Smitrakning í gangi vegna konu sem kom til landsins fyrir 10 dögum en greindist í gær Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júlí 2020 18:30 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Vísir/Vilhelm Íslendingar þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komu til landsins verði tillögur sóttvarnarlæknis samþykktar. Í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. Samkvæmt tillögunni herðast reglur gagnvart Íslendingum og útlendingum sem búsettir eru hér á landi þó nokkuð. „Þeir sem eru með neikvætt próf við skimun á landamærunum verða beðnir um að fara í sóttkví í fjóra til fimm daga og ef það er neikvætt aftur verður þeim sleppt úr sóttkví," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Hann segir ekki ljóst hversu lengi þetta fyrirkomulag mun vara en ekki er gert ráð fyrir að greiða þurfi fyrir seinna prófið. Gripið er til þessa vegna smita sem hafa komið upp út frá fólki sem mælst hefur neikvætt á landamærum en reynst vera með veiruna. „Þeir sem eru búsettir hér hafa mun meira tengslanet í samfélaginu en aðrir og eru mun líklegri en aðrir til að breiða út smit í samfélaginu," segir hann. Fjögur smit má nú rekja fótboltakonu sem dvaldist í Bandaríkjunum og í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. Smitrakningu vegna hennar er ekki lokið en hún er ekki sögð jafn flókin og í máli fótboltakonunnar þar sem fleiri hundruð þurftu í sóttkví. Þórólfur segir hægt að gera ráð fyrir fleiri smitum í samfélaginu. „Við getum ekki alveg gengið út frá því að öll próf sem hafa verið neikvæð séu neikvæð en vonandi eru þau ekki það mörg," segir Þórólfur. Íslendingar munu þurfa fara í nokkurra daga sóttkví eftir að beðið er niðurstöðu úr annarri sýnatöku.Vísir/Vilhelm Þórólfur segir ekki ljóst hvort búið sé að ná tökum á hópsýkingunni. „Við erum ekki að sjá ný tilfelli út frá þessum hópi sem við höfum verið að greina en það er stuttur tími liðinn og það getur tekið upp undir tvær vikur að sjá árangurinn." Breytt dagskrá á goslokahátíð Almannavanir birtu í dag minnisblað þar sem ítrekað er að enginn samangur eigi að vera á milli fimm hundruð manna sóttvarnarhólfa á samkomum. Víðir segir fjölda ábendinga hafa borist um samgang fólks við veitinga-, eða miðasölu og á salernum á stærri samkomum. Hann vonar að minnisblaðið leiði til breytinga hjá mótshöldurum og skipuleggjendum bæjarhátíða. „Við erum strax farin að sjá það að menn eru að breyta. Goslokahátíðin var að breyta hjá sér dagskrá um komandi helgi og taka af dagskrá viðburð sem þau reiknuðu með að yrði fjölmennur. Ég reikna með að fleiri muni fylgja í kjölfarið," segir hann. Frá og með deginum í dag þarf að greiða fyrir skimun á landamærum, níu þúsund sé bókað fyrir fram en ellefu þúsund á staðnum. Verkefnisstjóri segir unnið að breytingu þannig að hægt verði að greiða fyrir hópa. Hann segir ferlið hafa gengið vel í dag. „Flestir voru búnir að borga fyrirfram, eða allavega meirihutinn og fyrir vikið hafa ekki verið neinar sérstakar biðraðir," segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Íslendingar þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komu til landsins verði tillögur sóttvarnarlæknis samþykktar. Í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. Samkvæmt tillögunni herðast reglur gagnvart Íslendingum og útlendingum sem búsettir eru hér á landi þó nokkuð. „Þeir sem eru með neikvætt próf við skimun á landamærunum verða beðnir um að fara í sóttkví í fjóra til fimm daga og ef það er neikvætt aftur verður þeim sleppt úr sóttkví," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Hann segir ekki ljóst hversu lengi þetta fyrirkomulag mun vara en ekki er gert ráð fyrir að greiða þurfi fyrir seinna prófið. Gripið er til þessa vegna smita sem hafa komið upp út frá fólki sem mælst hefur neikvætt á landamærum en reynst vera með veiruna. „Þeir sem eru búsettir hér hafa mun meira tengslanet í samfélaginu en aðrir og eru mun líklegri en aðrir til að breiða út smit í samfélaginu," segir hann. Fjögur smit má nú rekja fótboltakonu sem dvaldist í Bandaríkjunum og í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. Smitrakningu vegna hennar er ekki lokið en hún er ekki sögð jafn flókin og í máli fótboltakonunnar þar sem fleiri hundruð þurftu í sóttkví. Þórólfur segir hægt að gera ráð fyrir fleiri smitum í samfélaginu. „Við getum ekki alveg gengið út frá því að öll próf sem hafa verið neikvæð séu neikvæð en vonandi eru þau ekki það mörg," segir Þórólfur. Íslendingar munu þurfa fara í nokkurra daga sóttkví eftir að beðið er niðurstöðu úr annarri sýnatöku.Vísir/Vilhelm Þórólfur segir ekki ljóst hvort búið sé að ná tökum á hópsýkingunni. „Við erum ekki að sjá ný tilfelli út frá þessum hópi sem við höfum verið að greina en það er stuttur tími liðinn og það getur tekið upp undir tvær vikur að sjá árangurinn." Breytt dagskrá á goslokahátíð Almannavanir birtu í dag minnisblað þar sem ítrekað er að enginn samangur eigi að vera á milli fimm hundruð manna sóttvarnarhólfa á samkomum. Víðir segir fjölda ábendinga hafa borist um samgang fólks við veitinga-, eða miðasölu og á salernum á stærri samkomum. Hann vonar að minnisblaðið leiði til breytinga hjá mótshöldurum og skipuleggjendum bæjarhátíða. „Við erum strax farin að sjá það að menn eru að breyta. Goslokahátíðin var að breyta hjá sér dagskrá um komandi helgi og taka af dagskrá viðburð sem þau reiknuðu með að yrði fjölmennur. Ég reikna með að fleiri muni fylgja í kjölfarið," segir hann. Frá og með deginum í dag þarf að greiða fyrir skimun á landamærum, níu þúsund sé bókað fyrir fram en ellefu þúsund á staðnum. Verkefnisstjóri segir unnið að breytingu þannig að hægt verði að greiða fyrir hópa. Hann segir ferlið hafa gengið vel í dag. „Flestir voru búnir að borga fyrirfram, eða allavega meirihutinn og fyrir vikið hafa ekki verið neinar sérstakar biðraðir," segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira