Stórlega vanmetið nám - listdans Sigrún Ósk Stefánsdóttir skrifar 2. júlí 2020 08:00 Af hverju listdansnám? Listdansnám er fjölbreytt og krefjandi nám þar sem nemendur þjálfa bæði líkama sína og huga. Nemendur þurfa að hafa mikla líkamlega getu, þol, styrk og liðleika en líka listfengi, skapandi hugsun og gáfur. Það er vegna þess að dansinn liggur í gráu svæði á milli íþrótta og lista. Dansarar þurfa að þjálfa líkamann eins og íþróttafólk og hugann eins og listamenn. Því má færa rök fyrir að erfitt sé að finna námsgrein sem undirbýr nemendur jafn vel fyrir jafn fjölbreytt verkefni í framtíðinni. Aðspurðir segjast nemendur t.d. hafa lært sjálfsaga, þrautseigju, samstarf, rétta líkamsstöðu, þolinmæði, metnað og skipulag. Þeir segja námið einnig hafa kennt þeim að hugsa hratt og hjálpað þeim að stíga út fyrir sitt þægindasvið. Allt eru þetta eiginleikar sem munu nýtast þeim í hverju sem þau taka sér fyrri hendur í lífinu. Námið hefur því gildi til viðbótar við að mennta næstu kynslóð dansara, því dansnemar læra svo miklu fleira en alls konar spor. Hvernig er listdansnámi háttað? Til að eiga sem besta möguleika á að ná langt í listdansi þarf að byrja snemma. Listdansskóli Íslands tekur nemendur inn 9 ára og ýmsir aðrir skólar byrja enn fyrr. Það er mikilvægt að byrja snemma til að nemendur tileinki sér grunntækni og hreyfimynstur sem fyrst. Þannig þjálfast vöðvaminni - hreyfingar sem eru flestum framandi verða eins og annað eðli dansnemans - sem getur þá haldið þjálfuninni áfram, orðið sterkari og lært flóknari spor. Grunnstig í listdansi eru 7 og að þeim loknum geta nemendur sótt um listdansnám á framhaldsstigi. Það fer fram í samstarfi við MH og eins og er sjá þrír listdansskólar um verklega hluta þeirrar kennslu; Danslistarskóli JSB, Klassíski Listdansskólinn og Listdansskóli Íslands en þeir kenna einnig grunnstigin. Að námi á framhaldsstigi loknu eiga nemendur að vera reiðubúnir að takast á við háskólanám í dansi eða atvinnumennsku í greininni. Við Listaháskóla Íslands er alþjóðleg samtímadansdeild sem býður uppá BA nám. Til marks um gæði listdansnáms á framhaldsskólastigi eru útskrifaðir nemendur frá öllum þremur skólunum í námi á samtímadansbraut LHÍ. Auk þess eru nokkrir sem stunda nám á öðrum sviðslistabrautum. Einnig eru nokkrir í háskólanámi við erlenda dansháskóla. Íslenskir dansarar starfa víða um heim og Íslenski dansflokkurinn sýnir mikið erlendis við góðar undirtektir. Þetta sýnir að námið skilar sér og að íslensk danslist er í útrás. Þeir sem ekki gera dansinn að sinni atvinnu ná oft langt á öðrum sviðum og starfa margir sem læknar, verkfræðingar, sjúkraþjálfar eða listamenn á öðrum sviðum og svo mætti lengi telja. Kostnaður og réttlæti Faglegt og metnaðarfullt listdansnám er dýrt. Kostnaðurinn felst að miklu í stóru húsnæði með sérútbúin dansgólf, spegla og stangir. Þá þarf að greiða vel menntuðum og reynslumiklum kennurum laun, útbúa sali með hljómflutningsgræjum og helst píanóum, og auðvitað standa skil öðrum á venjulegum rekstrarkostnaði fyrirtækja. Íslenskt listdansnám hefur verið alvarlega fjársvelt í fjölda ára, bæði grunn- og framhaldsstig. Framlög frá hinu opinbera eru t.a.m. tífalt hærri með hverjum tónlistarnema á grunnstigi samanborið við listdansnema á grunnstigi. Hvernig stendur á því? Listdansnám er dýrmætur hluti af menntakerfinu okkar og listdans af menningarflóru landsins. Listdans er líkamleg, vitsmunaleg og listræn tjáning. Hann þjálfar líkamann og ræktar hug og sál. Listdansskólarnir berjast nú fyrir lífi sínu og ég vona að á þá verði hlustað og framlög til þeirra leiðrétt. Annars er tvísýnt um tilvist þessa dýrmæta náms og þar með listdans í landinu. Höfundur er dansari og danskennari við Listdansskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dans