Hannes Þór: „Við erum eins og jólasveinar í þessum mörkum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2020 08:30 Hannes Þór í viðtali eftir leik. Mynd/Stöð 2 Sport Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í viðtali við Vísi eftir 4-1 tap Vals gegn ÍA að Hlíðarenda í gærkvöld. Eftir leikinn eru bæði Valur og ÍA með sex stig þegar liðin hafa leikið fjóra leiki hvort. „Við erum eins og jólasveinar í þessum mörkum sem Skaginn skorar. Að vera 3-0 undir í hálfleik er auðvitað stórslys og á ekki að gerast. Mér fannst þetta stórfurðulegur fyrri hálfleikur – ég veit ekki hvort ég sé eitthvað ruglaður – en mér fannst við að mörgu leyti spila þann hálfleik fínt. Fengum haug af færum en þeir refsa okkur í hvert einasta skipti sem við klikkum og þá er þetta auðvitað mjög þungt,“ voru fyrstu viðbrögð Hannesar Þórs að leik loknum í gær. „Við höfðum trú á að við gætum komið til baka, við fengum það mikið af sénsum í fyrri hálfleik að ef við náum inn marki þá gætum við komið til baka og unnið leikinn. Við náðum að skora eitt og vorum að pressa á þá en þeir lögðust djúpt og gerðu það mjög vel. Svo þegar liðið hefði þurft vörslu frá mér þá kom hún ekki, þeir klára þetta 4-1 og við sitjum eftir með hræðileg úrslit,“ sagði markvörðurinn einnig en Steinar Þorsteinsson skoraði fjórða mark ÍA þar sem Hannes hefði átt að gera betur. Fyrir leikinn hafði Valur unnið tvö deildarleiki í röð með markatölunni 7-0. „Maður hefur lent í ýmsu í þessu en þetta var með því skrýtnara. Við hefðum getað skorað þrjú í fyrri hálfleik en gerðum það ekki. Þeir skoruðu þrjú, en þeir voru mjög skilvirkir fram á við. Þeir eru mjög góðir í því sem þeir gera. Stundum er þetta svona í fótbolta, það lekur allt inn hjá þér og það gengur ekkert upp hinum megin. Þetta var einn af þeim dögum og auðvitað er það bakslag en við ætluðum að halda áfram því góða skriði sem við höfum verið á.“ „Nei, mér fannst menn mjög tilbúnir í leikinn og mér fannst við í rauninni sýna það. Auðvitað fá þeir þetta mark þarna eftir þrjár mínútur en mér fannst smá heppnisstimpill yfir því og við vorum með tökin framan af. Svo setja þeir 2-0 og þá var þetta erfitt. Mér fannst við koma rétt gíraðir inn í leikinn og leið ekki eins og við hefðum farið fram úr okkur en svo töpum við 4-1 svo kannski er það ein af skýringunum, ég veit það ekki,“ sagði Hannes aðspurður hvort leikmenn Vals hefðu nokkuð verið farnir að svífa um á bleiku skýi eftir tvo sigurleiki í röð. „Það er ekkert annað í þessu, þetta getur verið leiðinlegt þetta sport og nú verðum við súrir í 1-2 daga en svo rífum við okkur upp. Það er ekkert annað að gera en að svara fyrir þetta í næsta leik, þannig virkar þetta bara,“ sagði Hannes að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Heimir: Vinnur ekki fótboltaleiki ef þú færð á þig fjögur mörk Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var hreinn og beinn varðandi frammistöðu síns liðs eftir 4-1 tap á heimavelli í kvöld. 3. júlí 2020 23:20 Jói Kalli eftir magnaðan sigur ÍA: Hugmyndafræðin okkar er ekki flókin Jóhannes Karl Guðjónsson var eðlilega kampakátur eftir að hans menn unnu ótrúlegan sigur á Val í kvöld. 3. júlí 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Valur 1-4 ÍA | Skagamenn skoruðu mörkin á Hlíðarenda Skagamenn unnu stórsigur á Val í Pepsi Max karla í kvöld. Loktölur 4-1 ÍA í vil og eru liðin nú jöfn að stigum. 