Stjórn Rithöfundasambandsins vantreystir Storytel AB Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2020 16:01 Karl Ágúst Úlfsson er formaður Rithöfundasambands Íslands en stjórnin hefur nú lýst því yfir að hún beri takmarkað traust til Storytel AB sem í vikunni festi kaup á 70 prósent hlutafjár í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu Íslands. visir/vilhelm Stjórn Rithöfundasambands Íslands lýsir áhyggjum sínum af kaupum Storytel AB á 70% hlut í Forlaginu, stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar sem send hefur verið félagsmönnum í Rithöfundasambandinu vegna kaupanna sem vakið hafa mikla athygli. Í ályktuninni segir að stjórnin fagni nýrri tækni og auknum tækifærum fyrir lesendur til að njóta bókmenntaverka. Og að flestir rithöfundar vilji líka sækja fram á því sviði og ná til nýrra lesenda. Stjórn RSÍ vantreystir hinu sænska móðurfélagi „Hins vegar hefur stjórnin áhyggjur af enn meira valdaójafnvægi á bókamarkaði ef kaupin ganga í gegn þar sem stærsta bókaútgáfa landsins og eina streymisveita hljóðbóka verði í eigu sama aðila. Samruni stórra aðila á markaði leiðir iðulega til skerðingar á virkri samkeppni sem kemur neytendum og öðrum á markaði illa. Þegar um er að ræða fákeppni á sviði menningar verður að stíga sérstaklega gætilega til jarðar.“ Þá lýsir stjórnin því yfir að hún beri ekki traust til Storytel AB: „Stjórn RSÍ vantreystir hinu sænska móðurfélagi og stjórnendum þess því reynsla höfunda af dótturfélaginu Storytel á Íslandi er ekki góð og sömu sögu má heyra frá félögum okkar á hinum Norðurlöndunum.“ Í ályktuninni er bent á að samkvæmt kjarakönnun sem Rithöfundasambandið hefur gert meðal félagsmanna sem eiga verk hjá Storytel á Íslandi eru greiðslur til þeirra afar lágar og tekjumódelið ógegnsætt. Uggur í brjósti höfunda „Stjórnin óttast að tilgangur eiganda Storytel á Íslandi, Storytel AB í Svíþjóð, sé að komast nær höfundaverki íslenskra höfunda og eyða allri samkeppni á hljóðbókamarkaði. Margir félagsmenn hafa haft samband við stjórn og skrifstofu RSÍ og viðrað áhyggjur sínar. Höfundar og útgefendur ytra hafa borið því vitni að frelsi þeirra og menningarleg áhersla hafi beðið hnekki með eignarhaldi Storytel AB.“ Í ályktuninni segir að slíkt veki ugg í brjósti höfunda hér á landi, sporin ytra hræði, en reynslan ein mun leiða í ljós hvort sama öfugþróun verði hérlendis. Komi upp slík staða á Íslandi telur stjórn RSÍ sýnt að hún myndi þrengja verulega að höfundum og möguleikum þeirra til útgáfu á fjölbreyttum og burðugum bókamarkaði. „Aldrei má vega að listrænu frelsi þannig að litið sé á bókmenntir sem framleiðsluvöru sem þarf að skila hagnaði en ekki listræna tjáningu sem hefur gildi í sjálfu sér.“ Menning Bókmenntir Svíþjóð Bókaútgáfa Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Stjórn Rithöfundasambands Íslands lýsir áhyggjum sínum af kaupum Storytel AB á 70% hlut í Forlaginu, stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar sem send hefur verið félagsmönnum í Rithöfundasambandinu vegna kaupanna sem vakið hafa mikla athygli. Í ályktuninni segir að stjórnin fagni nýrri tækni og auknum tækifærum fyrir lesendur til að njóta bókmenntaverka. Og að flestir rithöfundar vilji líka sækja fram á því sviði og ná til nýrra lesenda. Stjórn RSÍ vantreystir hinu sænska móðurfélagi „Hins vegar hefur stjórnin áhyggjur af enn meira valdaójafnvægi á bókamarkaði ef kaupin ganga í gegn þar sem stærsta bókaútgáfa landsins og eina streymisveita hljóðbóka verði í eigu sama aðila. Samruni stórra aðila á markaði leiðir iðulega til skerðingar á virkri samkeppni sem kemur neytendum og öðrum á markaði illa. Þegar um er að ræða fákeppni á sviði menningar verður að stíga sérstaklega gætilega til jarðar.“ Þá lýsir stjórnin því yfir að hún beri ekki traust til Storytel AB: „Stjórn RSÍ vantreystir hinu sænska móðurfélagi og stjórnendum þess því reynsla höfunda af dótturfélaginu Storytel á Íslandi er ekki góð og sömu sögu má heyra frá félögum okkar á hinum Norðurlöndunum.“ Í ályktuninni er bent á að samkvæmt kjarakönnun sem Rithöfundasambandið hefur gert meðal félagsmanna sem eiga verk hjá Storytel á Íslandi eru greiðslur til þeirra afar lágar og tekjumódelið ógegnsætt. Uggur í brjósti höfunda „Stjórnin óttast að tilgangur eiganda Storytel á Íslandi, Storytel AB í Svíþjóð, sé að komast nær höfundaverki íslenskra höfunda og eyða allri samkeppni á hljóðbókamarkaði. Margir félagsmenn hafa haft samband við stjórn og skrifstofu RSÍ og viðrað áhyggjur sínar. Höfundar og útgefendur ytra hafa borið því vitni að frelsi þeirra og menningarleg áhersla hafi beðið hnekki með eignarhaldi Storytel AB.“ Í ályktuninni segir að slíkt veki ugg í brjósti höfunda hér á landi, sporin ytra hræði, en reynslan ein mun leiða í ljós hvort sama öfugþróun verði hérlendis. Komi upp slík staða á Íslandi telur stjórn RSÍ sýnt að hún myndi þrengja verulega að höfundum og möguleikum þeirra til útgáfu á fjölbreyttum og burðugum bókamarkaði. „Aldrei má vega að listrænu frelsi þannig að litið sé á bókmenntir sem framleiðsluvöru sem þarf að skila hagnaði en ekki listræna tjáningu sem hefur gildi í sjálfu sér.“
Menning Bókmenntir Svíþjóð Bókaútgáfa Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira