Laumaðist til að taka myndir af konum í sundlaugarklefa Andri Eysteinsson skrifar 2. júlí 2020 15:10 Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir blygðunarsemisbrot með því að taka, eða reynt að taka, á farsíma sinn myndir af þremur konum sem voru naktar eða hálfnaktar í kvennaklefa Sundlaugar Kópavogs. Málið kom á borð lögreglunnar eftir að forstöðumaður sundlaugarinnar tilkynnti um kynferðisbrot ákærða 15. maí 2018. Hafði ákærði þá hlaupið í skarðið fyrir kærustu sína sem starfaði við þrif hjá sundlauginni. Forstöðumaðurinn sagðist hafa fengið ábendingar um að við lokun laugarinnar hafi maðurinn beint síma sínum inn í kvennaklefann og tekið myndir af þeim sem þar voru. Konur sem voru í klefanum urðu vitni af háttsemi mannsins, eltu hann uppi og kröfðust þess að fá að sjá myndirnar í símanum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að maðurinn hafi virkað flóttalegur á meðan hann fletti í gegnum myndasafnið með miklum hraða. Konurnar kváðust hafa séð snögglega myndir sem sýndu þær naktar og myndir sem samsvöruðu umhverfinu í klefanum sjálfum. Konurnar lögðu allar fram kæru í málinu og voru teknar skýrslur af þeim og ákærða. Framburður kvennanna þótti trúverðugur en framburður ákærða, sem neitaði sök, þótti það ekki. Útskýringar hans á því af hverju hann hélt á símanum voru á reiki og segir að hann hafi reynt að koma sér hjá því að svara spurningum beint. Tekið var eftir því að Samsung-farsími mannsins hafði verið endurræstur tveimur dögum eftir atvikið með þeim hætti að öll gögn höfðu eyðst. Ákærði hafði áður verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar árið 2018 og voru blygðunarsemisbrot mannsins framin áður en sá dómur féll. Ákærða er því gerð refsing í einu lagi og skal hann sæta fangelsi í fjóra mánuði sem fellur niður að tveimur árum liðnum haldi hann skilorð. Þá skal hann sæta upptöku á farsíma sínum, greiða einni kvennanna 200.000 krónur og greiða málsvarnarlaun. Kynferðisofbeldi Dómsmál Kópavogur Sundlaugar Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Sjá meira
Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir blygðunarsemisbrot með því að taka, eða reynt að taka, á farsíma sinn myndir af þremur konum sem voru naktar eða hálfnaktar í kvennaklefa Sundlaugar Kópavogs. Málið kom á borð lögreglunnar eftir að forstöðumaður sundlaugarinnar tilkynnti um kynferðisbrot ákærða 15. maí 2018. Hafði ákærði þá hlaupið í skarðið fyrir kærustu sína sem starfaði við þrif hjá sundlauginni. Forstöðumaðurinn sagðist hafa fengið ábendingar um að við lokun laugarinnar hafi maðurinn beint síma sínum inn í kvennaklefann og tekið myndir af þeim sem þar voru. Konur sem voru í klefanum urðu vitni af háttsemi mannsins, eltu hann uppi og kröfðust þess að fá að sjá myndirnar í símanum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að maðurinn hafi virkað flóttalegur á meðan hann fletti í gegnum myndasafnið með miklum hraða. Konurnar kváðust hafa séð snögglega myndir sem sýndu þær naktar og myndir sem samsvöruðu umhverfinu í klefanum sjálfum. Konurnar lögðu allar fram kæru í málinu og voru teknar skýrslur af þeim og ákærða. Framburður kvennanna þótti trúverðugur en framburður ákærða, sem neitaði sök, þótti það ekki. Útskýringar hans á því af hverju hann hélt á símanum voru á reiki og segir að hann hafi reynt að koma sér hjá því að svara spurningum beint. Tekið var eftir því að Samsung-farsími mannsins hafði verið endurræstur tveimur dögum eftir atvikið með þeim hætti að öll gögn höfðu eyðst. Ákærði hafði áður verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar árið 2018 og voru blygðunarsemisbrot mannsins framin áður en sá dómur féll. Ákærða er því gerð refsing í einu lagi og skal hann sæta fangelsi í fjóra mánuði sem fellur niður að tveimur árum liðnum haldi hann skilorð. Þá skal hann sæta upptöku á farsíma sínum, greiða einni kvennanna 200.000 krónur og greiða málsvarnarlaun.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Kópavogur Sundlaugar Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Sjá meira