Hálfur milljarður í nýtt hótel í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. júlí 2020 13:06 Bjarni Kristján (t.v.) og Jóhann Guðni Reynisson, tveir af eigendum „Stakrar gulrótar ehf.“, sem reisir 40 herbergja hótel/gistihús í Reykholti í Biskupstungum. Skiltið vísar á núverandi gistihús og lóð þeirra í Reykholti sem sést í bakgrunni. Á myndina vantar Kenneth Peterson hjá Columbia Ventures sem einnig á hlut í félaginu. Ljósmynd/Aðsend. Framkvæmdir eru að hefjast við bygginu fjörutíu herbergja hótels í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, sem mun kosta um hálfan milljarð króna. Hótelið verður tilbúið næsta vor. Nýja hótelið verður byggt í Fagralundi í Reykholti skammt frá Friðheimum og við Gullna hringinn. Þrjár fjölskyldur standa að byggingunni en forsvarsmaður verkefnisins er Jóhann Guðni Reynisson. Hótelið kemur í einingum frá Noregi. „Hótelið byggir mikið á tveggja manna gistingu þannig að við gerum ráð fyrir því að halda áfram að fá til okkar ferðamenn, sem eru á bílaleigubílum. Það breytist núna, við getum líka tekið á móti hópum en ég reikna með að bílaleigutraffík verði í öndvegi hjá okkur allavega til að byrja með,“ segir Jóhann Guðni. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar (t.h.), með eigendunum og eiginkonum þeirra þegar verkefnið var kynnt í vikunni.Ljósmynd/Aðsend. Það vekur óneitanlega athygli að ráðist sé í hótelbyggingu á þessum tíma þegar kórónuveiran er en í gangi og lítið sem ekkert af ferðamönnum á landinu. „Við höldum samt að það sé besti tíminn að gera það á meðan það er tiltölulega rólegt yfir og fáir erlendir ferðamenn á ferðinni, sem er náttúrulega langstærsti viðskiptamannahópurinn okkar, þannig að ef ekki núna, þá hvenær,“ segir Jóhanna Guðni og bætir við; „Reykholt er líka mjög vaxandi núna, þar eru miklar framkvæmdir og Friðheimar draga til sín hundruð þúsunda ferðamanna á hverju ári og það er góður veitingastaður bara í næsta húsi við okkur, sem heitir Mika, Bjarnabúð, sundlaugin og öll þessi þjónusta á svæðinu, stutt á Gullfoss og Geysi og Þingvelli.“ Hluti af eigendum, starfsliði, hönnuði og verktaka sem að verkefninu koma ásamt umboðsaðila Moelven á Íslandi og sveitarstjóra Bláskógabyggðar, sem komu saman vegna byggingar nýja hótelsins í Reykholti.Ljósmynd/Aðsend. Jóhann Guðni er sannfærður að nýja hótelið muni ganga mjög vel og ferðamenn eigi eftir að streyma á ný til landsins. „Orðspor íslands er bara það sterkt á heimsvísu að við höfum enga ástæða til að vera annað en bjartsýnir og látum bara vaða á þetta.“ Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Framkvæmdir eru að hefjast við bygginu fjörutíu herbergja hótels í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, sem mun kosta um hálfan milljarð króna. Hótelið verður tilbúið næsta vor. Nýja hótelið verður byggt í Fagralundi í Reykholti skammt frá Friðheimum og við Gullna hringinn. Þrjár fjölskyldur standa að byggingunni en forsvarsmaður verkefnisins er Jóhann Guðni Reynisson. Hótelið kemur í einingum frá Noregi. „Hótelið byggir mikið á tveggja manna gistingu þannig að við gerum ráð fyrir því að halda áfram að fá til okkar ferðamenn, sem eru á bílaleigubílum. Það breytist núna, við getum líka tekið á móti hópum en ég reikna með að bílaleigutraffík verði í öndvegi hjá okkur allavega til að byrja með,“ segir Jóhann Guðni. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar (t.h.), með eigendunum og eiginkonum þeirra þegar verkefnið var kynnt í vikunni.Ljósmynd/Aðsend. Það vekur óneitanlega athygli að ráðist sé í hótelbyggingu á þessum tíma þegar kórónuveiran er en í gangi og lítið sem ekkert af ferðamönnum á landinu. „Við höldum samt að það sé besti tíminn að gera það á meðan það er tiltölulega rólegt yfir og fáir erlendir ferðamenn á ferðinni, sem er náttúrulega langstærsti viðskiptamannahópurinn okkar, þannig að ef ekki núna, þá hvenær,“ segir Jóhanna Guðni og bætir við; „Reykholt er líka mjög vaxandi núna, þar eru miklar framkvæmdir og Friðheimar draga til sín hundruð þúsunda ferðamanna á hverju ári og það er góður veitingastaður bara í næsta húsi við okkur, sem heitir Mika, Bjarnabúð, sundlaugin og öll þessi þjónusta á svæðinu, stutt á Gullfoss og Geysi og Þingvelli.“ Hluti af eigendum, starfsliði, hönnuði og verktaka sem að verkefninu koma ásamt umboðsaðila Moelven á Íslandi og sveitarstjóra Bláskógabyggðar, sem komu saman vegna byggingar nýja hótelsins í Reykholti.Ljósmynd/Aðsend. Jóhann Guðni er sannfærður að nýja hótelið muni ganga mjög vel og ferðamenn eigi eftir að streyma á ný til landsins. „Orðspor íslands er bara það sterkt á heimsvísu að við höfum enga ástæða til að vera annað en bjartsýnir og látum bara vaða á þetta.“
Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira