„Allt í einu liggurðu brotinn á jörðinni, eins og aumingi“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2020 08:23 Sigurður G. Guðjónsson birti þessa mynd af sér eftir komuna á Landspítalann. Myndinni hefur verið snúið. sigurður guðni guðjónsson Aðspurður hvernig honum líði þennan morguninn segist Sigurður G. Guðjónsson lögmaður vera „slæmur.“ Ef ekki væri fyrir stöðuga mænudeyfingu væri hann mjög verkjaður. Sigurður féll úr stiga á mánudaginn síðastliðinn þegar hann hugðist klára að mála þakið á húsi sínu. Fallið hafi verið um þrír metrar. „Eftir nokkra tugi ferða upp á þak, við að mála og skrapa, alltaf í sama stiganum heldur maður að þetta sé allt öruggt og fínt hjá manni. Svo ertu bara að lyfta málningarfötu upp á þakið og þá fer stiginn undan þér. Næsta er að þú liggur bara á stiganum brotinn,“ segir Sigurður í samtali við Bítið í morgun. Hann hafi þannig lent á stiganum og sé með þrepin á stiganum upp eftir síðunni. Atburðarásin hafi verið hörð. „Þetta [fallið] er fljótt. Þetta bara gerist og allt í einu liggurðu brotinn á jörðinni, eins og aumingi,“ segir Sigurður. Hann segist hafa óttast að vera lamaður eftir fallið. „Það var fyrsta hugsunin,“ segir Sigurður og minnist hrikalegra verkja eftir fallið. Dóttir hans og barnabarn voru skammt undan og segir Sigurður að þau hafi séð hann falla til jarðar. Það hafi verið með þeim mikið áfall. „Skítastaða“ Við fallið braut hann fimm rifbein, „sum þeirra illa,“ eins og Sigurður orðar það. Það sé lítið hægt að gera í því, þau grói einfaldlega saman að lokum. Hann segist því eiga erfitt með að hreyfa sig. „Þú getur illa sest upp, þú getur illa sest niður, þú getur illa andað og ekki hlegið eða hnerrað. Þetta er svona skítastaða sem þú ert í,“ segir Sigurður. Hann áætlar að það muni taka sig um sex vikur að jafna sig á fallinu, þá verði hann orðinn „sæmilegur“ aftur. Hann liggi nú inni á hjarta- og lungnadeild Landspítalans og segir fara vel um sig. Sigurður segist ekki kunna skýringar á því hvers vegna stiginn rann undan honum. Ekki sé útilokað að einhver slinkur hafi komið á stigann þegar hann vippaði þungri málningarfötunni upp á þakið. Stiginn hafi staðið á sólpalli sem var skraufþurr í blíðviðrinu á mánudag. „Þetta segir manni það að maður verður alltaf að gæta sín. Það er kannski betra að hafa einhvern með sér þegar maður er að príla í svona stiga,“ segir Sigurður sem heitir því að vera varkárari í framtíðinni. „Ég held að ég muni aldrei fara upp á þak aftur án þess að vera með fallvörn til að setja á skorsteininn,“ segir Sigurður en spjall hans við Bítið má heyra hér að neðan. Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Aðspurður hvernig honum líði þennan morguninn segist Sigurður G. Guðjónsson lögmaður vera „slæmur.“ Ef ekki væri fyrir stöðuga mænudeyfingu væri hann mjög verkjaður. Sigurður féll úr stiga á mánudaginn síðastliðinn þegar hann hugðist klára að mála þakið á húsi sínu. Fallið hafi verið um þrír metrar. „Eftir nokkra tugi ferða upp á þak, við að mála og skrapa, alltaf í sama stiganum heldur maður að þetta sé allt öruggt og fínt hjá manni. Svo ertu bara að lyfta málningarfötu upp á þakið og þá fer stiginn undan þér. Næsta er að þú liggur bara á stiganum brotinn,“ segir Sigurður í samtali við Bítið í morgun. Hann hafi þannig lent á stiganum og sé með þrepin á stiganum upp eftir síðunni. Atburðarásin hafi verið hörð. „Þetta [fallið] er fljótt. Þetta bara gerist og allt í einu liggurðu brotinn á jörðinni, eins og aumingi,“ segir Sigurður. Hann segist hafa óttast að vera lamaður eftir fallið. „Það var fyrsta hugsunin,“ segir Sigurður og minnist hrikalegra verkja eftir fallið. Dóttir hans og barnabarn voru skammt undan og segir Sigurður að þau hafi séð hann falla til jarðar. Það hafi verið með þeim mikið áfall. „Skítastaða“ Við fallið braut hann fimm rifbein, „sum þeirra illa,“ eins og Sigurður orðar það. Það sé lítið hægt að gera í því, þau grói einfaldlega saman að lokum. Hann segist því eiga erfitt með að hreyfa sig. „Þú getur illa sest upp, þú getur illa sest niður, þú getur illa andað og ekki hlegið eða hnerrað. Þetta er svona skítastaða sem þú ert í,“ segir Sigurður. Hann áætlar að það muni taka sig um sex vikur að jafna sig á fallinu, þá verði hann orðinn „sæmilegur“ aftur. Hann liggi nú inni á hjarta- og lungnadeild Landspítalans og segir fara vel um sig. Sigurður segist ekki kunna skýringar á því hvers vegna stiginn rann undan honum. Ekki sé útilokað að einhver slinkur hafi komið á stigann þegar hann vippaði þungri málningarfötunni upp á þakið. Stiginn hafi staðið á sólpalli sem var skraufþurr í blíðviðrinu á mánudag. „Þetta segir manni það að maður verður alltaf að gæta sín. Það er kannski betra að hafa einhvern með sér þegar maður er að príla í svona stiga,“ segir Sigurður sem heitir því að vera varkárari í framtíðinni. „Ég held að ég muni aldrei fara upp á þak aftur án þess að vera með fallvörn til að setja á skorsteininn,“ segir Sigurður en spjall hans við Bítið má heyra hér að neðan.
Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent