Sæðistaka úr Ský alla daga þar sem dropinn kostar sitt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. júlí 2020 20:00 Guðmundur Viðarsson í Skálakoti, ásamt nafna sínum og barnabarni, Guðmundi, sem fer oft á bak á Ský. Vísir/Magnús Hlynur Stóðhesturinn Skýr frá Skálakoti hefur meira en nóg að gera þessa dagana því það er verið að taka sæði úr honum til að fylja hryssur með um allt land. Dropinn úr Ský er ekki gefins því folatollurinn er 370.000 krónur. Skýr hlaut nýlega Sleipnisbikarinn, sem er æðsta viðurkenning íslenskrar hrossaræktar. Stóðhesturinn Skýr er þrettán vetra frá Skálakoti undir Eyjafjöllum. Hann er rauðblesóttur og einn allra vinsælasti stóðhestur landsins í dag. Skýr er mjög gæfur og rólegur hestur enda geta börn og fullorðnir riðið honum. Eigendur hans er Guðmundur Viðarsson í Skálakoti undir Eyjafjöllum og Jakob Svavar Sigurðsson tamningamaður sem hefur unnið til fjölda verðlauna á honum. Sæðistakan fer fram á bænum Hemlu í Vestur-Landeyjum í Rangárþingi eystra. Það er Guðríður Eva Þórarinsdóttir, dýralæknir á Flúðum, sem sér um sæðistökuna en tekið er úr honum á hverjum morgni og er hægt að skipta sæðinu í nokkra skammta. Stundum nást átta skammtar, sem þýðir tæplega þrjár milljónir króna í peningum fyrir eigendurna því hver folatollur er seldur á 370.000 krónur. Skýr að gera sig kláran til að þjóna hlutverki sínu, sem stóðhestur. Guðríður Eva, dýralæknir bíður eftir að geta tekið sæðið úr honum.Vísir/Magnús Hlynur „Það er mjög afstætt hvað er dýrt, þú getur haldið undir einhvern fola frítt og það er bara 25.000 króna sláturfolald. Síðan heldur þú undir Ský frá Skálakoti og þú átt kannski möguleika á því strax að eiga tveggja milljóna króna merfolald, þá er spurning hvað er dýrt,“ segir Guðmundur í Skálakoti og bætir við: „Hann fæddist fallegur og hefur verið að gefa falleg og góð afkvæmi frá því að við byrjuðum að æxla honum við merar.“ Skýr hefur tekið þrisvar sinnum þátt í meistaradeildinni og alltaf unnið fimmganginn þar sem Jakob Svavar Sigurðsson hefur riðið honum til sigurs. „Þetta er bara algjör snillingur og yfirburða hestur og búinn að vera í uppáhaldi hjá mér frá því að hann kom í tamningu þriggja vetra gamall. Skýr er gott dæmi um draumahest allra hestamanna því það getur hver sem er riðið þessum hesti hvort sem það væri byrjandi eða atvinnumaður, það er hægt að nota hann í hvaða verkefni sem er,“ segir Jakob Svavar. Landbúnaður Hestar Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Stóðhesturinn Skýr frá Skálakoti hefur meira en nóg að gera þessa dagana því það er verið að taka sæði úr honum til að fylja hryssur með um allt land. Dropinn úr Ský er ekki gefins því folatollurinn er 370.000 krónur. Skýr hlaut nýlega Sleipnisbikarinn, sem er æðsta viðurkenning íslenskrar hrossaræktar. Stóðhesturinn Skýr er þrettán vetra frá Skálakoti undir Eyjafjöllum. Hann er rauðblesóttur og einn allra vinsælasti stóðhestur landsins í dag. Skýr er mjög gæfur og rólegur hestur enda geta börn og fullorðnir riðið honum. Eigendur hans er Guðmundur Viðarsson í Skálakoti undir Eyjafjöllum og Jakob Svavar Sigurðsson tamningamaður sem hefur unnið til fjölda verðlauna á honum. Sæðistakan fer fram á bænum Hemlu í Vestur-Landeyjum í Rangárþingi eystra. Það er Guðríður Eva Þórarinsdóttir, dýralæknir á Flúðum, sem sér um sæðistökuna en tekið er úr honum á hverjum morgni og er hægt að skipta sæðinu í nokkra skammta. Stundum nást átta skammtar, sem þýðir tæplega þrjár milljónir króna í peningum fyrir eigendurna því hver folatollur er seldur á 370.000 krónur. Skýr að gera sig kláran til að þjóna hlutverki sínu, sem stóðhestur. Guðríður Eva, dýralæknir bíður eftir að geta tekið sæðið úr honum.Vísir/Magnús Hlynur „Það er mjög afstætt hvað er dýrt, þú getur haldið undir einhvern fola frítt og það er bara 25.000 króna sláturfolald. Síðan heldur þú undir Ský frá Skálakoti og þú átt kannski möguleika á því strax að eiga tveggja milljóna króna merfolald, þá er spurning hvað er dýrt,“ segir Guðmundur í Skálakoti og bætir við: „Hann fæddist fallegur og hefur verið að gefa falleg og góð afkvæmi frá því að við byrjuðum að æxla honum við merar.“ Skýr hefur tekið þrisvar sinnum þátt í meistaradeildinni og alltaf unnið fimmganginn þar sem Jakob Svavar Sigurðsson hefur riðið honum til sigurs. „Þetta er bara algjör snillingur og yfirburða hestur og búinn að vera í uppáhaldi hjá mér frá því að hann kom í tamningu þriggja vetra gamall. Skýr er gott dæmi um draumahest allra hestamanna því það getur hver sem er riðið þessum hesti hvort sem það væri byrjandi eða atvinnumaður, það er hægt að nota hann í hvaða verkefni sem er,“ segir Jakob Svavar.
Landbúnaður Hestar Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“