Skóla - og menntamál Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Af hverju listdansnám? Listdansnám er fjölbreytt og krefjandi nám þar sem nemendur þjálfa bæði líkama sína og huga. Nemendur þurfa að hafa mikla líkamlega getu, þol, styrk og liðleika en líka listfengi, skapandi hugsun og gáfur. Það er vegna þess að dansinn liggur í gráu svæði á milli íþrótta og lista. Dansarar þurfa að þjálfa líkamann eins og íþróttafólk og hugann eins og listamenn. Því má færa rök fyrir að erfitt sé að finna námsgrein sem undirbýr nemendur jafn vel fyrir jafn fjölbreytt verkefni í framtíðinni. Aðspurðir segjast nemendur t.d. hafa lært sjálfsaga, þrautseigju, samstarf, rétta líkamsstöðu, þolinmæði, metnað og skipulag. Þeir segja námið einnig hafa kennt þeim að hugsa hratt og hjálpað þeim að stíga út fyrir sitt þægindasvið. Allt eru þetta eiginleikar sem munu nýtast þeim í hverju sem þau taka sér fyrri hendur í lífinu. Námið hefur því gildi til viðbótar við að mennta næstu kynslóð dansara, því dansnemar læra svo miklu fleira en alls konar spor. Hvernig er listdansnámi háttað? Til að eiga sem besta möguleika á að ná langt í listdansi þarf að byrja snemma. Listdansskóli Íslands tekur nemendur inn 9 ára og ýmsir aðrir skólar byrja enn fyrr. Það er mikilvægt að byrja snemma til að nemendur tileinki sér grunntækni og hreyfimynstur sem fyrst. Þannig þjálfast vöðvaminni - hreyfingar sem eru flestum framandi verða eins og annað eðli dansnemans - sem getur þá haldið þjálfuninni áfram, orðið sterkari og lært flóknari spor. Grunnstig í listdansi eru 7 og að þeim loknum geta nemendur sótt um listdansnám á framhaldsstigi. Það fer fram í samstarfi við MH og eins og er sjá þrír listdansskólar um verklega hluta þeirrar kennslu; Danslistarskóli JSB, Klassíski Listdansskólinn og Listdansskóli Íslands en þeir kenna einnig grunnstigin. Að námi á framhaldsstigi loknu eiga nemendur að vera reiðubúnir að takast á við háskólanám í dansi eða atvinnumennsku í greininni. Við Listaháskóla Íslands er alþjóðleg samtímadansdeild sem býður uppá BA nám. Til marks um gæði listdansnáms á framhaldsskólastigi eru útskrifaðir nemendur frá öllum þremur skólunum í námi á samtímadansbraut LHÍ. Auk þess eru nokkrir sem stunda nám á öðrum sviðslistabrautum. Einnig eru nokkrir í háskólanámi við erlenda dansháskóla. Íslenskir dansarar starfa víða um heim og Íslenski dansflokkurinn sýnir mikið erlendis við góðar undirtektir. Þetta sýnir að námið skilar sér og að íslensk danslist er í útrás. Þeir sem ekki gera dansinn að sinni atvinnu ná oft langt á öðrum sviðum og starfa margir sem læknar, verkfræðingar, sjúkraþjálfar eða listamenn á öðrum sviðum og svo mætti lengi telja. Kostnaður og réttlæti Faglegt og metnaðarfullt listdansnám er dýrt. Kostnaðurinn felst að miklu í stóru húsnæði með sérútbúin dansgólf, spegla og stangir. Þá þarf að greiða vel menntuðum og reynslumiklum kennurum laun, útbúa sali með hljómflutningsgræjum og helst píanóum, og auðvitað standa skil öðrum á venjulegum rekstrarkostnaði fyrirtækja. Íslenskt listdansnám hefur verið alvarlega fjársvelt í fjölda ára, bæði grunn- og framhaldsstig. Framlög frá hinu opinbera eru t.a.m. tífalt hærri með hverjum tónlistarnema á grunnstigi samanborið við listdansnema á grunnstigi. Hvernig stendur á því? Listdansnám er dýrmætur hluti af menntakerfinu okkar og listdans af menningarflóru landsins. Listdans er líkamleg, vitsmunaleg og listræn tjáning. Hann þjálfar líkamann og ræktar hug og sál. Listdansskólarnir berjast nú fyrir lífi sínu og ég vona að á þá verði hlustað og framlög til þeirra leiðrétt. Annars er tvísýnt um tilvist þessa dýrmæta náms og þar með listdans í landinu. Höfundur er dansari og danskennari við Listdansskóla Íslands.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun