Hluti áhafnar Herjólfs boðar til verkfalls Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2020 12:09 Hluta áhafnar Herjólfs hefur boðað til verkfalls. Vísir/Vilhelm Verkfall hluta áhafnar Herjólfs hefur verið boðað frá og með miðnætti á þriðjudaginn næstkomandi og mun það standa í sólarhring. Næsta vinnustöðvun mun standa yfir í tvo sólarhringa og stendur frá miðnætti 14. júlí. Þá mun þriðja vinnustöðvun standa yfir í þrjá sólarhringa og hefjast á miðnætti 28. júlí. Kosning fór fram um vinnustöðvunina í síðustu viku meðal áhafnarmeðlima á Herjólfi sem eru félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands. Alls eru 21 áhafnarmeðlimur í félaginu og greiddu 17 þeirra atkvæði og studdu þeir allir vinnustöðvunina. Jónas Garðarsson hjá Sjómannafélagi Íslands segir í samtali við Eyjafréttir að málið sé nú í Félagsdómi. Deilan snúist fyrst og fremst um það að Herjólfur ohf. hafi ekki sinnt því að mæta til fundar um kjaramál þrátt fyrir að félagið hafi ítrekað leitað eftir því. „Gerður hefur verið samningur við Sjómannafélagið Jötunn sem þeir líta þannig á að sé gildandi kjarasamningur fyrir alla en einungis tveir áhafnarmeðlimir eru félagar í Jötni,“ segir Jónas. Ekki náðist tal af Jónasi við gerð þessarar fréttar. Telja verkfallið ólöglegt „Félagið hefur aldrei hafnað einu eða neinu en það þurfa að liggja fyrir einhverjar beiðnir um einhverja tiltekna hluti þannig að við höfum ekki hafnað neinu,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við fréttastofu. Hann segir jafnframt að samninganefnd Herjólfs og Sjómannafélagsins hafi fundað hjá ríkissáttasemjara fyrir tveimur vikum síðan. „Félagið er með gildandi kjarasamning við Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum fyrir undirmenn á Herjólfi. Starfsmenn hafa þennan rétt að vera félagsmenn í hvaða félagi sem er en í þessum kjarasamningi við Sjómannafélagið Jötunn þá hafa þeir forgangsréttarákvæði og við teljum okkur vera með kjarasamning á bak við þá ráðningarsamninga sem við erum með.“ Þá segir hann eðlilegt að ef fleiri stéttarfélög telji sig eiga rétt á að vera með kjarasamning við Herjólf sé það tekið fyrir hjá Félagsdómi. „Við leifum þessum bara að fara fyrir Félagsdóm og sjáum hvað kemur út úr því.“ Málinu var stefnt fyrir Félagsdóm á þriðjudaginn og þingfest sama dag. Boðað hefur verið til dómsuppkvaðningar hjá Félagsdómi á mánudaginn og segir Guðbjartur þá koma í ljós hvort af vinnustöðvun verði. „Við teljum að [verkfallið] sé ólöglegt og fáum bara félagsdóm til að skera úr um það hvort að það sé einhver réttur til verkfallsins eða réttur til að krefja félagið um gerð kjarasamnings,“ segir Guðbjartur. Kjaramál Herjólfur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38 Ekki ljóst hve langan tíma mun taka að gera við Baldur Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær sem varð þess valdandi að fjöldi fólks sat fast út í Flatey. 30. júní 2020 14:12 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira
Verkfall hluta áhafnar Herjólfs hefur verið boðað frá og með miðnætti á þriðjudaginn næstkomandi og mun það standa í sólarhring. Næsta vinnustöðvun mun standa yfir í tvo sólarhringa og stendur frá miðnætti 14. júlí. Þá mun þriðja vinnustöðvun standa yfir í þrjá sólarhringa og hefjast á miðnætti 28. júlí. Kosning fór fram um vinnustöðvunina í síðustu viku meðal áhafnarmeðlima á Herjólfi sem eru félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands. Alls eru 21 áhafnarmeðlimur í félaginu og greiddu 17 þeirra atkvæði og studdu þeir allir vinnustöðvunina. Jónas Garðarsson hjá Sjómannafélagi Íslands segir í samtali við Eyjafréttir að málið sé nú í Félagsdómi. Deilan snúist fyrst og fremst um það að Herjólfur ohf. hafi ekki sinnt því að mæta til fundar um kjaramál þrátt fyrir að félagið hafi ítrekað leitað eftir því. „Gerður hefur verið samningur við Sjómannafélagið Jötunn sem þeir líta þannig á að sé gildandi kjarasamningur fyrir alla en einungis tveir áhafnarmeðlimir eru félagar í Jötni,“ segir Jónas. Ekki náðist tal af Jónasi við gerð þessarar fréttar. Telja verkfallið ólöglegt „Félagið hefur aldrei hafnað einu eða neinu en það þurfa að liggja fyrir einhverjar beiðnir um einhverja tiltekna hluti þannig að við höfum ekki hafnað neinu,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við fréttastofu. Hann segir jafnframt að samninganefnd Herjólfs og Sjómannafélagsins hafi fundað hjá ríkissáttasemjara fyrir tveimur vikum síðan. „Félagið er með gildandi kjarasamning við Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum fyrir undirmenn á Herjólfi. Starfsmenn hafa þennan rétt að vera félagsmenn í hvaða félagi sem er en í þessum kjarasamningi við Sjómannafélagið Jötunn þá hafa þeir forgangsréttarákvæði og við teljum okkur vera með kjarasamning á bak við þá ráðningarsamninga sem við erum með.“ Þá segir hann eðlilegt að ef fleiri stéttarfélög telji sig eiga rétt á að vera með kjarasamning við Herjólf sé það tekið fyrir hjá Félagsdómi. „Við leifum þessum bara að fara fyrir Félagsdóm og sjáum hvað kemur út úr því.“ Málinu var stefnt fyrir Félagsdóm á þriðjudaginn og þingfest sama dag. Boðað hefur verið til dómsuppkvaðningar hjá Félagsdómi á mánudaginn og segir Guðbjartur þá koma í ljós hvort af vinnustöðvun verði. „Við teljum að [verkfallið] sé ólöglegt og fáum bara félagsdóm til að skera úr um það hvort að það sé einhver réttur til verkfallsins eða réttur til að krefja félagið um gerð kjarasamnings,“ segir Guðbjartur.
Kjaramál Herjólfur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38 Ekki ljóst hve langan tíma mun taka að gera við Baldur Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær sem varð þess valdandi að fjöldi fólks sat fast út í Flatey. 30. júní 2020 14:12 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira
Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38
Ekki ljóst hve langan tíma mun taka að gera við Baldur Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær sem varð þess valdandi að fjöldi fólks sat fast út í Flatey. 30. júní 2020 14:12