Jói Kalli eftir magnaðan sigur ÍA: Hugmyndafræðin okkar er ekki flókin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júlí 2020 22:30 Jóhannes Karl var glaður í bragði eftir leik kvöldsins. Vísir/Daníel Þór ÍA vann ótrúlegan 4-1 sigur á Val á útivelli í Pepsi Max deild karla í kvöld. Eftir fjórar umferðir eru því bæði lið með sex stig. „Heyrðu ég er bara nokkuð sáttur eins og allir Skagamenn sem voru á þessum leik, „ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson glaður í bragði eftir ótrúlegan 4-1 sigur á Val að Hlíðarenda í kvöld. „Við höfum verið að reyna spila okkar leik, við höfum verið að reyna að finna veikleika í leik andstæðinganna og það hefur gengið ágætlega. Í dag er munurinn að við vörðumst vel og lokuðum á það sem Valsararnir voru að gera, við vildum pressa þá og láta Hannes hafa boltann. En við vitum líka að við erum með frábæra menn fram á við sem geta skorað mörk og þau skiluðu sér svo sannarlega í dag,“ sagði Jóhannes Karl um muninn á leik liðsins í kvöld og leiknum gegn KR þar sem Skagamenn töpuðu – mögulega ósanngjarnt – með tveimur mörkum gegn einu. „Hugmyndfræðin okkar er ekki flókin. Við viljum spila á þeim svæðum þar sem við erum í yfirtölu og Valur setti ansi marga menn fram til að loka á uppspilið hjá okkur og við vorum oft á tíðum, sérstaklega í fyrri hálfleik, þrír á móti þremur inn á vallarhelmingi Vals. Við nýttum okkur það vel og Árni er góður spyrnumaður,“ var svarið þegar undirritaður spurði út í hvort leikplanið í dag hefði verið að taka fleiri langa bolta en venjulega. Fyrsta mark leiksins skoraði Viktor Jónsson einmitt eftir einn þráðbeinan 70 metra langan bolta frá Árna Snæ Ólafssyni, markverði ÍA. „Viktor er frábær leikmaður, frábær karakter. Við erum að vinna í að þróa liðið og Viktor gegnir lykilhlutverki í sinni stöðu eins og allir aðrir leikmenn. Hann er búinn að gera þetta virkilega vel og hefur verið óheppinn. Hann gæti verið búinn að skora og leggja upp fleiri mörk. Það heppnaðist vel hjá honum í dag og hann er frábær í þessari stöðu,“ sagði Jóhannes um frammistöðu framherjans Viktors sem hefur verið út á væng í 4-3-3 leikkerfi ÍA í sumar. „Við erum ekkert að horfa til baka, ég er virkilega ánægður með þrjú stig hér í dag,“ sagði Jóhannes að endingu aðspurður hvort Skagamenn væru sáttir með sex stig eftir fjórar umferðir. Pepsi Max-deild karla ÍA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur 1-4 ÍA | Skagamenn með ótrúlegan sigur á Hlíðarenda Skagamenn unnu stórsigur á Val í Pepsi Max karla í kvöld. Loktölur 4-1 ÍA í vil og eru liðin nú jöfn að stigum. 3. júlí 2020 22:05 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
ÍA vann ótrúlegan 4-1 sigur á Val á útivelli í Pepsi Max deild karla í kvöld. Eftir fjórar umferðir eru því bæði lið með sex stig. „Heyrðu ég er bara nokkuð sáttur eins og allir Skagamenn sem voru á þessum leik, „ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson glaður í bragði eftir ótrúlegan 4-1 sigur á Val að Hlíðarenda í kvöld. „Við höfum verið að reyna spila okkar leik, við höfum verið að reyna að finna veikleika í leik andstæðinganna og það hefur gengið ágætlega. Í dag er munurinn að við vörðumst vel og lokuðum á það sem Valsararnir voru að gera, við vildum pressa þá og láta Hannes hafa boltann. En við vitum líka að við erum með frábæra menn fram á við sem geta skorað mörk og þau skiluðu sér svo sannarlega í dag,“ sagði Jóhannes Karl um muninn á leik liðsins í kvöld og leiknum gegn KR þar sem Skagamenn töpuðu – mögulega ósanngjarnt – með tveimur mörkum gegn einu. „Hugmyndfræðin okkar er ekki flókin. Við viljum spila á þeim svæðum þar sem við erum í yfirtölu og Valur setti ansi marga menn fram til að loka á uppspilið hjá okkur og við vorum oft á tíðum, sérstaklega í fyrri hálfleik, þrír á móti þremur inn á vallarhelmingi Vals. Við nýttum okkur það vel og Árni er góður spyrnumaður,“ var svarið þegar undirritaður spurði út í hvort leikplanið í dag hefði verið að taka fleiri langa bolta en venjulega. Fyrsta mark leiksins skoraði Viktor Jónsson einmitt eftir einn þráðbeinan 70 metra langan bolta frá Árna Snæ Ólafssyni, markverði ÍA. „Viktor er frábær leikmaður, frábær karakter. Við erum að vinna í að þróa liðið og Viktor gegnir lykilhlutverki í sinni stöðu eins og allir aðrir leikmenn. Hann er búinn að gera þetta virkilega vel og hefur verið óheppinn. Hann gæti verið búinn að skora og leggja upp fleiri mörk. Það heppnaðist vel hjá honum í dag og hann er frábær í þessari stöðu,“ sagði Jóhannes um frammistöðu framherjans Viktors sem hefur verið út á væng í 4-3-3 leikkerfi ÍA í sumar. „Við erum ekkert að horfa til baka, ég er virkilega ánægður með þrjú stig hér í dag,“ sagði Jóhannes að endingu aðspurður hvort Skagamenn væru sáttir með sex stig eftir fjórar umferðir.
Pepsi Max-deild karla ÍA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur 1-4 ÍA | Skagamenn með ótrúlegan sigur á Hlíðarenda Skagamenn unnu stórsigur á Val í Pepsi Max karla í kvöld. Loktölur 4-1 ÍA í vil og eru liðin nú jöfn að stigum. 3. júlí 2020 22:05 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Leik lokið: Valur 1-4 ÍA | Skagamenn með ótrúlegan sigur á Hlíðarenda Skagamenn unnu stórsigur á Val í Pepsi Max karla í kvöld. Loktölur 4-1 ÍA í vil og eru liðin nú jöfn að stigum. 3. júlí 2020 22:05