Ef kerfið virkar ekki þarf að breyta kerfinu Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 3. júlí 2020 14:30 Kerfið á að vera hannað fyrir fólk en fólk er ekki til fyrir kerfið. Þetta skrifaði ég í lok maí í grein hér á Vísi vegna óska nokkurra foreldra um að fá að senda börn sín, sem þurfa sérúrræði, í Arnarskóla. Meirihlutinn í Reykjavík gerir sér grein fyrir því að þarfir barna með greiningar og hvers konar fötlun eru æði misjafnar. Því er það mikið ánægjuefni að borgarráð ákvað í gær að leyfa þeim börnum sem sótt höfðu um í Arnarskóla, og uppfylla skilyrði til að komast í skóla með sérúrræði, að komast þar að. Reykvískum börnum í Arnarskóla, sem er heildstæður skóli fyrir börn með þroskafrávik á grunnskólaaldri í Kópavogi, mun því fjölga um helming á komandi skólaári ef foreldrar þeirra óska enn eftir skólavist þar. Í borg eins og Reykjavík býr alls konar fólk, með alls konar þarfir og til þess þarf að taka tillit þegar við, sem störfum í stjórnmálum, tökum ákvarðanir. Meirihlutinn í Reykjavík fagnar fjölbreytileikanum og vill að hann blómstri, að allir fái að njóta sín á eigin forsendum. Kerfum er hægt að breyta ef þau þjóna ekki tilgangi sínum. Foreldrar fatlaðra og langveikra barna eiga ekki að þurfa að koma ítrekað fram í fjölmiðlum til að lýsa neikvæðum upplifunum sínum þegar þau óska eftir þjónustu eða aðstoð sem þau telja henta sínum börnum best. Því er það líka mikið ánægjuefni að borgarráð samþykkti líka í gær að fyrir 1. desember eigi að leggja fram skýrari viðmið hvað varðar nemendur í sjálfstætt reknum sérúrræðum. Leikreglurnar hjá hinu opinbera eiga alltaf að vera skýrar og kerfin fyrir fötluð og langveik börn eiga að vera hönnuð með þarfir barnanna í huga og hvernig best er hægt að leyfa þeim að blómstra. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Kerfið á að vera hannað fyrir fólk en fólk er ekki til fyrir kerfið. Þetta skrifaði ég í lok maí í grein hér á Vísi vegna óska nokkurra foreldra um að fá að senda börn sín, sem þurfa sérúrræði, í Arnarskóla. Meirihlutinn í Reykjavík gerir sér grein fyrir því að þarfir barna með greiningar og hvers konar fötlun eru æði misjafnar. Því er það mikið ánægjuefni að borgarráð ákvað í gær að leyfa þeim börnum sem sótt höfðu um í Arnarskóla, og uppfylla skilyrði til að komast í skóla með sérúrræði, að komast þar að. Reykvískum börnum í Arnarskóla, sem er heildstæður skóli fyrir börn með þroskafrávik á grunnskólaaldri í Kópavogi, mun því fjölga um helming á komandi skólaári ef foreldrar þeirra óska enn eftir skólavist þar. Í borg eins og Reykjavík býr alls konar fólk, með alls konar þarfir og til þess þarf að taka tillit þegar við, sem störfum í stjórnmálum, tökum ákvarðanir. Meirihlutinn í Reykjavík fagnar fjölbreytileikanum og vill að hann blómstri, að allir fái að njóta sín á eigin forsendum. Kerfum er hægt að breyta ef þau þjóna ekki tilgangi sínum. Foreldrar fatlaðra og langveikra barna eiga ekki að þurfa að koma ítrekað fram í fjölmiðlum til að lýsa neikvæðum upplifunum sínum þegar þau óska eftir þjónustu eða aðstoð sem þau telja henta sínum börnum best. Því er það líka mikið ánægjuefni að borgarráð samþykkti líka í gær að fyrir 1. desember eigi að leggja fram skýrari viðmið hvað varðar nemendur í sjálfstætt reknum sérúrræðum. Leikreglurnar hjá hinu opinbera eiga alltaf að vera skýrar og kerfin fyrir fötluð og langveik börn eiga að vera hönnuð með þarfir barnanna í huga og hvernig best er hægt að leyfa þeim að blómstra. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar