Xi óskar Guðna til hamingju Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2020 07:17 Xi Jinping, forseti Kína, sést hér vinka. Nordicphotos/AFP Xi Jinping, forseti Kína, óskar íslenskum starfsbróður sínum til hamingju með endurkjörið, en Guðni Th. Jóhannesson hlaut yfirburðakosningu um liðna helgi. Í bréfi sínu til Guðna segir Xi að samband Íslands og Kína hafi styrkst á hinum ýmsu sviðum á undanförnum árum, þökk sé samhentu átaki beggja ríkja. Frá upphafi kórónuveirufaraldursins hafi þau þannig „passað upp á hvort annað,“ eins og Xi orðar það í bréfi sínu sem ríkisfjölmiðillinn Xinhua birtir. Guðni ritaði Xi til að mynda bréf fyrir hönd Íslendinga í apríl þar sem hann sendi kínversku þjóðinni samúðar- og stuðningskveðjur í baráttu þeirra við veiruna. Xi svaraði bréfi Guðna, þakkaði honum fyrir kveðjuna og vonaðist til þess að alþjóðasamfélagið gæti tekið höndum saman svo að ráða megi niðurlögum farsóttarinnar. Formlegt stjórnmálasamband Kína og Íslands fagnar 50 ára afmæli á næsta ári og segir Xi að hann sé tilbúinn að vinna með Guðna svo að tvíhliða samband ríkjanna styrkist enn frekar. Xi hefur verið forseti Kína frá árinu 2012 og hefur sankað að sér valdheimildum í stjórnartíð sinni. Hann er nú talinn einn áhrifamesti leiðtogi alþýðulýðveldisins frá upphafi, til að mynda hefur nafn hans og hugmyndafræði verið færð inn í stjórnarskrá landsins sem er sagður heiður sem aðeins Maó Zedong hafði hlotnast fram að stjórnartíð Xi. Kínverski kommúnistaflokkurinn felldi úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins árið 2018 sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Xi mun því geta haldið embætti sínu eins lengi og hann hefur heilsu til. Sem kunnugt er var Guðni endurkjörinn um liðna helgi með rúmlega 92 prósentum greiddra atkvæða. Kína Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni með yfirburðasigur Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn í embætti forseta í gær með yfirburðum. 28. júní 2020 08:16 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Xi Jinping, forseti Kína, óskar íslenskum starfsbróður sínum til hamingju með endurkjörið, en Guðni Th. Jóhannesson hlaut yfirburðakosningu um liðna helgi. Í bréfi sínu til Guðna segir Xi að samband Íslands og Kína hafi styrkst á hinum ýmsu sviðum á undanförnum árum, þökk sé samhentu átaki beggja ríkja. Frá upphafi kórónuveirufaraldursins hafi þau þannig „passað upp á hvort annað,“ eins og Xi orðar það í bréfi sínu sem ríkisfjölmiðillinn Xinhua birtir. Guðni ritaði Xi til að mynda bréf fyrir hönd Íslendinga í apríl þar sem hann sendi kínversku þjóðinni samúðar- og stuðningskveðjur í baráttu þeirra við veiruna. Xi svaraði bréfi Guðna, þakkaði honum fyrir kveðjuna og vonaðist til þess að alþjóðasamfélagið gæti tekið höndum saman svo að ráða megi niðurlögum farsóttarinnar. Formlegt stjórnmálasamband Kína og Íslands fagnar 50 ára afmæli á næsta ári og segir Xi að hann sé tilbúinn að vinna með Guðna svo að tvíhliða samband ríkjanna styrkist enn frekar. Xi hefur verið forseti Kína frá árinu 2012 og hefur sankað að sér valdheimildum í stjórnartíð sinni. Hann er nú talinn einn áhrifamesti leiðtogi alþýðulýðveldisins frá upphafi, til að mynda hefur nafn hans og hugmyndafræði verið færð inn í stjórnarskrá landsins sem er sagður heiður sem aðeins Maó Zedong hafði hlotnast fram að stjórnartíð Xi. Kínverski kommúnistaflokkurinn felldi úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins árið 2018 sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Xi mun því geta haldið embætti sínu eins lengi og hann hefur heilsu til. Sem kunnugt er var Guðni endurkjörinn um liðna helgi með rúmlega 92 prósentum greiddra atkvæða.
Kína Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni með yfirburðasigur Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn í embætti forseta í gær með yfirburðum. 28. júní 2020 08:16 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Guðni með yfirburðasigur Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn í embætti forseta í gær með yfirburðum. 28. júní 2020 08:16