Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2020 10:24 Mynd af Khashoggi fyrir utan ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þar sem hann var myrtur. Vísir/EPA Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. Khashoggi, sem var sádi-arabískur blaðamaður, var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október árið 2018. Hann hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið á honum. Tyrknesku saksóknararnir saka Ahmed al-Asiri, fyrrverandi varaforstjóra sádi-arabísku leyniþjónustunnar, og Saud al-Qahtani, fjölmiðlaráðgjafa konungsfjölskyldunnar um að hafa stýrt aðgerðinni gegn Khashoggi og gefið morðingjum hans skipanir. Hinir sakborningarnir átján eru sakaðir um að hafa kæft Khashoggi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lík Khashoggi er talið hafa verið bútað niður á skrifstofunni en líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Sádi-arabísk stjórnvöld neituðu því lengi vel að vita nokkuð um hvarf hans en neyddust á endanum til að viðurkenna að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Réttuðu þau yfir hópi manna sem þau fullyrða að hafi ekki haft blessun sína til þess að myrða Khashoggi. Fimm manns voru dæmdir til dauða og þrír í fangelsi í réttarhöldunum í Sádi-Arabíu. Leynd ríkti yfir réttarhöldunum og sakborningarnir hafa ekki verið nafngreindir. Agnes Callamard, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna sem hefur rannsakað dauða Khashoggi, hefur sagt hann fórnarlamb vísvitandi og yfirlagðrar aftöku sem sádi-arabíska ríkið beri ábyrgð á. Callamard er á meðal þeirra sem fylgjast með réttarhöldunum í Tyrklandi. Hatice Cengiz, unnusta Khashoggi, situr einnig á áheyrendabekk. Khashoggi var á ræðisskrifstofunni í Istanbúl til að verða sér úti um gögn fyrir brúðkaup þeirra þegar hann var myrtur. Tyrkland Sádi-Arabía Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. Khashoggi, sem var sádi-arabískur blaðamaður, var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október árið 2018. Hann hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið á honum. Tyrknesku saksóknararnir saka Ahmed al-Asiri, fyrrverandi varaforstjóra sádi-arabísku leyniþjónustunnar, og Saud al-Qahtani, fjölmiðlaráðgjafa konungsfjölskyldunnar um að hafa stýrt aðgerðinni gegn Khashoggi og gefið morðingjum hans skipanir. Hinir sakborningarnir átján eru sakaðir um að hafa kæft Khashoggi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lík Khashoggi er talið hafa verið bútað niður á skrifstofunni en líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Sádi-arabísk stjórnvöld neituðu því lengi vel að vita nokkuð um hvarf hans en neyddust á endanum til að viðurkenna að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Réttuðu þau yfir hópi manna sem þau fullyrða að hafi ekki haft blessun sína til þess að myrða Khashoggi. Fimm manns voru dæmdir til dauða og þrír í fangelsi í réttarhöldunum í Sádi-Arabíu. Leynd ríkti yfir réttarhöldunum og sakborningarnir hafa ekki verið nafngreindir. Agnes Callamard, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna sem hefur rannsakað dauða Khashoggi, hefur sagt hann fórnarlamb vísvitandi og yfirlagðrar aftöku sem sádi-arabíska ríkið beri ábyrgð á. Callamard er á meðal þeirra sem fylgjast með réttarhöldunum í Tyrklandi. Hatice Cengiz, unnusta Khashoggi, situr einnig á áheyrendabekk. Khashoggi var á ræðisskrifstofunni í Istanbúl til að verða sér úti um gögn fyrir brúðkaup þeirra þegar hann var myrtur.
Tyrkland Sádi-Arabía Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42