3. júlí 2020 22:55 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í viðtali við Vísi eftir 4-1 tap Vals gegn ÍA að Hlíðarenda í gærkvöld. Eftir leikinn eru bæði Valur og ÍA með sex stig þegar liðin hafa leikið fjóra leiki hvort. „Við erum eins og jólasveinar í þessum mörkum sem Skaginn skorar. Að vera 3-0 undir í hálfleik er auðvitað stórslys og á ekki að gerast. Mér fannst þetta stórfurðulegur fyrri hálfleikur – ég veit ekki hvort ég sé eitthvað ruglaður – en mér fannst við að mörgu leyti spila þann hálfleik fínt. Fengum haug af færum en þeir refsa okkur í hvert einasta skipti sem við klikkum og þá er þetta auðvitað mjög þungt,“ voru fyrstu viðbrögð Hannesar Þórs að leik loknum í gær. „Við höfðum trú á að við gætum komið til baka, við fengum það mikið af sénsum í fyrri hálfleik að ef við náum inn marki þá gætum við komið til baka og unnið leikinn. Við náðum að skora eitt og vorum að pressa á þá en þeir lögðust djúpt og gerðu það mjög vel. Svo þegar liðið hefði þurft vörslu frá mér þá kom hún ekki, þeir klára þetta 4-1 og við sitjum eftir með hræðileg úrslit,“ sagði markvörðurinn einnig en Steinar Þorsteinsson skoraði fjórða mark ÍA þar sem Hannes hefði átt að gera betur. Fyrir leikinn hafði Valur unnið tvö deildarleiki í röð með markatölunni 7-0. „Maður hefur lent í ýmsu í þessu en þetta var með því skrýtnara. Við hefðum getað skorað þrjú í fyrri hálfleik en gerðum það ekki. Þeir skoruðu þrjú, en þeir voru mjög skilvirkir fram á við. Þeir eru mjög góðir í því sem þeir gera. Stundum er þetta svona í fótbolta, það lekur allt inn hjá þér og það gengur ekkert upp hinum megin. Þetta var einn af þeim dögum og auðvitað er það bakslag en við ætluðum að halda áfram því góða skriði sem við höfum verið á.“ „Nei, mér fannst menn mjög tilbúnir í leikinn og mér fannst við í rauninni sýna það. Auðvitað fá þeir þetta mark þarna eftir þrjár mínútur en mér fannst smá heppnisstimpill yfir því og við vorum með tökin framan af. Svo setja þeir 2-0 og þá var þetta erfitt. Mér fannst við koma rétt gíraðir inn í leikinn og leið ekki eins og við hefðum farið fram úr okkur en svo töpum við 4-1 svo kannski er það ein af skýringunum, ég veit það ekki,“ sagði Hannes aðspurður hvort leikmenn Vals hefðu nokkuð verið farnir að svífa um á bleiku skýi eftir tvo sigurleiki í röð. „Það er ekkert annað í þessu, þetta getur verið leiðinlegt þetta sport og nú verðum við súrir í 1-2 daga en svo rífum við okkur upp. Það er ekkert annað að gera en að svara fyrir þetta í næsta leik, þannig virkar þetta bara,“ sagði Hannes að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Heimir: Vinnur ekki fótboltaleiki ef þú færð á þig fjögur mörk Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var hreinn og beinn varðandi frammistöðu síns liðs eftir 4-1 tap á heimavelli í kvöld. 3. júlí 2020 23:20 Jói Kalli eftir magnaðan sigur ÍA: Hugmyndafræðin okkar er ekki flókin Jóhannes Karl Guðjónsson var eðlilega kampakátur eftir að hans menn unnu ótrúlegan sigur á Val í kvöld. 3. júlí 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Valur 1-4 ÍA | Skagamenn skoruðu mörkin á Hlíðarenda Skagamenn unnu stórsigur á Val í Pepsi Max karla í kvöld. Loktölur 4-1 ÍA í vil og eru liðin nú jöfn að stigum. 3. júlí 2020 22:55 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Heimir: Vinnur ekki fótboltaleiki ef þú færð á þig fjögur mörk Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var hreinn og beinn varðandi frammistöðu síns liðs eftir 4-1 tap á heimavelli í kvöld. 3. júlí 2020 23:20
Jói Kalli eftir magnaðan sigur ÍA: Hugmyndafræðin okkar er ekki flókin Jóhannes Karl Guðjónsson var eðlilega kampakátur eftir að hans menn unnu ótrúlegan sigur á Val í kvöld. 3. júlí 2020 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur 1-4 ÍA | Skagamenn skoruðu mörkin á Hlíðarenda Skagamenn unnu stórsigur á Val í Pepsi Max karla í kvöld. Loktölur 4-1 ÍA í vil og eru liðin nú jöfn að stigum. 3. júlí 2020 22:55