjá ný tilfelli út frá þessum hópi sem við höfum verið að greina en það er stuttur tími liðinn og það getur tekið upp undir tvær vikur að sjá árangurinn." Breytt dagskrá á goslokahátíð Almannavanir birtu í dag minnisblað þar sem ítrekað er að enginn samangur eigi að vera á milli fimm hundruð manna sóttvarnarhólfa á samkomum. Víðir segir fjölda ábendinga hafa borist um samgang fólks við veitinga-, eða miðasölu og á salernum á stærri samkomum. Hann vonar að minnisblaðið leiði til breytinga hjá mótshöldurum og skipuleggjendum bæjarhátíða. „Við erum strax farin að sjá það að menn eru að breyta. Goslokahátíðin var að breyta hjá sér dagskrá um komandi helgi og taka af dagskrá viðburð sem þau reiknuðu með að yrði fjölmennur. Ég reikna með að fleiri muni fylgja í kjölfarið," segir hann. Frá og með deginum í dag þarf að greiða fyrir skimun á landamærum, níu þúsund sé bókað fyrir fram en ellefu þúsund á staðnum. Verkefnisstjóri segir unnið að breytingu þannig að hægt verði að greiða fyrir hópa. Hann segir ferlið hafa gengið vel í dag. „Flestir voru búnir að borga fyrirfram, eða allavega meirihutinn og fyrir vikið hafa ekki verið neinar sérstakar biðraðir," segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Sjá meira
Íslendingar þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komu til landsins verði tillögur sóttvarnarlæknis samþykktar. Í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. Samkvæmt tillögunni herðast reglur gagnvart Íslendingum og útlendingum sem búsettir eru hér á landi þó nokkuð. „Þeir sem eru með neikvætt próf við skimun á landamærunum verða beðnir um að fara í sóttkví í fjóra til fimm daga og ef það er neikvætt aftur verður þeim sleppt úr sóttkví," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Hann segir ekki ljóst hversu lengi þetta fyrirkomulag mun vara en ekki er gert ráð fyrir að greiða þurfi fyrir seinna prófið. Gripið er til þessa vegna smita sem hafa komið upp út frá fólki sem mælst hefur neikvætt á landamærum en reynst vera með veiruna. „Þeir sem eru búsettir hér hafa mun meira tengslanet í samfélaginu en aðrir og eru mun líklegri en aðrir til að breiða út smit í samfélaginu," segir hann. Fjögur smit má nú rekja fótboltakonu sem dvaldist í Bandaríkjunum og í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. Smitrakningu vegna hennar er ekki lokið en hún er ekki sögð jafn flókin og í máli fótboltakonunnar þar sem fleiri hundruð þurftu í sóttkví. Þórólfur segir hægt að gera ráð fyrir fleiri smitum í samfélaginu. „Við getum ekki alveg gengið út frá því að öll próf sem hafa verið neikvæð séu neikvæð en vonandi eru þau ekki það mörg," segir Þórólfur. Íslendingar munu þurfa fara í nokkurra daga sóttkví eftir að beðið er niðurstöðu úr annarri sýnatöku.Vísir/Vilhelm Þórólfur segir ekki ljóst hvort búið sé að ná tökum á hópsýkingunni. „Við erum ekki að sjá ný tilfelli út frá þessum hópi sem við höfum verið að greina en það er stuttur tími liðinn og það getur tekið upp undir tvær vikur að sjá árangurinn." Breytt dagskrá á goslokahátíð Almannavanir birtu í dag minnisblað þar sem ítrekað er að enginn samangur eigi að vera á milli fimm hundruð manna sóttvarnarhólfa á samkomum. Víðir segir fjölda ábendinga hafa borist um samgang fólks við veitinga-, eða miðasölu og á salernum á stærri samkomum. Hann vonar að minnisblaðið leiði til breytinga hjá mótshöldurum og skipuleggjendum bæjarhátíða. „Við erum strax farin að sjá það að menn eru að breyta. Goslokahátíðin var að breyta hjá sér dagskrá um komandi helgi og taka af dagskrá viðburð sem þau reiknuðu með að yrði fjölmennur. Ég reikna með að fleiri muni fylgja í kjölfarið," segir hann. Frá og með deginum í dag þarf að greiða fyrir skimun á landamærum, níu þúsund sé bókað fyrir fram en ellefu þúsund á staðnum. Verkefnisstjóri segir unnið að breytingu þannig að hægt verði að greiða fyrir hópa. Hann segir ferlið hafa gengið vel í dag. „Flestir voru búnir að borga fyrirfram, eða allavega meirihutinn og fyrir vikið hafa ekki verið neinar sérstakar biðraðir," segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Sjá meira